Blóðfórn 14. hluti Ég hef ákveðið að klára söguna að vissum punkti en ekki skilja ykkur eftir í miðri sögunni.
Þessi hluti er óvenjulangur og lík verður næsti en hann verður líklega síðasti kaflinn í sumar.
Þá allavega endar þetta á þægilegri nótunum.
Hafið gaman =D





,,Hvað er að?‘‘ Spurði ég. Hann færði sig aðeins nær rimlunum.
,,Mig kvíður fyrir hvað á eftir að gerast. Þeir eru ekki vanir að geyma, hmm… svikarann og fórnarlambið svona lengi. Ég var bara að spá í hvað þeir ætlast fyrir.‘‘
,,En ég var heppin að þeir skildu ekki drepa mig á staðnum, right?‘‘
,,Ég veit ekki um það. Þeir geta gert ýmislegt hræðilegt.‘‘
,,Þú talar um þá eins og þú sért ekki einn af þeim, en þú varst það. Varstu alveg eins og þeir?‘‘ Ég hugsaði til þess sem Helena hafði sagt; Þú ert sonur höfðingjans. Þú ert blóðþyrstari en allir aðrir. Ég hryllti mig við tilhugsunina um að hún hefði haft rétt fyrir sér. Matti þagði í smá stund en sagði svo:
,,Ég var og er alltaf dálítið… Öðruvísi. Faðir minn er mesti höfðingi ættbálksins og ég fékk þess vegna oftar blóð en aðrir krakkar. Það hefur sakað að ég hef þurft blóð einu sinni í mánuði, sem er meira en hjá þeim venjulegu. Ég er háðari blóði en aðrir. Ég get ekki breytt því.‘‘ Hann horfði kvíðinn á mig til að athuga hvernig ég tæki þessu. Ég gat ekki sagt neitt, ég hafði ekki neitt svar við þessu. Það varð vandræðaleg þögn á milli okkar. En svo sló Matti á aðeins léttari nótur og vildi fá mig í frúina í hamborg. Ég neitaði í fyrstu en samþykti það að lokum. Við vorum í því í dálitla stund þar til við heyrðum dyrnar opnast við endann á ganginum. Við litum kviðin hvort á annað. Inn um dyrnar fóru Nokkrir einkennisklæddir verðir, gamli maðurinn, einhver kona með snjóhvítt og sítt hár, og Helena. Það var greinilega komið að því að ákveða hvað yrði gert við okkur. Verðirnir, gamli maðurinn, konan og Helena stoppuðu fyrir framan klefana okkar. Gamli maðurinn hvíslaði einhverju að einum varðanna og hann tók strax viðbragð. Hann gekk í átt að klefanum mínum, opnaði og dróg mig út. Opnaði síðan klefann hans Matta og fleygði mér inn. Ég lenti á hörðu steingólfinu og skrámaði mig á hnénu. Matti flýtti sér til mín til að aðstoða mig að standa upp, tók svo í hendina á mér. Allir horfðu með svívirðingu á það eins og Matti hefði verið að taka upp hundakúk með berum höndum. Gamli maðurinn ræksti sig.
,,Matteus Akademus Helsinki. Þú hefur sýnt algjöra vanvirðingu við ættbálk þinn og svikið okkur öll. Ég, sem höfðingi ættbálksins, hef þó mildað dóminn vegna stöðu þinnar innan ættbálksins, og vegna þess að þú ert sonur minn. En engu að síður hlýtur stelpan tafarlausan dauða, eins og hefði átt að gera í fyrstu. Ég ákvað að það væri hluti af þinni skyldu að klára verki þínu, og skipum þér að drepa hana.‘‘ höfðinginn horfði á Matta ógnandi augum. Ég sá að bræði og ótti toguðust á inni honum. Hann var greinilega að reyna að ákveða hvað hann ætti að gera. Ég vissi að hann myndi ekki drepa mig sjálfviljugur, en ef hann myndi ekki gera það, myndi einhver annar gera það. Síðan hélt höfðinginn áfram.
,,Áður en þú lýkur verki þínu muntu hljóta fimmtán svipuhögg fyrir svik þín. Ef þú neitar að drepa stelpuna verða þau fleiri.‘‘ Hann benti einum verðinum á að opna klefann.
,,Bindið stelpuna við rúmið. Hún á ekki að koma og hjálpa honu,‘‘ Svo ég var bundin við rúmið. En ég fór ekki þegjandi og hljóðlaust. Ég braust um og öskraði eins og ég gat, beit og klóraði. Að lokum náðu verðirnir að binda mig við rúmið svo ég gat ekki staðið upp. Ég horði á þá ráðast næst á Matta. Það tók meiri tíma að ná honum og halda honum kjurrum. Að lokum náðu þeir því og rifu hann úr skyrtunni. Þeir tóku umbúðirnar af svo nú sást í sárin á bakinu. Þau voru orðin að smá skrámum núna. Ég vissi hvað var í vændum fyrir Matta og reyndi að losa mig undan reipinu. Það tókst ekki. Ég sá óttann skína úr augunum á Matta þegar höfðinginn reisti svipuna til höggs og lét högginn skella á honum af svo miklum krafti að það myndaðist stór skurður við hvert högg. Helena stóð hjá og horði á. Ég var ekki viss um hvort ég sá vorkunn eða fyrirlytningu í augunum á henni, hún var gjörsamlega svipbrigða laus á meðan Matti öskraði af sársauka. Ég fékk tár í augun þegar ég heyrði kvalaópin í honum. Konan með snjóhvíta hárið var líka órónleg. Ég sá að hún var óttaðslegin. Ég giskaði á að fyrst höfðinginn væri faðir Matta væri konan örugglega móðir hans. Það sást fyrir dökkt við endann á síðu hárinu á henni. Matti var meðvitundarlaus síðustu þrjú höggin. Ég vildi fara að hjálpa honum, binda um sárin á honum og segja allt yrði í lagi. En ég gat það ekki. Ég horfði bara á blóðið leka niður bakið á honum eftir fimmtán svipuhögg. Ég sá að hinir í klefana horfðu á blóðið með græðgi í augunum, en enginn vogaði sér að svo mikið sem snerta það. Augun á mér blinduðust af tárum.
,,Leysið stelpuna og setjið hana aftur í sinn klefa. Hún mun hljóta refsingu sína þegar Matteus er búinn að jafna sig nóg.‘‘ Ég var leyst og síðan grýtt inní litla klefann minn. Ég horfði á þá leggja Matta upp í rúmið sem ég hafði verið bundin við, sneru bakinu á honum upp. Seinna kom kona til að þrífa sárin og búa um þau. Hún var greinilega vön því að standast blóð, því hún ekki svo mikið sem kipptist við þegar hún fann lyktina af blóðinu.
Ég reyndi að sofna en það var mjög erfitt. Í fyrsta lagi útaf því Matti lá meðvitundalaus í hinum klefanum, fölur og með stóra skurpi á bakinu, og í öðru lagi útaf því það var ekkert rúm inní klefanum mínum. Ég þurfti að sofa á hörðu steingólfinu og ég skalf úr kulda, þar sem ég hafði ekkert teppi.
Einn dagur leið, svo annar dagur og svo fleiri. Enn lá Matti meðvitudarlaus. Stundum kom einn varðann inní klefann hans og lét nokkra dropa af blóði leka í munninn á honum. Hann sýndi engin viðbrögð. Ég þurfti að dúsa þarna í klefanum og var komin með stór bauga undir augunum af svefnleysi. Ég hafði líka horast rosalega. Það sást vel í rifbeinin mín, því ég fékk bara tvær máltíðir á dag og oftast var það eitthvað lítið og úldið. Mér hafði líka verið rosalega óglatt og ælt. Enginn hirti um það svo ég þurfti að sitja í klefa með ælulykt. Núorðið gat ég varla staðið upp án þess að kúgast.
Lokst rankaði Matti við sér. Hann var mjög veikburða og þurfti að liggja upp í rúmi nær allann daginn. Hann gat varla talað. Ég talaði nú samt við hann, eða reyndi það. Ég var ekki aldrei viss um að hann væri að hlusta. Stundum varð hann svo utan við sig að ég þurfti að hrópa á hann til að fá athygli hans. Þegar Matti var nærri alveg búinn að jafna sig, en það tók nú sinn tíma, þá fór hann að borða meira. Ég skildi það vel, þar sem hann hafði varla snert matinn þegar hann var veikur.
,,Hvað verður um okkur?‘‘ Spurði ég hann þegar hann kom að rimlunum að tala við mig.
,,Ég var kannski heppinn að refsingin skildi vera milduð. En ég veit ekki hvort þú verður svo heppin. Ég veit ekki hvað þeir ætlast til með að halda þér á lífi. Þeir eru alltaf að stönglast á því að ég eigi að drepa þig, en ég mun aldrei gera það.‘‘ Röddin á honum var ennþá svolítið hás.
,,Ég veit þú myndir aldrei gera það.‘‘
Á næstu andartökum voru dyrnar opnar á endanum á ganginum. Ég hélt að það væri bara vörðurinn með matinn, hann kom alltaf um þetta leiti. En þetta var sami skari og kom þegar Matta var refsað, höfðinginn, konan hans, Helena og nokkrir verðir. Matti leit óttaðsleginn á mig. Það var komið að því. Þeir löbbuðu upp að klefunum okkar en stoppuðu síðan. Höfðinginn leit varla á Matta, en starði á mig illkvitnislegum augum. Það var sigurglampi í augunum á Helenu, kona höfðingjans, það er að segja móðir Matta, horfði á Matta eins og hana langaði til að segja eitthvað við hann. Verðirnir voru svipbrigðalausir.
,,Takið hann og látið hann inní klefann hennar.‘‘ Skipaði hann nokkrum vörðum sem tóku strax viðbragð. Þeir opnuðu klefann hans Matta og ætluðu að reyna taka hann og draga inní klefann minn. En Matti kærði sig ekki um að vera sýnd slík óvirðing og gekk sjálfur inní klefann minn. Helena gekk líka inní klefann. Síðan var klefanum lokað. Matti gaut augunum á Helenu sem starði á móti.
,,Matteus Akademus Helsinki. Við skipum þér nú að drepa þessa stelpu, sem þú sveikst ættbálk þinn fyrir. Aðeins þannig getur þú sýnt tryggð við ættbálkinn. Ef þú neitar mun hún samt deyja af þínum völdum. Þú velur hvort þú vilt fá virðingu aftur innan ættbálksins eða ekki. Hvort sem er, muntu drepa hana, viljugur eða ekki.‘‘ Sagði höfðinginn hárri röddu svo allir gætu heyrt. Hann rétti út höndina og inn um rimlana. Hann hélt á hníf í útréttir höndinni. Ég sá að þetta var hnífurinn sem Matti hafði alltaf haft á sér. Þeir hljóta að hafa tekið hann af honum á meðan hann var meðvitundarlaus. Matti hvæsti einhver orð á þessu tungumáli sem hún hafði heyrt hann tala áður fyrr, og hrækti síðan á gólfið við fætur höfðingjans. Augu þeirra beggja skutu gneistum.
,,Þú hefur kosið að drepa hana ekki sjálfviljugur. Við tökum því til grófari aðgerða!‘‘ Hann leit á Helenu og gaf henni merki. Hún glotti. Síðan labbaði hún að mér. Ég starði á hana. Hvað ætlaði hún að gera. Hún dróg fram hnífinn sem hún hafði skorið sig með um kvöldið og mundaði honum að mér. Ég bakkaði alveg þar til ég rakst á vegginn. Matti hafði reynt að koma mér til hjálpar, en nokkrir mannanna réðust að honum og héldu honum föstum. Nú var hnífurinn kominn alveg að mér. Helena tók snöggt viðbragð og það myndaðist djúp rák á kinninni á mér. Hún gerði þetta sama við handleggina á mér og hina kinnina, þar til ég var öll út í blóði. Ég reyndi að verja mig, en það gagnaðist ekkert. Ég var varnarlaus. Allir tóku kipp þegar þeir sáu blóðið leka niður. Mig svimaði. Síðan bakkaði Helena út úr klefanum og verðirnir slepptu Matta. Þeir læstu klefanum og stóðu fyrir utan að fylgjast með. Höfðinginn hennti hnífnum hans Matta inn um rimlana.
Matti lokaði augunum og andaði hratt. Hann fann blóðlyktina. Nasirnar á honum þöndust út. Ég varð hrædd. Matti labbaði hikandi að mér. Ég rann niður eftir veggnum, ég gat ekki staðið upprétt lengur. Matti settist líka á móti mér.
,,Þetta er allt í lagi, ég hef stjórn á mér. Í bili.‘‘ Hvíslaði hann að mér og skalf. Ég fól andlitið í höndunum á mér. Mér var rosalega óglatt. Við vorum þannig í smá stund og allir voru að verða óþolimóðir fyrir utan klefann.
,,Þetta virkar ekki!‘‘ Hvæsti Helena að höfðingjanum. Hann skalf dálítið líka.
,,Neyðið blóðið ofan í hann.‘‘ Sagði hann svo. Matti leit við en leit svo aftur á mig. Ég sá að reiðin brann á honum.
,,Þið látið mig vera! Og hana líka!‘‘ Sagði hann síðan þegar einn varðann nálgaðist hann. Vörðurinn kallaði á hina og þeir söfnuðust í kringum Matta og réðust að honum. Ég var of veikburða til að gera neitt. Ég horfði bara hræðslulega á þegar þeir náðu stjórn á Matta, en hann hafði reynt í ofboði að losa sig við þá. Þegar þeir héldu honum loksins nokkurn veginn kjurrum tók einn varðmannana litla flösku af blóði upp úr vasanum. Hann tók tappann af og reyndi að hella blóðinu ofan í munninn á Matta. Matti lokaði munninum og reyndi að streitast á móti. En hann gat lítið gert og vökvinn seytlaði niður hálsinn á honum. Ég sá hvernig hann breyttist. Varð grimmari með hverjum dropanum og augun á honum urðu aftur svo ógeðslega rauð. Varðmennirnir flýttu sér út og lokuðu. Matti andaði hratt. Hann leit á mig. Hann var ekki lengur með sjálfum sér, ég sá það vel. Hann horfði græðgislega á mig, á blóðið sem lak út sárunum mínum. Ég reyndi að stoppa blæðinguna, en það gekk ekki. Matti hafði farið að sækja hnífinn sinn sem faðir hans hafði kastað inní klefann. Hann labbaði síðan hröðum skrefum að mér. Allir fyrir utan horfðu spenntir á. En skyndilega stoppaði Matti. Agun á honum urðu svona smá rauðbrún.
,,Nei!‘‘ Hvíslaði Matti. En svo urðu augun á honum aftur rauð. Hann hélt áfram að mér og kraup við hliðina á mér með hnífinn reistann upp. Það heyrðist hvinur en hnífsblaðið sveigði allt í einu af leið og lent nokkra millimetra við hliðina á höfðinu mínu. Matti var aftur komin með svona rauðbrún augu. Hann sleppti hnífnum og hann titraði svolítið, fastur í veggnum. Hann stóð upp, titrandi.
,,Nei!‘‘ öskraði hann síðan svo bergmálaði. ,,Ég geri þetta ekki, ég…‘‘ Hann fékk aftur rauð augu, síðan aftur rauðbrún. Hann barðist eins og hann gat gegn áhrifum blóðsins og faðir hans og allir sem voru með horfðu reiðilega á þessa baráttu hans. Tárin voru farin að leka niður kinnar mínar.
,,Nei Matti, ekki gera mér þetta.‘‘ Hvíslaði ég svo. Matti heyrði það. Brúni liturinn tók meiri hlutann í augunum núna. Hann beindi nú augunum að föður hans, Helenu og varðmönnunum. Hann náði í hnífinn sinn, en titraði dálítið þegar hann kom nálægt mér. Rauði liturinn í augunum á honum voru ennþá. Hann gekk aftur að rimlunum. Allir bökkuðu nema faðir hans. Matti horfði á hann með fyrirlitningu, bakkaði svo tvö skref aftur á bak og horfði hugsi á rimlana. Hann hljóp síðan að einni stönginni sem var ryðguð og náði að sparka hana niður.
,,Komdu!‘‘ sagði hann og ég stóð upp og hljóp til hans. Allir horfðu á okkur, Matti beindi hnífnum að föður hans.
,,Ef þið hreyfið ykkur drep ég hann og ég hika ekki við það!‘‘ Sagði hann. Enginn gerði neitt en störðu í staðinn óttaðslegin á höfðingja sinn og reiðilega á Matta. Matti dróg föður sinn aðeins lengra að dyrunum á ganginum, sem voru ennþá opnar, með hnífinn upp að hálsinum á honum. Síðan hrinti hann honum á gólfið og hljóp af stað.
,,Hlauptu!‘‘ Öskraði hann á mig. Það þurfti ekki að segja mér það tvisvar, verðirnir voru byrjaðir að hlaupa að okkur og Helena stefndi að höfðingjanum. Móðir Matta stóð enn á sama stað og horfði á Matta.
Við hlupum gegnum dyrnar á ganginum og komum inní stórt herbergi sem leit út fyrir að vera höggvið úr steini. Við hlupum að litlum dyrum og opnuðum. Við vorum nú inní stórum sal með engum glugga. Hins vegar höfðu engin herbergin verið með glugga. Matti lokaði hurðinni á eftir sér og ýtti stórum skáp fyrir hurðina.
,,Komum, þetta mun bara halda í smá stund!‘‘ Sagði Matti. Við hlupum þvert yfir salinn og yfir í annað herbergi og fleiri. Matti tók margar beygjur og vissi greinilega hvert hann var að fara. Við hittum sem betur fer engann á leiðinni. Við héldum áfram, herbergi úr herbergi, gangur og aftur herbergi. Þetta var virkilega stór bygging. Lokst stoppaði hann fyrir framan stóra eikarhurð. Ég stoppaði líka og það lá við að ég klessti á Matta, ég hafði verið á svo miklum hraða.
,,Þetta er hurðin út! Farðu og ekki segja neinum hvar þessi staður er. Ég verð hér til að tefja þá, ég kem síðan um leið og ég get.‘‘ Sagði Matti hraðmæltur.
,,Þú lýgur! Þú ætlar ekki að fylgja á eftir!‘‘ Sagði ég og tárin flæddu niður kinnar mínar. Matti leit rannsakandi á mig.
,,Farðu!‘‘ Sagði hann svo.
,,Nei, ekki án þín!‘‘ Ég tók tvö skref frá hurðinni. Allt í einu heyrðum við mikinn skruðning dálítð frá. Matti fór og lokaði hurðinni og lét stól fyrir sem var þar inni. Svo horfði hann á mig.
,,Þú verðu að fara núna!‘‘
,,Ég get það ekki!.‘‘ Ég labbaði alveg að Matta. ,,Ég elska þig.‘‘ Hvíslaði ég síðan að honum. Matti horfði hissa á mig, síðan kyssti hann mig mjúklega. Síðan heyrðist hróp hinum meginn við hurðina. Matti sleit sig frá kossinum.
,,Farðu, núna!‘‘ Hann hálfgert ýtti mér að hurðinni og opnaði hana.
,,Nei! Þeir drepa þig!‘‘ ég reyndi að komast frá hurðinni.
,,Þú tapar forskotinu! Farðu, ég finn þig! Ég lofa því!‘‘ Síðan var reynt að komast inn um hurðina að herberginu. Ég leit í augun á Matta en hljóp síðan út. Ég hljóp eins hratt og ég gat og leit ekki til baka en ég heirði hróp og köll. Tárin flæddu niður vangana. Ég hljóp fram hjá stöðuvatni sem var þarna. Það var svo dimmt að ég sá varla hvar ég steig. Það var mikið af trjám og ég skrámaðist mikið á barr trjánum þegar ég hljóp fram hjá þeim. Ég hljóp alveg þar til fyrstu sólargeislarnir birtust. Þá sá ég að það var vegur þarna. Enginn sveitarvegur, malarvegur. Ég sá að það var bíll að koma. Ég veifaði eins og ég gat. Síðan fékk ég krampa og hneig niður á veginn. Ég var mjög þreytt og mig svimaði. Ég var líka rosalega þyrst. Allt var farið að fölna í umhverfinu. Ég heyrði einhvern kalla, en ég gat ekki svarað. Síðan varð allt svart.

yfirlögregluþjónninn Egill sat inná skrifstofunni sinni með svartann mokka. Síðustu dagar höfðu verið mjög erfiðir. Það höfðu verið framin tvö morð og tvö mannshvörf og öll þessi mál tengdust. Þeir sem voru drepnir voru foreldrar 17 ára stelpu sem hafði horfið ásamt stráki sem hún hafði verið oft með samkvæmt nokkrum nemendum í skólanum hennar. Nágranni þessarar fjölskyldu hafði heyrt einhver læti og hringt í lögregluna. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði morðinginn nú þegar farið. Líkin lágu inní stofu og þau höfðu verið stungin með hníf. Samkvæmt sárunum var notaður sami hnífurinn á þau bæði. Morðvopnið hafði ekki fundist ennþá og enn síður morðinginn. Hurðin að herbergi stelpunnar hafði verið brotin niður og glugginn opinn. Síðast þegar var séð stelpuna var þegar hún hafði verið í skólanum sama dag. Hann var alveg að bilast á þessum stráki sem allir segja að hún hafði verið að hanga með. Hann var ekki skráður í skólann hennar og enginn vissi nafnið hans. Hann var algjör ráðgáta. Þeir höfðu ekki enn fundið íbúðina hans.
Egill andvarpaði yfir öllu þessu. Hann hafði farið mörgum sinnum yfir þetta í huganum en komst ekki að neinni niðurstöðu. Hafði stelpan verið inní húsinu þegar foreldrar hennar voru drepnir? Hafði strákurinn verið þar? Hvar voru þau núna? Bíll foreldranna var horfinn og Egill giskaði á að annað hvort hefði morðinginn tekið hann eða stelpan. Bíllin hafði fundist nálægt skóginum fyrir vestan. Það fundust óþekkt fingraför á stýrinu og Egill giskaði á að þau væru af stráknum. Þar rétt hjá var líka hótel. Þar hafði líka verið framið morð. Hótelmóttökuvörðurinn hafði horfðið og þegar var byrjað að leita hafði hann verið fundinn grafinn nokkurn spöl frá hótelinu. Það var ófögur sjón. Hann hafði fengið smá tíma til að rotna. Hann hafði verið stunginn í hjartað og síðan skorinn á háls. Ekkert blóð var eftir í honum. Það sáust verulegir áverkar á andlitinu eins og hann hafði verið barinn nokkuð mörgum sinnnum.
Það var leitað á skógarsvæðinu og þar fannst rjóður þar sem greinilega einhverjir höfðu verið. Í miðju rjóðrinu voru hlaðnir steinar utan um ösku, sem einu sinni var eldur. Það fundust leyfar af kanínu bakvið tré, innyflin og húðin. Já það hafði greinilega einhver verið þarna og allir giskuðu á það að það hefðu verið þau. Stelpan hét Katrín Þóra Traustadóttir. En nafnið hjá stráknum var enn ráðgáta. Það var eins og hann væri frá samfélagi sem átti eftir að vera uppgötvað. Egill stóð upp.
,,Tími til komin að fara á rannsóknarstofuna.‘‘ Muldraði hann og kláraði síðasta sopann af kaffinu hans. Hann þoldi hana ekki þegar var verið að skoða lík. Það kom svo ógeðsleg lykt af því.
Hann labbaði úr skrifstofunni, inn ganginn og inní fjölskrifstofurnar. Þar voru allar skrifstofur opnar. Hann stefndi á lyfturnar.
,,Egill! Þú trúir ekki hvað gerðist?‘‘ Sagði smávaxinn og búttaður maður með ljóst hár. Þetta var aðstoðarmaðurinn hans Egils, Jóhann. Hann fór inní lyftuna með Agli.
,,Hvað gerðist?‘‘ Spurði Egill frekar áhuglaus og blaðaði í skýrslunum. Það hafði alltaf eitthvað gerst en aldrei leitt þá að neinu.
,,Í morgun um sex leitið var stelpa lögð inná spítala sem passar við lýsinguna á Katrínu.‘‘ Sagði Jóhann æstur. Egill leit upp úr skýrslunum.
,,Hver kom með hana? Kom hún sjálf?‘‘ Spurði hann spenntur. Loksins eitthvað sem gagnaðist þeim.
,,Gömul hjón fundu hana víst á vegi hér suður fyrir bæinn. Hún fannst meðvitundarlaus og þau skutluðu henni strax á spítalann.‘‘
,,Við kíkjum á sjúkrahúsið núna! Komdu.‘‘ Sagði Egill og gekk útúr lyftunni á næstu hæð. Jóhann fylgdi brosandi á eftir, feginn að hafa gert eitthvað gagn.
,,Farðu og sæktu Jonna. Við þurfum að yfirheyra stelpuna og þurfum hann í það,‘‘ Jóhann skundaði burt til að sækja Jonna. Hann var hörkulegur maður og var með sérstaka hæfileika til að toga sannleikann upp úr glæpamönnum. En það var ekkert víst að Katrín hefði gert eitthvað, það þurfti bara að komast að því hvað hafði gerst heima hjá henni kvöldið sem fjölskylda hennar var myrt.
Egill beið við BMW sinn eftir Jóhanni og Jonna. Eftir tíu mínútur komu þeir út um aðaldyrnar og löbbuðu í áttina að bílnum hans Egils. Egill veifaði.
,,Loksins búið að finna stelpuna?‘‘ Spurði Jonni.
,,Kannski. Við ætlum að tjékka á því. En Jonni, ekki vera of harður á stelpuna, hún var að missa fjölskylduna sína.‘‘ Sagði Egill. Jonni umlaði eitthvað til samþykkis. Þeir settust inní bílinn, Egill í bílstjórasætinu, Jonni í framsætinu og Jóhann í aftursætinu. Þeir óku af stað. Það tók þá um fimmtán mínútur að komast á sjúkrahúsið, það var mikil umferð. Þegar þeir loksins komu á sjúkrahúsið gengu þeir inn um aðaldyrnar og fóru í afgreiðsluna.
,,Afsakið, það var stelpa lögð inn í morgun sem tengist lögreglumáli. Ég bið þig um að vísa mér á stofuna.‘‘ Sagði Egill. Konan í móttökunni horfði hikandi á þá en vísaði þeim síðan að stofunni hennar. Hún var með lokuð augun, annað hvort meðvitundarlaus eða sofandi. Hún var rosalega horuð eins og hún hafi verið svelt lengi og var með djúpa skurði á báðum kinnunum og lika á handleggjunum. Hún var rosalega föl og með bauga í kringum augun. Síðan voru fullt af skrámum um alla handleggina. Það var verið að skipta um umbúðir á sárunum þegar þríeykið steig inní stofuna.
,,Þið megið ekki koma hingað, þetta er sjúklingur.‘‘ Sagði læknirinn sem var að fylgjast með hjúkrunarkonunum skipta á umbúðum.
,,Þetta varðar lögreglumál.‘‘ Sagði Egill og rétti upp lögregluskildinn sinn. Læknrinn kinkaði kolli og benti hjúkrunarkonunum að fara út.
,,Hvað viljið þið vita?‘‘ Spurði læknirinn þegar hjúkrunarkonurnar voru farnar út.
,,Vitið þig hvað hún heitir? Hefur hún sagt ykkur það?‘‘ Sagði Jonni.
,,Já við vitum hvað hún heitir, en nei hún sagði okkur það ekki. Hún hefur ekkert vaknað. Tími til kominn að hún fái smá svefn. Miðað við ástandið á henni hefur hún varla sofið í marga daga!‘‘ Sagði læknirinn.
,,En hvað heitir hún?‘‘ Spurði Egill.
,,Við tókum af henni fingraförin og bárum það saman við stelpunni sem var lýst eftir, er með allt í tölvunni, og við komumst að því að þetta er sú sem hvarf. Þetta er Katrín Þóra Traustadóttir.‘‘ Sagði læknirinn. Egill kinkaði kolli.
,,Kom nokkuð strákur með henni? Hávaxinn? Dökkt hár og dökk augu?‘‘ Spurði Egill. Læknirinn hristi hausinn.
,,Hún var sú eina sem var lögð inn í morgun.‘‘
,,Ojæja. En hvað geturðu sagt okkur um sárin á henni?‘‘ Spurði Egill og horfði á umbúðirnar á kinnunum á henni sem huldu djúpa skurði.
,,Hún var pottþétt skorin með hníf, mjóum líklega. Sárin eru þannig. Þessi á kinnunum á henni eru nýleg og líka þessi tvö á handleggjunum hennar. En það var líka eitt sár aðeins innar á vinstri handlegginum á henni. Það er nokkrum dögum eldra, líka skorið með hníf. Hún missti mikið blóð útaf öllum þessum sárum og ég lái henni ekki að vera enn sofandi.‘‘
,,Veistu eitthvað hvenær hún gæti vaknað?‘‘ Spurði Jonni hörkulega.
,,Enga hugmynd.‘‘ Sagði læknirinn. Jonni, Jóhann og Egill ætluðu að fara að labba út en þá stoppaði læknirinn þá.
,,Það er kannski eitt sem ykkur langar til að vita.‘‘ Sagði hann og starði á Katrínu.
,,Nú? Hvað er það?‘‘ Spurði Egill og horfði stíft á lækninn.
,,Útaf öllum þessum skrámum og marblettum ákvað ég að athuga hvort henni hefði verið nauðgað.’’ Nú hikaði læknirinn.
,,Og? Hvað kom útúr rannsókninni?‘‘ Spurði Egill, frekar pirraður yfir öllum þessum orðlengingum.
,,Við komumst að tvennu. Henni var ekki nauðgað, en hún er ólétt. Nýlega. Fóstrið er nýkomið.‘‘ Læknirinn var greinilega ekki viss hvort hann mætti segja svona mikið.
,,Er hún ólétt?‘‘ Spurði Egill, frekar hissa. Læknirinn kinkaði kolli.
,,Jæja, takk fyrir upplýsingarnar. Við komum aftur seinna. Láttu okkur vita um leið og hún vaknar. Hérna er símanúmerið mitt.‘‘ Sagði Egill og rétti lækninum númerið sitt sem hann hafði párað á miða sem hann hafði haft í vasanum. Læknirinn samþykkti það og kvaddi þá. Þeir löbbuðu út í bíl og settust inn. Egill keyrði aftur niður á lögreglustöð með Jóhann og Jonna með sér. Þeir unnu með venjulegu gögnin sem þeir höfðu og reyndu að komast að einhverju sjálfir þar til Katrín myndi vakna. En það gekk ekkert betur enn áður. Loks hringdi læknirinn eftir fjóra daga og sagði að hún hefði verið að vakna. Egill, sem hafði verið að drekka kaffi, spratt upp þegar hann fékk fréttirnar og hellti smá kaffi á skyrtuna sína. Hann tók varla eftir því en fór og sótti Jonna. Hann nennti hins vegar ekki að hafa Jóhann með sér. Hann var alltof mikið fyrir. Þeir keyrðu að sjúkrahúsinu eins hratt og þeir gátu. Konan vísaði þeim inní sömu stofu og áður, en þar var læknirinn og var eitthvað að tala við Katrínu. Hún sagði greinilega ekki mikið. Varirnar á henni voru sprungnar en augun á henni voru þreytuleg og hún var enn með stóra bauga undir augunum. En skrámurnar og marblettirnir voru minni en áður. Egill opnaði hurðina. Læknirinn leit upp og heilsaði. Katrín starði á þá.
,,Jæja, hún er vöknuð. Ég læt ykkur ein.‘‘ Sagði læknirinn. ,,Farðu varlega að henni. Hún er enn að jafna sig.‘‘ Hvíslaði hann að Agli og Jonna. Egill kinkaði kolli, en tók síðan stól og dróg hann að sjúkrahúsrúminu hennar Katrínar. Jonni stóð við hliðina á Agli.
,,Við erum frá lögreglunni og við viljum spyrja þig nokkrar spurningar um morðið á foreldrum þínum.‘‘ Sagði Jonni. Augun á Katrínu fylltust af tárum, en hún sagði ekki neitt.
,,Varst þú vitni að morði foreldra þinna?‘‘ Spurði Jonni án þess að hika. Katrín hristi hausinn.
,,Varst þú heima þegar þeir voru drepnir?‘‘ Katrín hristi hausinn aftur.
,,Fórst þú með stráki sem þú þekktir í burtu?‘‘ Katrín hristi hausinn enn aftur.
,,Hvar varstu þennann tíma sem þín var saknað?‘‘ Spurði Jonni áfram.
,,Mín var ekki saknað. Það var enginn til að sakna mín.‘‘ Sagði Katrín veikri og hásri röddu.
,,Þín var saknað. Hvar varstu spyr ég aftur.‘‘ Sagði Jonni þolinmóður.
,,Í burtu.‘‘ Sagði hún einfaldlega.
,,Varst þú vitni að morði á hótelmóttökumanni hérna skammt frá?‘‘ Spurði Jonni, greinilega ætlaði að geyma þá spurningu þar til seinna.
,,Nei.‘‘ Sagði hún bara.
,,Með hverjum svafstu með nýlega?‘‘ Spurði Jonni án þess að hika. Katrín hikaði aðeins og horfði hissa upp á Jonna en áttaði sig og setti aftur upp hlutlausann svip.
,,Engum.‘‘ Sagði hún svo.
,,Lygari. Með hverjum?‘‘ Spurði Jonni frekar pirraður.
,,Engum.‘‘ Endurtók Katrín.
,,Jæja, vissirðu þá að þú ert ólétt? Geturðu sagt hver á barnið?‘‘ Katrín svaraði ekki. Hún starði á Jonna en leit síðan undan og gróf andlitið í höndum sér og titraði.
,,Svaraðu!‘‘ sagði Jonni frekar háum rómi.
,,Rólegur Jonni, leyfðu stelpunni að anda!‘‘ Sagði Egill og horfði áhyggjufullur á Katrínu þar sem hún snökti og andlitið falið í höndum sínum.
,,Við færum þig yfir á stöðina um leið og þú jafnar þig.‘‘ Sagði Egill og þurfti hálfvegis að draga Jonna fram. Þeir fóru aftur að bílnum.
,,Afhverju drógstu mig út? Hún var að fara að játa!‘‘ Sagði Jonni æstur.
,,Í fyrsta lagi, heldurðu virkilega að hún hafi drepið foreldra sína og þennann gaur á hótelinu? Í öðru lagi, hún var að komast að því að hún væri ólétt! Slakaðu aðeins á þessu maður!‘‘
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.