3. kafli loksins hér.. afsakið leti mína og ég vona að þetta sé ekki letdown
Kafli 1
Kafli 2



Innilokunarkenndin gerði vart við sig.
Á svona nýju fangelsi voru engir gluggar, bara loftræsting sem sá um að hreinsa loftið.
Þetta var eins og að vera í einangrun. Ég er ekkert geðveik, gæti orðið það eftir einhvern tíma þarna inni.
Ég vissi að það myndi ekki virka að reyna að þjösnast á hurðinni, ekki eins og hún hrykki úr lás, þetta var nú einu sinni fangelsi.
Hljóð. Hvaða hljóð var þetta?
Ég sneri mér á bakið. Úff, hvert fór allur krafturinn sem ég hafði fyrr í kvöld? Núna gat ég varla haldið mér uppi.
Maginn. Verkurinn reið yfir. Hvað í fjandanum var það sem hann gaf mér?
Ég lá í hnipri á gólfinu þegar ég heyrði hljóðið aftur.
Smellur í hurðinni, kunnugleg rödd heyrðist. “Fer vel um þig þarna á gólfinu?”.
Mike var kominn aftur.
Ég fann hvernig hjartslátturinn varð örari, blóðið þandi út hverja æð, mér fannst gagnaugun vera að sprengja á mér hausinn.
Blóðið rann út um allt innaní mér, nema í andlitið. Mér var kalt í framan, örugglega náföl. Það var erfitt að anda. Ég leit upp á hann.
Hann glotti. Helvítis ógeðið gerði mér þetta þá!
Ég reyndi ekki einu sinni að koma upp orði, ég vissi að það myndi ekki takast.
Hann þagði, ég þagði. Þögnin var yfirþyrmandi.
Ég sneri mér á hliðina og leit aftur á hann. Hann var ennþá brosandi og horfði bara á mig eins og hann væri að bíða eftir einhverju.
„Ógeðið þitt“ rétt náði ég að kreista upp áður en ég missti kraftinn og hausinn lenti í gólfinu.
Ég vissi ekki hvort þetta hefði verið til þess að hann hætti að brosa, en það næsta sem ég fann var stígvélið hans í maganum á mér. Hann hafði sparkað í mig.
„Hvað kallaðiru mig?“ sagði hann hin rólegasti.
Ég gat ekki svarað, ég gat varla andað.
Aftur kom þögnin og hægði á tímanum, sekúnda leið eins og mínúta og mínúta eins og klukkustund, þetta var yfirþyrmandi.
Hann spurði aftur, ekki eins rólegur og í fyrra skiptið.
„Hvað kallaðiru mig?“.
Ég lá bara grafkyrr, tárin runnu hljóðlega niður að eyra og í hárið á mér.
Allt í einu var ég rifin upp á upphandleggjunum og við mér blasti andlit hans.
Dökku augun hans voru ekki eins falleg og fyrst þegar ég hafði séð hann, þá var hann hetja, eða það hélt ég.
„Hvað kallaðiru mig!?“.
Ég starði á hann. Blikk.
Þegar ég opnaði augun var ég ekki í fangelsinu, hvar ég var vissi ég ekki en Mike var ekki þarna, sem batur fer.
Hafði liðið yfir mig? Hvað hafði gerst?
Maginn minn var enn að fara í kollhnís inni í mér með þeim afleiðingum að ég ældi fram af bekknum sem ég lá á.
Ég var orðin svo rugluð á öllu þessu að ég var vægast sagt farin að óska þess að einhver kæmi bara til að drepa mig, ljúka þessu af og hætta þessum pyntingum.
Ælulyktin var skelfileg, gamall kvöldmatur síðan kvöldið áður og magasýrur, hálsinn var sár eftir að hafa kastað upp og eftirbragðið var ógeðslegt.
Ég ældi aftur og aftur, hver ælan eftir hvor annari verri.
Ég var misnotuð, særð og máttlaus.
Hugur minn var uppfullur af vonleysi og hræðslu við hvað kæmi næst.
Ég þakka Mike þó fyrir það að gera mér þann greiða að nauðga mér ekki meðan ég var við meðvitund, stundum er bara betra að þurfa ekki að vita allt.
Þessi staður, ég veit ekki hvað ég var lengi þarna inni, mig langaði heim, aftur í tímann þegar allt var í lagi, mamma á lífi og bróðir minn ekki morðingi.
Carmen.
Ég varð óróleg, hvar var litla systir mín? Hvað hafði komið fyrir hana?