Blóðfórn 15. hluti Jæja, síðasti hlutinn kominn inn, vona að ykkur hafi fundist gaman að sögunni =D
En eins og ég segji, maður veit aldrei hvort maður haldi áfram eftir sumarið =P




Tvem vikum seinna tók Egill Katrínu inná stöðina. Hún var búin að jafna sig ágætlega og beið nú yfirheirslu. Egill ákvað að yfirheira hana sjálfur, Jonni myndi taka of hart á henni. Egill sat nú inn í meðalstóru herbergi þar sem einu húsgögnin voru stólar og eitt borð. Katrín sat á öðrum stólnum en Egill á hinum. Katrínu leið eitthvað óþægilega, hún leit órónleg í kringum sig.
,,Katrín, geturðu sagt mér hvað gerðist kvöldið sem foreldrar þínir voru myrtir?‘‘ Spurði Egill rólega.
,,Ég var ekki heima.‘‘ Sagði hún stutt í spuna.
,,Ertu viss um að þú vitir ekkert um það?‘‘ Spurði Egill.
,,Já, alveg viss.‘‘
,,Veistu hvað strákurinn heitir sem þú varst alltaf með?‘‘ Spurði Egill vongóður. Katrín svaraði ekki alveg strax svo:
,,Hann heitir, mm, Páll.‘‘ Sagði hún og leit niður á borðið. Egill var vonsvikinn. Hann vissi að hún var að ljúga.
,,Á hann barnið sem þú gengur með?‘‘ Spurði Egill. Katrín þagði. Egill tók því sem hann ætti það.
,,Tók hann þig með valdi?‘‘ Spurði Egill svo. Katrín hristi höfuðið. Loksins, einhver sannleiki, hugsaði Egill. Hann hélt áfram að spyrja hana spurninga um hvarf hennar og morðin, en hún svaraði öllu neitandi. Að lokum gafst Egill upp og leyfði henni að fara. Hún sagðist ætla að gista hjá vini. Þegar Egill var kominn aftur inná skrifstofuna sína kom Jonni til að tala við hann.
,,Leyfðirðu stelpunni að fara?‘‘ Spurði hann reiðilega.
,,Já, ég hafði engra kost völ, hún neitaði að segja neitt.‘‘
,,Þú hefðir getað látið mig tala við hana!‘‘ Sagði Jonni og horfði reiðilega á Egil.
,,Ég veit að þú hefðir ekki heldur náð neinu uppúr henni, hún var mjög staðföst.‘‘
,,Ég heyrði að þú hefðir ekki einu sinni látið fylgjast með henni? Ertu bilaður? Það sjá það allir heilvtirir menn að það hefur verið ráðist á hana!‘‘ Sagði Jonni.
,,Við náum aftur í hana á morgun. Hún sagðist ætla að gista hjá vinkonu sinni.‘‘ Sagði Egill rólega. Jonni starði á hann.
,,Annað hvort ertu bara svona heimskur eða hún er virkilega góður lygari! Auðvitað fer hún ekki til vinar síns! Við erum búin að týna henni!‘‘ Sagði Jonni.
,,Enga vitleysu, hún fer ekkert.‘‘ Sagði Egill. ,,Slakaðu á. Þú færð að tala við hana á morgun.‘‘
En Jonni hafði rétt fyrir, morguninn eftir fannst hún ekki. Löggan hringdi í alla þá sem hún þekkti en allir sögðu að hún væri ekki hjá þeim. Egill var rekinn úr lögreglunni fyrir þetta.

Ég labbaði útaf lögreglustöðinni og hugsaði mikið um það sem hafði gerst undanfarna daga. Ég hafði hlaupið alveg rosalega mikið og fallið í yfirlið. Þegar ég vaknaði lá ég á sjúkrahúsinu. Það komu menn til að tala við mig um morð foreldra minna, en ég gat ekki sagt neitt sem gat hjálpað þeim án þess að leiða þá út í sannleikann um Matta. Síðan sögðu þeir að ég væri ólétt! Ég held ekki. Það er best að ég athugi það sjálf, ég meina, hvernig áttu þeir eiginlega að vita það? Þeir eru bara einhverjar löggur.
Ég labbaði eftir gangstéttinni, ég vissi ekkert hvert ég átti að fara, ég hafði sagt lögregluþjóninum að ég ætlaði að gista hjá vini, en ég hafði engann vin til að gista hjá. Eini vinurinn sem ég hafði átt er líklega dáinn núna. Ég gekk hraðar. Áður en ég vissi var ég komin að húsinu mínu. Hvað var í gangi? Það var allt girt og löggur voru að skoða staðinn. Ég rétt náði að smeygja mér úr augsýn áður en einhver myndi sjá mig. Í staðinn stefndi ég í átt að íbúðinni hans Matta. Hún var á annari hæð og ég gæti klifrað upp á svalirnar og fundið opinn glugga. Þannig þegar ég kom að blokkinni fór ég aftur fyrir hana, þar sem garðurinn var. Þar sem það var frekar dimmt voru engir krakkar úti að leika sér.
Ég horfði á blokkina og reyndi að reikna út hvar íbúðin hans Matta væri. Að lokum fann ég svalirnar og byrjaði að klifra. Það gekk seint þar sem ég var enn veikburða eftir alla spítalaleguna, en þetta hófst og ég hífði mig upp á svalirnar hans Matta. Það var mikið vesen að komast inn þar sem eini glugginn sem var opinn var mjög lítill. En þar sem ég haðfi horast að undanförnu var þetta ekki eins erfitt. Ég hoppaði niður og var stödd inní svefnherberginu hans. Rúmið hans var óumbúið, eins og það hafði verið þann morgunn sem ég vaknaði hér. Ég andvarpaði og opnaði fataskápinn, ég var enn í illa lyktandi spítalafötunum, þar sem ég hafði ekki nein föt til að fara í á spítalanum, enginn kom að heimann með hrein föt og öll nýjustu slúðurblöðin. Enginn til að segja að allt myndi verða allt í lagi.
Ég fann buxur sem pössuðu nokkurn veginn á mig, en ég þurfti að nota belti til að þær myndu ekki detta bara niður. Þá fyrst tók ég eftir því að ég var orðin alvarlega horuð. Það lá við að ég gæti vafið beltinu tvisvar up mjaðmirnar. Ég fann stuttermabol, sem var allt of stór á mig, enda bolurinn hans Matta. Ég tók þessi föt til og líka sokka sem hafði fundið ofan í skúffu og fór síðan í sturtu. Ég var mjög lengi í sturtu, ég þvoði á mér hárið og svona, en siðan stóð ég bara undir sturtunni og starði eitthvað. Hvernig gat þetta allt gerst á svona stuttum tíma? Hvernig getur þetta gerst við venjulega manneskju. Fyrir einum mánuði var ég bara venjuleg stelpa sem átti tvær bestu vinkonur og tvo góða foreldra, bjó í venjulegu hverfi og fyrirleit svona skíthæla eins og stráka sem yfirgefa mann bara. Á þessum mánuði breyttist það allt. Ég varð vitni að þrem morðum, fann fyrir sannri ást, glataði henni, varð ólétt og var tekin föngum af einhverjum sem voru næstum vapmpírur, varð næstum því mannafóður, slapp, lenti á spítala og var yfirheyrð útaf morðinu á foreldrum mínum. Núna átti ég ekkert heimili, ég átti ekkert. Ég var búin að missa allt.
Ég fór úr sturtunni, þurkaði mér og klæddi mig. Ég burstaði á mér tennurnar og greiddi hárið á mér og lét það svo í tagl. Ég leit í spegilinn. Ég var orðin rosalega kinnfisksogin og var enn með bauga undir augunum. Ég hafði aftur fengið smá lit í húðina en var samt enn föl. Ég fór fram í stofu og settist niður í sófann. Nú fyrst tók ég eftir nokkrum blóðblettum á gólfinu fyrir framan mig. Ég vissi hvað hafði gerst, Matti hafði sagt henni hvernig hann fékk sárin á bakinu, fimm svipuhögg. Ég hryllti mig. Síðan fór ég í ískápinn og fann brauð, ost, smjör og appelsínusafa. Ég fékk mér og borðaði eins mikið og ég gat, mér veitti ekki af því. Síðan fann ég fyrir yfirþyrmandi þreytu og fór inní svefnherbergið og lagðist í rúmið. Ég sofnaði um leið og höfuðið snerti koddann. Ég svaf alveg langt fram eftir, næsta dag. Ég vaknaði ekki fyrr en það var byrjað að skyggja. Ég sá að klukkan á náttborðinu var fimm mínútur yfir sex. Vá hvað ég svaf lengi! Ég stóð uppúr rúminu, frekar úldin og fór fram í eldhús, fann morgunkorn og fékk mér tvær skálar.
Ég lagaði aðeins hárið á mér í speglinum inná baði, en ákvað síðan að fara út. Það var kominn tími til að athuga hvort það hafi verið eitthvað til í því sem löggan sagði. Ég leitaði að bíllyklunum hans Matta, loks fann ég þá undir stofuborðinu og dreif mig út. Ég keyrði að næsta apóteki, sem tók mig ekki langann tíma þar sem Matti bjó ekki langt frá mér, þannig ég þekkti umhverfið. Ég drap á bílnum, steig út og gekk inní apótekið. Ég leitaði af óléttuprófi og fann það í hillunni nærst afgreiðsluborðinu. Ég tók eitt þannig og labbaði að afgreiðslukassanum. Konan í afgreiðslunni var frekar úldin og var ekkert sérstaklega glöð yfir að fá einn kúnna. Hún skannaði pakkningarnar og sagði mér verðið. Þegar ég rétti henni peningana, sem ég hafði fundið heima hjá Matta, leit hún upp og grandskoðaði mig.
,,Hei! Ert þú ekki stelpan sem er búin að vera týnd? Þessi Katrín?‘‘ Spurði hún.
,,Nei, ég er ekki hún, ég er bara dálítið lík henni.‘‘ Sagði ég og flýtti mér út. Afgreiðslukonan horfði rannsakandi á eftir mér. Ég keyrði aftur að íbúðinni hans Matta og flýtti mér upp stigann (Það voru lyklar að blokkinni á bíllyklinum) og opnaði hurðina að íbúðinni hans og skellti á eftir mér. Ég skildi að ef ég vildi ekki verða aftur fyrir yfirheirslu yrði ég að fara. Það var greinilega búið að auglýsa að ég hefði verið horfin.
Ég fór inná bað og lokaði á eftir mér, það var vani. Ég settist niður og opnaði pakkningarnar utan af óléttuprófinu og las leiðbeiningarnar. Ef prófið væri jákvætt kæmi broskall á litla skjáinn, en ef prófið væri neikvætt kæmi fýlukall. En frumlegt. Ég lét nokkra dropa leka á mælinn og lét hann síðan á vaskinn. Nú þurfti ég bara að bíða í sjö mínútur og þá kæmi niðurstaðan í ljós. Ég var kvíðin, ef ég væri ólétt vissi ég vel hver pabbinn var, en hann var ekki hér og myndi líklega aldrei koma aftur. Barnið myndi alast upp án föðurs og hjá fátækri móður. Ég átti ekki neina peninga nema einhverja smápeninga sem ég fann heima hjá Matta. Barnið myndi alast upp í eymd og volæði, aldrei nógur matur til, alltaf hafa áhyggjur hvort þau myndu sofa úti eða finna eitthvað strætóskýli. Ég leit á klukkuna, það voru liðnar átta mínútur. Ég leit á mælirinn og fékk áfall. Það var broskall á honum. Ég labbaði yfir í rúmið hans Matta og henti mér í það og lá þar og grét. Ég sofnaði síðan nokkuð seinna og vaknaði næsta morgun klukkan átta. Ég fór fram úr, augun á mér voru rauð og ég fann fyrir miklum tómleika inní mér. Ég hafði misst allt, en áttaði mig ekki á því fyrr en ég missti Matta. Matti hafði fyllt upp í tómarúmið sem áður höfðu verið fyrir vinkonu mínar og foreldra mína. Hann hafði séð til þess að ekkert myndi gerast við mig, en áttaði sig ekki á því að það versta sem gat gerst við mig var að missa hann.
Ég ákvað að ég þurfti að komast burt héðan. Það var leitað að mér hér og ég varð að fara.
Ég lagaði á mér hárið, fléttaði það og þvoði mér í framan. Ég leit betur út núna. Ég leit á óléttuprófið sem var ennþá á borðinu frá því í gærkvöldi, það var ennþá broskall á honum. Hvernig gat það verið gleðilegt að eignast barn með manni sem myndi aldrei sjá það. Hvernig gat það verið gleðilegt fyrir einhvern að eignast barn svona ung, með ekki neitt heimili, enn síður peninga eða neitt til að geta hugsað um barnið. Barnið myndi fæðast inní volæði, en ég gat ekki eytt því, hafði hvorki peninga né illsku í það.
Ég reif mig uppúr hugarórum mínum og stóð upp. Ég yrði að fara að pakka. Ég fór í fataskápinn hans Matta og fann föt sem ég gat notað. Ég leitaði um alla íbúðina að peningum til að sjá fyrir mat og fleiri þarfir. Ég fann dálítinn pening sem gæti dugað í kannski tvær vikur. Ég yrði að fá mér vinnu. Þegar ég var búin að finna allt sem ég gat notað og pakkað því ofan í tösku náði ég í bíllyklana hans Matta. Ég fann bílinn á bílastæðinu og setti töskuna í aftursætið en settist sjálf í bílstjórsætið og ók af stað.
Ég ferðaðist nær allann daginn, stoppaði einu sinni til að láta smá bensín á hann og fá mér að borða en ók síðan aftur af stað. Ég ferðaðist svona í eina viku, svaf í bílnum og borðaði tvær léttar máltíðar á dag, ég var nær alltaf svöng og mér var oft óglatt. Ég stoppaði einu sinni í litlum og þægilegum bæ og ákvað að gista á litlu hóteli þar, maðurinn sem átti það setti upp fáránlega lágt verð, enda voru herbergin í algjörri niðurníslu, en þetta var betra en ég hafði haft undanfarna daga. Ég kom mér fyrir í herberginu og lagðist á rúmið, það heyrðist ískur. Ég lagðis niður, dýnan var þunn og óþægileg en samt sofnaði ég nærri strax. Þegar ég vaknaði var komið fram á kvöld og ég gat mögulega ekki farið að sofa aftur þannig ég ákvað að gera mig aðeins til og fara og fá mér einn drykk á barnum niðri í bæ.
Ég gekk inn um dyrnar á bar sem hét Billa bar. Það var mjög þungt loft þar eins og það hefði ekki verið opnaður glugginn þarna í marga mánuði. Þetta var frekar subbulegur bar, allt út í gömlu áfengi og sums staðar sá ég ælu. Ojæja, bara einn drykkur og svo fer ég. Ég settist við barinn og pantaði eina margarita, mig hafði alltaf langað til að smakka þannig. Mér fannst það gott og ég fékk mér annan þegar ég var búin með hinn. Á meðan ég drakk var maður hinum meginn við barinn að horfa á mig. Hann var ljóshærður með há kinnbein, bogið nef og þunnar varir. Hann var smávaxinn, þó hann væri aðeins hærri en ég, en það munaði ekki miklu.
Þegar ég var búin með annað glas stóð hann upp og gekk til mín.
,,Má bjóða þér drykk?‘‘ Spurði hann og rétti upp fimmhundruð kalla seðil. Ég hafði ekki tekið mikinn pening með mér af hótelinu og var orðin dálítið blönk þannig ég þáði það.
,,Ég heiti Lúkas, hvað heitir þú?‘‘ Spurði hann þegar ég var komin með þriðja drykkinn minn. Ég hugsaði fljótt. Ef ég myndi segja rétta nafnið mitt myndi hann kannski muna eftir að hafa séð mig auglýsta eða eitthvað. Ég varð að ljúga.
,,Ég heiti Rakel.‘‘ Svaraði ég. Og þannig byrjaði mikið samtal sem átti sér stað nær allt kvöldið. Lúkas keypti alltaf fleiri og fleiri drykki handa mér. Ég vissi að ég mátti ekki drekka, en þetta var bara einu sinni. Þega klukkan var orðin nokkuð margt spurði Lúkas hvort hann ætti ekki að skutla mér heim. Hann hafði sjálfur ekki fengið sér einn drykk. Ég þáði það, ég fann vel á mér og gekk dálítið skrikkjótt. Lúkas hjálpaði mér út í bílinn en settist sjálfur í bílstjórasætið. Hann keyrði af stað og ég sagði honum hvar ég gisti. Við keyrðum að hótelinu og svo framhjá því.
,,Hei, þetta var hótelið mitt.‘‘ Sagði ég og benti út. Lúkas sagði ekki neitt. Hann hélt áfram að keyra í gegnum bæinn þar til við komum að litlu húsi rétt við bæjarmörkin.
,,Þetta er ekki hótelið…‘‘ sagði ég frekar ringluð á meðan Lúkas hjálpaði mér inn í húsið. Hann opnaði eina hurðina og við vorum þá stödd inn í litlu svefnherbergi. Það sem tók mesta plássið var stórt tvíbreytt rúm í miðju herberginu. Hann hrinti mér á rúmið og reif af mér fötin.
,,Hei hvað ertu að gera, ekki…‘‘ Sagði ég en hann hætti ekki, hann hélt áfram. Ég var of ringluð til að geta gert eitthvað af ráði. ,,Nei, ekki, gerðu það…‘‘ Sagði ég veiklega þegar hann byrjaði að hamast á mér. Mér var hugsað til Matta og hvað hann myndi gera ef hann hefði komist að þessu. Mér varð óglatt og tárin fóru að leka niður kinnarnar, bæði útaf Matta og útaf því hvað Lúkas var að gera við mig.
,,Nei, ekki gera þetta,‘‘ grét ég áfram. Lúkas sló mig. Ég grét enn meira. Lúkas hamaðist á mér lengi en síðan loksins fékk hann nægju sína og hætti. Nú lá hann ofan á mér, másaði ofan í hálsinn á mér. Ég gat ekk hreyft mig, ég var örmagna og ég fann að blóð lak niður innanvert lærið mitt. Ég var mjög þreytt, augnlokin sigu og ég sofnaði.
Ég vaknaði síðan morguninn eftir og það tók mig nokkrar sekúndur að átta mig á því hvar ég væri, hvað ég væri að gera hérna og hvað hafði gerst. Þegar ég mundi það fann fyrir nístandi sársauka í maganum og rosalegur höfuðverkur. Ég reisti mig upp og sá fötin mín þarna á gólfinu. Ég leit í kringum mig, Lúkas var ekki hérna inni. Ég dreif mig fram úr og flýtti mér í fötin. Ég opnaði hurðina hægt, til að kíkja fram á gang. Ég sá Lúkas ekki neins staðar þar svo ég læddist fram. Það tók mig smá stund að átta mig í hvaða átt ég átti að fara, þar sem ég hafði verið nokkuð full í gærkvöldi. Ég fór gegnum eldhúsið og inní forstofuna. Ég var rétt svo að fara að teygja mig í dyrhúninn þegar ég heyrði rödd fyrir aftan mig.
,,Ertu að fara eitthvað?‘‘ Spurði Lúkas og horfði illkvitnislega á mig.
,,Láttu mig vera, helvítis perrinn þinn!‘‘ Hreytti ég á hann. Hann teigði sig snöggt eftir handleggnum og hélt svo fast að það var sárt.
,,Þú ert ekki að fara neitt!‘‘ Hann hristi mig aðeins til. ,,Hvert ættirðu svo sem að fara? Um leið og ég sá þig sá ég að þú værir ein af þeim sem á ekkert heimili. Mér sýndist þú þurfa heimili þannig ég ætla að bjóða þér þetta: Þú verður áfram hérna og færð þak yfir höfuð, mat og hvíld gegn smá greiða og það að þú tekur til hér. Hitt tilboðið er að þú farir, ég finn þig og drep þig. Þú velur.‘‘ Sagði hann og glotti illkvitnislega.
,,Ég gæti bara farið til lögreglunnar! Þú myndir aldrei ná að drepa mig!‘‘ Sagði ég.
,,Heldurðu að ég viti ekki hver þú ert? Þú ert Katrín sem er alltaf verið að auglýsa eftir. Mér skilst af þessum ferðalögum þínum að þú vilt ekki fara til lögreglunnar þannig ég stór efa að þú farir til löggunar!‘‘ Ég horfði reiðilega á hann. Nú þurfti ég að hugsa fljótt. Mig vantaði húsaskjól, fyrir barnið og fyrir mig. Ef ég myndi halda áfram að ferðast þá myndi ekki líða að löngu þar til ég hefði enga peninga, engann mat og ekkert húsaskjól. Hann vissi greinilega hvað hann var að gera. Ég andvarpaði og kinkaði kolli. Ég var búin að ákveða að ég yrði að hugsa um hagsmuni barnsins. Lúkas sleppti mér og stakk tungunni inní munninn á mér. Þetta var ógeðslegt en ég gat ekkert gert, hann myndi drepa mig.

8 mánuðum seinna

Lúkas keyrði eins hratt og hann gat á sjúkrahúsið á meðan ég lá í aftursætinu og stundi. Þetta var virkilega sárt. Ég hafði misst vatnið fyrir stuttu og hríðirnar voru farnar að skella á mér.
,,Loksins að þú gast drullað þessu barni úr þér!‘‘ Sagði Lúkast úr framsætinu og horfði á mig engjast um þegar ein hríðin skall á.
,,Æji þegiðu, drulludelinn þinn,‘‘ Sagði ég þegar hríðin var yfirstaðin. Lúkas horfði reiðilega á mig. Við vorum komin á sjúkrahúsið eftir fimm mínútur og Lúkas hjálpaði mér úr bílnum og studdi mig að bráðamóttökunni.
,,Hún er að fæða barn!‘‘ Kallaði hann til einnar einkennsiklæddar konu. Hún flýtti sér að mér og hjálpaði Lúkasi að halda mér standandi.
,,Við þurfum hjólastól hérna og gerið stofu 16 tilbúna!‘‘ Kallaði konan að hópi af læknanemum, þeir flýttu sér að fara að því og konan ýtti mér í hjólastólnum að lyftunni og síðan upp eina hæð og inní hvíta stofu með legubekk og einhverjum tækjum í kring. Hún hjálpaði mér að leggjast á bekkinn og akkúrat þegar ég var búin að koma mér fyrir fór yfir önnur hríð og það lá við að ég öskraði. Lúkas horfði bara á út í horni.
Nokkru seinna kom inn læknir með hóp af einkennisklæddu fólki. Ég engdist um þegar hríðir skullu á og það varð alltaf sífellt styttra á milli þeirra. Ég rembist við að koma barninu í heiminn í margar klukkustundir. Ég var orðin kófsveitt af áreynslu. En loksins hafðist þetta.
,,Ég sé í hausinn! Haltu áfram, svona rembast!‘‘ Kallaði læknirinn til að yfirgnæfa hálfkæfð ópin í mér. Ég hélt áfram að rembast þar til ég fann að barnið kom út. Það byrjaði að gráta. Læknirinn tók það og skoðaði.
,,Það er lítil prinsessa!‘‘ Sagði hann og rétti einum sjúkraliðanum hana. Hann beið eftir fylgjunni og ég rembdist í eitt loka skipti og fylgjan rann út. Nú átti bara eftir að klippa naflastrenginn. Læknirinn sneri sér að Lúkasi, sem var enn út í horni og hafði bara horft á.
,,Ætlar þú að klippa á?‘‘ Spurði læknirinn hann. Lúkas hikaði en áður en hann náði að segja neitt sagði ég:
,,Ég ætla að klippa á.‘‘ Og læknirinn rétti mér skærin frekar undrandi. Ég klippti og tók hana síðan í fangið. Hún hætti að gráta. Ég strauk henni um hausinn, hún var með rosalega mikið hár af nýfæddu barni að vera. Það var kolsvart.
Ég dvaldi á spítalanum í nokkra daga en fékk síðan að fara heim með barnið. Lúkas hélt að hann ætti það. Ég hafði aldrei sagt honum frá Matta og ætlaði mér ekki að nefna það við hann. Í fyrsta skipti sem stelpan opnaði augun fyrir alvöru varð ég svo undrandi að ég starði. Hún var með nákvæmlega eins augu og Matti, dökkbrún og stór. Þetta var fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tíman séð. Ég ákvað að skíra hana Ásu. Mér hafði alltaf fundist það svo fallegt nafn. Ég strauk svart hárið á henni.
,,Litla Ása, bara að pabbi þinn gæti séð þig…‘‘ Hvíslaði ég að henni.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.