Datt í hug, þar sem þú ert komin/n svona langt, að vera ekkert að skipta þessu niður meira.
Vítamín, lokapartur/kafli.

Ég kem heim, ekkert hefur breyst heima. Ég fer inn á bað og þar liggur róninn enn í baðinu, en nú með um það bil 39 gráðu heitt vatn í baðinu og sjampó í hárinu. Ég heilsa honum og spyr hann til nafns. Hann kveðst heita Sigurjón, og þakkar fyrir gestrisni, en segist ólmur vilja klára að baða sig í friði. Ég halla hurðinni og leyfi manninum að klára að baða sig, djöfull er hann drukkinn enn. Ég opna minn litla ísskáp, þar finn ég útrunna kæfu, smjörva, appelsínu djús og 2 carlsberg. Ég gríp bjór opna hann og þamba hann hálfann, gríp hinn og rétti nýja vini mínum hann inn um baðherbergis hurðina, hann þakkar fyrir. Ég kveiki á útvarpinu og hlusta á gamlan slagara með Sonic Youth, ég kasta mér á rúmið og sofna.

Afhverju er ég með þennan anskotans hringitón, ég vakna alltaf upp við martröð, ég er búinn að hella bjórnum sem ég skildi við milli lappa minna í klofið á mér. Ég gríp símann og svara. Í símanum er maður sem kveðst heita Einar hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann segir mér að veskið mitt hafi fundist á vettvangi líkamsárásar og biður mig um að koma niður á stöð. Stressaður skelli ég á hann hleyp út og byrja að labba upp Laugaveginn. Hvernig í anskotanum fór ég að því að missa veskið mitt? Verður mér sleppt? Verð ég dæmdur? Verður mér verðlaunað með þriggja hæða súkkulaði tertu með rjóma og kassa af bjór? Hvers vegna heitir thule thule? Hvers vegna búa kamel dýr í Egyptalandi? Milljón hlutir streyma í gengum höfuðið á mér er ég geng í áttina að lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Ég stoppa og kveiki mér í einni Prince í mjúkum pakka til þess að róa mig niður. Síminn hringir aftur, það er Einar aftur, hann hringir til þess að reka á eftir mér, þar sem hann veit að ég á heima ekki svo langt í burtu. Ég geng áleiðis.

Er ég kem inn á lögreglustöðina á Hverfisgötu leitar falleg ljóshærð lögreglukona í vösum mínum, hún virðist ónægju hress með lífið og tilveruna, kannski veit hún hvað ég gerði í dag. Því næst leiðir hún mig inn í yfirheyrsluherbergi, mér til mikillar hamingju býður hún mér upp á kaffibolla með bros á vör, ég þigg bollan. Ég bíð í lengstu fimm mínútur lífs mín eftir Einari lögregluþjóni, eða Hr Einar Baldursson, rannsóknarlögreglumaður eins og hann kynnir sig, klisja! Eftir kynningu segir Einar ekki neitt, heldur sest niður og byrjar að tikka skýrslu inn í tölvuna. Hann snýr sér að mér og segist ekki vilja fara út í nein smáatriði, hann spyr einungis, “Játar þú, Haraldur Ísak Haraldsson, í dag hafa gengið í skrokk á einu Beinteini Brjánssyni, og skilið hann eftir í blóði sínu, handjárnaðan við ofn?” Því svara ég játandi, með útkreyst og hálf vandræðalegt bros á vör. Því næst spyr hann mig hvor að ég hafi notað vopn við verknaðin, og ef svo væri, hvar það væri staðsett. Það fer óþægilegur hrollur um líkama minn. Í porti á Vitastíg segi ég. Einar þakkar mér fyrir hreinskilni, stendur upp og yfirgefur herbergið. Unga stúlkan kemur aftur inn, nú sorgmædd á svip, hún handjárnar mig, skyndilega er kallt í herberginu. Hún fer með mig á efri hæð byggingarinnar og læsir mig inni í einum af 8 klefum sem fylla upp í þessari köldu og drungalegu hæð byggingarinnar. Á klefanum er þykk stálhurð og steyptir veggir, örfáar þunnar útbrundaðar dýnur þekja steinsteypta bekkina í ágætis stíl við rimlana sem vísa út að veggfóðruðum glugga. Ég kem mér í þægilega stöðu upp við einn vegginn og bíð.
Engin klukka er í klefanum og hef ég nú misst allt tímaskyn. Það er rauður takki á veggnum, ég ýti á hann. Ég bíð í rúma mínútu, langur gráhærður maður í blárri skyrtu kemur inn í klefann, hann virðist ekki hafa áhyggjur af því að ég reyni að sleppa. Hann spyr, “Hvað viltu?” með hálf leiðinlegum tón. Ég ætla að spyrja hann hvort ég fái að reykja, ég hætti við. Í stað spyr ég hann hvort að ég fái að tala við ungu lögregludömuna sem læsti mig hér inni. Hann lokar klefanum, ég heyri þung skref er hann labbar burt. Stuttu síðar kemur fallega ljóshærða lögreglustúlkan aftur inn í klefann, hún sest við hliðina á mér og spyr mig hvort það sé ekki í lagi. Jú segi ég, bara gott að fá smá félagsskap. Ég spyr hana hvað hún heiti, Eyrún segir hún, því næst spyr ég hvað henni finnst um það sem ég gerði, hún brosir en segir ekki neitt. Því næst spyr ég hana hvort hún vilji fá sér sígó með mér, hún segir mér að bíða augnablik. Hún fer fram og skilur hurðina eftir opna, ég reyni ekki að flýja. Hún kemur stuttu seinna með 2 Camel filters og kveikjara. Hún lokar klefanum og sest við hlið mér, það kemur bros yfir mig. Hún kveikir í báðum sígarettunum, það kemur löng þögn, fyrir utan spjall í tveimur djúprödduðum karlmönnum í næsta klefa, þeir tala eitthvert austur evrópskt tungumál. Hún brýtur þögnina með sterkum orðum “Þú stóðst þig vel í dag”. Ég horfi í augun hennar, við hlægjum bæði, hún tekur utan um mig. Mér líður vel.

Hurðin á klefanum rýkur upp með látum, Eyrún er ekki lengi að rjúka á fætur og kasta sígarettuni undir bekkinn. Einar ýtir Eyrúni, hún horfir í augun á mér, hún labbar út. Einar labbar upp að mér, í fylgd hans er annar lögreglumaður, varla orðinn tvítugur, Einar er alvarlegur á svip. Hann rífur mig upp og segir mér að ég sé ákærður fyrir vopnaða árás og morð á Sigurjóni Bertelssyni. Ég verð stjarfur, andlit mitt hitnar, ég fæ kökk í hálsin, reyni að halda niðri í mér grátinum, adrenalín byrjar að flæða um líkaman, en ekki á góðan hátt líkt og fyrr um daginn.
Helvítis róninn hafði drukknað í baðkarinu.


3 Mánuðum seinna.
Dv:” Haraldur Ísak Haraldsson var í gær dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir morðið á Sigurjóni Bertelssyni, í kærunni segir að Haraldur hafi dregið mannin sem var ofurölva heim til sín og drekkt honum á baðherbergi í íbúðinni. Sama dag réðist Haraldur inn á heimili Beinteins Brjánssonar, sló hann ítrekað með kylfu og svipti hann frelsi. Haraldur var sýknaður öllum kærum gegn Beinteini.
Liðinn er langur tími frá hinum örlagaríka degi, en ég held áfram að melta þá asnalegu óheppni að vera dæmdur ranglega á Íslandi. Eyrún hefur heimsókt mig eins oft og hún getur, hún trúir því að ég hafi ekki banað Sigurjóni róna, hún segist elska mig. Ja hérna hér.

Endi