Hún gekk lengra inn í nóttina, hún var hrædd, en ekki um sjálfa sig, hún hafði gert þetta oft og enginn mundi taka eftir henni, en það var hann sem hún hafði áhyggjur af. Hann, það var svo þægilegt að hugsa um hann, hún hafði verið ástfanginn af honum síðan augu þeirra höfðu mæst í fyrsta skiptið, en hún var ekki jafnviss um tilfinningar hans til hennar.
Hún gekk áfram í myrkrinu, hann hafði beðið hana að hitta sig, þar sem lækurinn mætti klettinum, á miðnætti 23. Júlí.
Hún reyndi að flýta sér, en það var frekar erfitt, því skógurinn var þéttur, og greinarnar á trjánum beittar.
Hún var svo ánægð, loks myndu þau hittast á ný.
Nú var hún orðin óróleg, hvað ef eitthvað hefði gerst fyrir hann ? Hún gat ekki hugsað þessa hugsun til enda.
Hún hélt áfram, og var að lokum komin að læknum, hún gekk meðfram honum og komst að áfangastað.
Hann var ekki kominn svo hún settist niður, óróleg, og var farin að ímynda sér allt það versta.
Hvað ef hann kemur ekki ? sagði hún óróleg við sjálfa sig. Hann verður að koma.
Hún leit á vasaúrið sem faðir hennar átti, klukkan var 5 mínútur í miðnætti, hún þyrfti að bíða. Þegar klukkan sló tólf, þá kom hann, alveg eins og hún mundi eftir honum, kannski aðeins úfnari, en það gerði lítið til.
Hún hljóp að honum og faðmaði hann að sér.
Þau löbbuðu um svæðið og töluðu saman, þau höfðu margt að segja, enda ekki hist í rúman mánuð, þau gengu að litlum kofa, sem var í eyði þarna nálægt, og fóru inn. Þegar inn var komið settust þau á lítinn bekk þarna nálægt.
„Þetta er notalegt“ sagði hún.
„Já. Allavega notalegara en það sem ég hef vanist undafarinn mánuð.“
„Ha, Ha, þar er ég sammála þér“
Þau hlógu, og rákust í hvort annað, þá mættust augun þeirra, og þau kysstust.
„Vá, ég vissi ekki að kossar væru svona góðir“ sagði hún.
„Það eru nú bara mínir“ sagði hann hlæjandi.
Þau kysstust aftur, og gátu ekki slitið sig frá hvort öðru.

þessi saga er enn ónefnd, og þetta er bara byrjunin, akkúrat núna kemst ég ekki inní word til að halda áfram með hana -.-
When we drive away in secret