Stelpa vafraði um myrkrið, hún vissi ekki hvert hún átti að fara, allt sem hún sá var myrkur. Hún heyrði ekkert nema bergmálið af fótsporum hennar er hún hljóp um í örvæntingu sinni, í leit að einhverju, hverju sem er sem hún gæti skilið, sem hún gætið notað. Það var enginn vindur þarna, það var engin rigning. Það var ekki einu sinni veggir þarna, það var ekkert þarna. Sama hvað hún labbaði lengi í sömu átt, það var ekkert nema myrkrið sem þjarmaði að henni, svipti hana vonum.
Eftir marga daga þarna, marga mánuði og jafnvel ár, var stelpan orðin ritjuleg, hárið, sem var vanalega slétt og mjaðmasítt var nú misstutt, eins og hún hafi reynt að klippa það. Augun, sem einu sinni höfðu verið líflega græn og full af gleði, voru nú orðin dökk og lífskrafturinn sem hafði einu sinni glóð í þessum augum var löngu horfinn og þau voru þreytuleg. Stelpan hafði einu sinni borið sig af þokka og bein í baki. Það var löngu liðin tíð sem var nærri að hverfa úr minni hennar. Hún gekk bogin í baki og reyndi að láta sem minnst fyrir sér fara, forðaðist alla. Hún var hrædd.
Eftir andliti hennar, sem var kinnfisksogið og fölt, var ör, sem hafði stækkað með hverjum degi. Núna var það orðið það stórt að það teygði sig yfir allt andlit hennar og niður á háls. Með hverjum deginum sem leið stækkaði örið og lengdist, varð meira ógnvekjandi og hræðilega svart.
Ára hennar var dökk og sást varla, skildi ekki eftir sig neina slóð, hvarf inní dökkt umhverfið. En ef maður gáði betur sá maður slóð vonar sem fylgdi stelpunni, hvert sem hún steig varð örlítill bútur eftir af voninni. Dag eftir dag, einn bútur í einu þar til þeir voru orðnir of margir til að hægt væri að týna þá upp, bara gamlir draumar og vonir, ekkert sem hægt var að nota aftur, úrelt…
Stelpan var að missa máttinn, hún var nærri búin að missa alla vonina og bútarnir sem hún missti í hvert skipti urðu minni og minni. Hún var að gefast upp, það var enginn tilgangur í þessu, afhverju að halda áfram? Maður kemst ekkert, það er bara myrkur, svart, allt vonlaust.
Hún öskraði upp yfir sig, bara til að heyra eitthvað, eitthvað annað en þessa þrúgandi þögn sem hún hafi lifað í í mörg ár. Hvenær endar þetta? Hún öskraði aftur til að slaka aðeins á uppsafnaðri reiði, sorg og týndum draumum. Hún settist niður, í vonleysi sínu og hnipraði sig saman, hristist af ekka og tárin láku niður kinnar hennar. Hvers vegna ég? Spurði hún alltaf. Afhverju þurfti það að vera ég? Afhverju gat ég ekki bara lifað venjulegu lífi en ekki í þessu volæði?
Þetta voru spurningarnar sem hún spurði sig á hverjum degi en fann aldrei nein svör. Við hverju bjóst hún? Það eru ekki til nein svör, það er ekki til neitt rétt eða rangt, það er bara þessi heimur og hann er grimmur.
Allt í einu birtist vera fyrir framan hana. Hún glóði eins og sólin og lýsti upp myrkrið í kring. Andlitið var sviplaust og líkaminn grannur, þó hann væri ekki úr alveg gegnheilu efni. Augun lýstu upp og horfðu á stelpuna sem lá samanhnipruð á gólfinu og pýrði augun. Eftir allt þetta myrkur hafði hún aldrei getað ímyndað sér neitt annað, en þarna stóð vera, jafnskær og sólin sjálf svo hún fékk ofbirtu í augun.
,,Hvað viltu?’’ Spurði stelpan, rámri röddu.
,,Þig, sál þína, líf þitt.’’ Sagði veran með röddu sem virtist þó ekki koma frá munni hennar heldur í kringum hana.
,,Taktu mig þá, mér er sama.’’ Sagði stelpan og beið þess að veran kæmi nær en það gerði hún ekki.
,,Þá ertu einskins virði.’’ Sagði veran með þessari skrítnu rödd sinniþ.
,,Jú! Gerðu það, taktu mig!,’’ öskraði stelpan í örvæntingu þegar veran fjarlægðist hana. ,,Ég vil ekki lifa! Taktu mig, taktu mig!’’
Veran hallaði undir flatt.
,,Afhverju ætti ég að taka sál sem vill ekki lifa?’’ spurði veran. ,,Þá væri ekkert gagn í henni. Þú ert brotin. Enginn vill brotinn hlut.’’
,,Nei, gerðu það!’’ grét stelpan örvæntingarfull.
,,Það er þitt mál ef þig langar ekki til að lifa, það er ekkert gagn í sálum ef þær kunna ekki að berjast, afhverju berst þú ekki?’’
,,Ég get það ekki,’’ sagði stelpan og titraði eilítið. ,,Það er sama hvað ég geri, mér mistekst! Það vill mig enginn, ég átti aldrei að fæðast, það átti aldrei að gefa mér líf! Það voru mestu mistökin! Ég er ekkert nema mistök! Taktu mig, dreptu mig! Hvað sem þú vilt, ekkert getur verið verra en þetta!’’
,,Þú þarft að kunna að berjast, þú verður að halda í vonina, annars sekkurðu dýpra og dýpra með hverri mínútunni, brotnar niður í fleirri búta en hægt er að telja. Berstu og þú munt eignast von. Ef þú missir vonina missirðu kraftinn, lífsviljann.’’
,,En ég get ekki barist,’’ sagði stelpan dauflega. ,,Ég er búin að missa allt, það er ekkert eftir til að berjast fyrir.’’
,,Ég er viss um að það sé ekki satt.’’ Sagði veran og smellti fingrinum svo þau voru komin inní allt annað umhverfi. Það heyrðist niðurbældur grátur frá skrifborðinu þar sem brúnhærð kona grúfði sig niður og hristist af ekka.
,,Hvað er þetta?’’ Spurði stelpan og leit undrandi í kringum sig.
,,Þetta,’’ sagði veran og benti á konuna, ,,er mamma þín eftir að þú sviptir þig lífinu. Hún fékk áfall og fer til sálfræðings fimm daga í viku.’’
Stelpan teygði höndina fram til að klappa mömmu sinni á bakið en umhverfið breyttist svo hún hröklaðist aftur og leit í kringum sig. Núna voru þau stödd í stóru herbergi, vel lýstu og nýlegum húsgögnum. Í loftinu hékk – Stelpan tók andköf af skelfingu – miðaldra maður með reipi um hálsinn.
,,Hver er þetta?’’ Spurði stelpan með skelfingu í röddinni.
,,Pabbi þinn,’’ sagði veran og horfði líka á manninn. ,,Hann gat ekki tekið því að þú hefði svipt þig lífinu svo hann fór að dæmi þínu.’’
Nú breyttist umhverfið aftur og ung stelpa stóð grátandi inní dökkleitu herbergi, öll útí blóði. Við fætur hennar var lík unglingsstúlku með sítt, ljóst hár. Það var stór blóðpollur undir henni og stórir skurðir á báðum slagæðunum í hendinni. Stelpan saup hveljur og bakkaði aftur.
,,Já, litla systir þín fann líkið af þér, mjög óheppilegt. Þetta ásótti hana allt sitt líf þar til hún þurfti að fara á geðsjúkrahús.’’
Veran hristi höfuðið þegar þau voru aftur komin inní myrkrið. ,,Þetta voru afleiðingarnar fyrir eigingirni þinni,’’ sagði hann og horfði beint í augun á stelpunni. ,,Þú hugsaðir ekkert um hvernig fjölskylda þín myndi bregðast við þessu, þú varst of eigingjörn til að spá í það!’’
,,Nei! Ég er ekki eigingjörn!’’ Sagði stelpan reið yfir þessari ásökun.
,,Sýndu það þá,’’ sagði veran og dofnaði smám saman. ,,Berstu.’’
Veran var alveg að hverfa.
,,Bíddu! Hver ertu? Ertu guð?’’ Spurði stelpan örvæntingarfull en það var of seint, veran var horfin. Stelpan bjóst við myrkrinu aftur en svo var ekki. Einhvers staðar barst ljós sem lýsti upp myrkrið. Stelpan sneri sér í allar áttir til að uppgötva hvaðan ljósið kom og svo sá hún það. Langt í burtu var smá ljóstýra, svo smá að hún var eins og punktur. En hún sást.
Stelpan gekk fyrst hikandi í áttina að ljósinu en svo fór hún hraðar og hraðar þar til hún var komin á sprett að ljósinu. Ára hennar var orðin sterkari og gyllt slóð hennar varð augljósari með hverju skrefinu sem hún gekk.
Það tók hana langann tíma að komast þangað, en hún gafst ekki upp. Smám saman stækkaði ljósið þar til það var orðið eins stórt og tvöföld dyr. Stelpan stoppaði og brosti af létti. Hún var loksins komin á leiðarenda. Hún leit í kringum sig og sá þá skýra slóð sem var á eftir henni, en í þetta skipti voru það ekki vonir hennar og draumar, þessi slóð var dökkleit og tætingsleg. Stelpan brosti af létti og fann hvernig bútarnir sem hún hafði misst á fyrri ferðalagi sínu gegnum myrka heima voru komnir aftur á sinn stað, eftir langann tíma gat hún loksins fundið ástæðu til að lifa og hún fann hvernig þessir bútar voru aftur límdir saman eins og í byrjun og mynduðu sterkann vegg inní myrkum huga stelpurnar og lýsti hann upp.
Stelpan steig inn í ljósið og leyfði því að umkringja sig. Hún fann hlýju streyma um allann líkama sinn og hún brosti aftur.
Stelpa með snyrtilegt, mittissítt hár og skærgræn augu stóð í miðju ljósinu. Örið sem einu sinni hafði verið á andliti hennar var horfið og geislandi bros stelpunnar lýsti upp andlit hennar.
Hún var loksins heil á ný.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.