,,En óvirðulegt, að kyssa sitt eigið fórnarlamb.‘‘ Konan úr sjoppunni stóð þarna rétt hjá og horfði á okkur með fyrirlitningu. Matti þaut upp.
,,Helena!‘‘ Sagði hann heiftarlega. Hún lét sem hún hefði ekki heyrt í honum.
,,Ég veit að svona ferð þú að fórnarlömbunum, en þetta er ekki við hæfi, ef þú átt tilvonandi konu heima. Og sú kona kann að lýta á það sem svik ef þú strýkur með einhverri mennskri stelpu.‘‘ Helena starði reiðilega á Matta. Ég var líka staðin upp og stóð við hliðina á Matta.
,,Hvar eru hinir?‘‘ Spurði Matti og lést ekki hafa heyrt í henni.
,,Vertu rólegur, þeir vita ekkert. Ennþá.‘‘ Þetta síðasta var greinilega ógnun. ,,Ég gæti látið þá vita strax, en því þá? Þá myndu þeir ekki leyfa mér að tala aðeins við þig,‘‘ Helena brosti smeðjulega. ,,En hinsvegar hika ég ekki við að kalla á þá ef þú ákveður að haga þér heimskulega.‘‘ Hún horfði alvarlega á Matta.
,,Afhverju þurftirðu að gera þetta? Afhverju þurftirðu að svíkja ættflokkinn?‘‘ Nú var hún búin að hækka röddina. ,,Afhverju þurftirðu að svíkja mig!‘‘ Hún var með tárin í augunum. En síðan jafnaði hún sig og setti aftur upp þetta smeðjulega bros.
,,Þú ert sonur höfðingjans. Þú ert blóðþyrstari en allir aðrir. Hvernig gastu komist hjá því að drepa hana?‘‘ Hún leit á mig, full fyrirlitningar. Ég leit til baka á hana, líka full fyrirlitningar því ég hafði áttað mig á því hvaða hlutverki hún gengdi í lífi Matta.
,,Það kemur þér ekki við.‘‘ Sagði Matti svo. Helena horfði rannsakandi á Matta. Síðan dróg hún fram hníf, sem var nokkuð líkur hnífnum hans Matta, sama merki en hnífurinn hennar var mjórri. Hún skar smá rák á handlegginn á sér og fylgdist með viðbrögðum Matta. Hann kipptist til þegar hann sá blóðið og rétt stóð sig að því að labba nær.
,,Þú ert biluð,‘‘ sagði hann síðan þegar hann hafði jafnað sig.
,,Það ert þú sem ert bilaður að svíkja okkur, fjölskylduna þína, fyrir einhverja mennska stelpu druslu!‘‘ Hún leit á mig eins og ég væri ógeðslegur snigill. Reiðin var farin að sjóða í mér.
Hún sneri sér við, með bakið í okkur, en sneri sér svo aftur við og labbaði upp að Matta.
,,Hvað með einn loka koss?‘‘ Spurði hún og leit sakleysislega á Matta. Hún beið ekki eftir svari heldur beygði sig hægt að vörum hans. Allt í einu sá ég smá blóðrák leka niður hökuna á henni og skildi hvað hún ætlaði að gera. Ég kastaði mér á hana, áður en hún náði að snerta Matta, og hrinti henni niður á jörðina. Hún var greinilega ekki mjög sterk því ég gat haldið henni niðri.
,,Ekki snerta hann!‘‘ Sagði ég og lagði fyrirlitningu í hvert orð. Matti stóð á sama stað og horfði tómlega á okkur.
,,Farðu af mér! Mennska tíkin þín!‘‘ Hún barðist um en ég var of sterk.
,,Þú færð aldrei Matteus. Þú getur ekki sætt þig við eðli hans!‘‘ Sagði Helena og glotti illkvittnislega. ,,Ég er búin að vera að fylgjast með ykkur! Þú munt aldrei vera nóg fyrir Matteus. Ég ein get veitt honum það sem hann þarfnast.‘‘ Hún hrækti á mig. Ég var búin að fá nóg. Ég reisti hnefann upp og lét höggin dynja á henni. Matti hafði áttað sig á því hvað var að gerast og þaut til okkar. Hann reyndi að stoppa mig.
,,Láttu mig vera!‘‘ Sagði ég við Matta þegar hann reyndi að toga mig af Helenu.
,,Ertu að reyna að verja hana? Hvað hún reyndi að gera við þig?‘‘ Ég horfði á Matta. ,,Þetta er alveg eins og með manninn sem þú drapst. Þú drapst hann til að verja mig. Ég skal drepa hana til að verja þig!‘‘ Ég leit undan og reisti hnefann aftur til höggs en Matti stoppaði mig. Hann náði loks að toga mig af Helenu.
,,Hættu!‘‘ Sagði hann. Helena reisti sig upp. Hún var með sprungna vör og blóðnasir og dálítið af marblettum.
,,Þar fórstu með það!‘‘ Sagði hún bara og hljóp síðan í burtu. Ég barðist um og reyndi að elta hana en Matti hélt mér ennþá. Þegar hún var horfin sneri ég mér að Matta.
,,Afhverju gerðirðu þetta!‘‘ Hvæsti ég á hann. ,,Þér finnst allt í lagi að drepa, afhverju ekki hana!?‘‘
,,Þú veist ekki hvað þú ert búin að gera!‘‘ Hvæsti hann á mig á móti. ,,Taktu saman dótið, við þurfum að fara núna!‘‘ Ég leit reiðilega á hann en fór síðan að taka saman allt lausa dótið og láta það í bílinn. Matti hamaðist við að gera allt eins hratt og hann gat. Þegar við vorum búin að pakka öllu saman dreif Matti sig uppí bílstjórsætið og gaf í um leið og ég steig í bílinn. Ég þurfti að loka hurðinni á ferð. Það var reiðileg þögn á milli okkar. Ég skildi ekki afhverju hann hafði varið hana. Hún reyndi að láta hann drekka blóð, svo hann myndi reyna að drepa mig. Ég virkilega hataði hana núna.
Við vorum búin að keyra í svona fimmtán mínútur þegar allt í einu birtust röð af manneskjum á veginum fyrir framan okkur. Matti skrensaði og rétt náði að stoppa áður en hann hitti manninn fremst.
,,Ó nei.‘‘ Sagði hann lágt og leit kvíðinn á fólkið, en það hafði nú myndað hring í kringum pallbílinn.
,,Matteus, stígðu úr bílnum!‘‘ Kallaði karlamnnsrödd. Það var maður sem hafði stigið út úr hrignum. Ég þekkti hann strax. Þetta var maðurinn sem hafði drepið foreldra mína. Hann var með hvítt hár og andlitið hans var rúnum rist, hann var hávaxinn og með dökk augu sem minntu mig á augun hans Matta. En þessi voru mikið kaldari. Matti steig hikandi út úr bílnum.
,,Takið stelpuna!‘‘ kallaði sami maðurinn og hafði skipað Matta að stíga úr bílnum. Nokkrir menn skáru sig úr hópnum og opnuðu bíldyrnar og drógu mig út. Ég barðist á móti. Matti horfði óttaðsleginn á mig. Einn mannanna tók í hárið á mér og dróg mig hálfgert að manninum og ýtti mér niður á hnén.
,,Látið hana vera!‘‘ hrópaði Matti og reyndi að hjálpa mér. Nokkrir aðrir menn komu og héldu Matta föstum líka.
,,Matteus Akademus Katen, þú hefur svikið ættflokkinn og munt gjalda fyrir það. En fyrst þarf að klára verkið þitt. Drepið hana!‘‘ Hann þrumaði síðustu orðin á einn af varðmönnunum sem héldu mér fastri. Hann dróg fram stórann hníf og lagði hann á hálsinn á mér. Ég fann að hann myndi ekki hika. Matti reyndi af öllum kröftum að losna og horfði á mig hræðslulegum augum. Það var kominn smá skurður á hálsinn á mér, varðmaðurinn var greinilega að bíða eftir merki. Matti hrópaði eitthvað á tungumáli sem ég þekkti ekki. Maðurinn sem hafði skipað manninum að drepa mig leit á hann og sagði eitthvað, greinilega á sama tungumáli og rétti út hnifinn, eins og til að gefa honum hann. Matti hristi kröftuglega hausinn og starði með ógeði á hnífinn. Maðurinn sló hann. Síðan leit hann hugsi á mig.
,,Bíðum aðeins með þetta, það færi of mikið blóð til spillis á veginn.‘‘ Svo ég var slegin í hausinn í staðinn svo ég missti meðvitund.
Þegar ég vaknaði á köldu og hörðu steingólfi tók það mig smá stund að átta mig á því hvað gerðist. Þegar ég áttaði mig á því reisti ég mig upp og leit í kringum mig. Ég var stödd í litlum helli með rimla fyrir svo maður kæmist ekki út. Ég tók strax eftir því að Matti var ekki þarna. Ég stóð upp og nuddaði kúluna á hausnum á mér. Þetta hafði verið mjög vont. Ég labbaði að rimlunum og kíkti út. Þarna var langur gangur, högginn úr bergi. Það voru margir misstórir klefar, eins og þessi sem ég var í. Klefinn á móti mér var samt öðruvísi. Inní honum voru húsgögn, eins og rúm, sófi og klósett. Á rúminu lá Matti meðvitnarlaus.
,,Matti!‘‘ Kallaði ég. Hann bærði ekki á sér. Ég hélt samt áfram að reyna þó ég vissi að það myndi ekki gera neitt gagn. Ég gafst síðan upp og settist upp við hellisvegginn. Ég vissi engan vegin hvar á landinu ég var, ég vissi nokkurn vegin hvaða örlög biðu mín. Ég andvarpaði. Jæja, kannski er það ekki svo slæmt. Ég á hvort eð er enga vini og báðir foreldrar mínir eru dánir útaf þessum mönnum, þessum ættbálki. Sá eini sem ég átti að var Matti, en það leit út fyrir að hann myndi hljóta sömu örlaga og ég. Það var engin leið að flýja frá þessum helli, og ég reyndi það ekki einu sinni. Það var allt vonlaust, ég sat bara hérna og beið eftir að vera drepin. Hvenær hafði þetta allt byrjað? Fyrir nokkrum vikum var ég bara að labba í skólann með tvem bestu vinkonum mínum sem ég myndi ekki vilja skipta fyrir neinn annann. Þetta hafði allt byrjað þegar Matti kom. Allt það sem gerðist í lífi mínu sem valdi mér sorg var gert útaf Matta. Það hefði verið betra ef hann hefði ekki skipt sér af mér.
Ég hrökk uppúr þessum hugleiðingum þegar ég heyrði fótatak eftir ganginum. Nokkrum sekúndum seinna birtist einn af vörðunum sem héldu mér niðri, með matarbakka. Hann var fullur af alls konar góðgæti eins og laxi, nautakjöti, sósu og svoleiðis. Núna fyrst fann ég hversu svöng ég var. Ég hálf vegis bjóst við að hann myndi láta þetta inní klefann hjá mér, en í staðinn opnaði hann klefann hans Matta með lykli sem hann hafði við beltið og setti matarbakkann á borðið sem var við hliðina á rúminu. Enn bærði Matti ekki á sér. Vörðurinn fór út úr klefanum og lokaði á eftir sér. Hann læsti með lyklinum og gekk síðan aftur inn ganginn. Tíu mínútum seinna kom hann aftur með matarbakka en á þessum var ekki eins mikið góðgæti. Í rauninni var þetta bara einn skitinn og úldinn fiskur. Hann opnaði ekki klefann hjá mér heldur smeygði þessu inn um gat á klefanum, sem rétt svo rúmaði diskinn. Ég tók diskinn og borðaði fiskinn á augabragði, því ég var svo svöng. Hve lengi hafði ég verið í roti?
Það liðu nokkrar klukkustundir, eða svo fannst mér, þar til Matti bærði loksins á sér. Hann reisti sig hægt upp þar til hann sat í rúminu, og svo stóð hann upp. Hann náði ekki jafnvægi strax og datt á gólfið. Síðan stóð hann aftur upp og hélt jafnvægi í þetta skipti.
,,Matti!‘‘ Kallaði ég til hans. Hann sneri sér við og flýtti sér að rimlunum.
,,Kata! Er allt í lagi með þig?‘‘ Spurði hann áhyggjufullur.
,,Jájá, ég er bara með smá höfuðverk og dálítið svöng. Þú varst heppinn með matarskammtinn þinn.‘‘ Ég leit löngunaraugum á laxinn á diskinum hans Matta. Matti leit líka á diskinn, fór síðan og sótti hann, og kom svo aftur að rimlunum.
,,Ég þarf ekki allt þetta, þú mátt fá með mér, það er að segja ef þú getur gripið,‘‘ Ég kinkaði kolli. Ég æfði einu sinni körfubolta þannig það var ekki mikið mál. Matti kastaði til mín smá bita af nautakjöti og ég reyndi að borða það á venjulegum hraða svo það færi ekki til spillis. Matti borðaði líka en virtist ekki eins áfjáður og ég að borða, svo ég fékk meiri hlutann af matnum hans. Þegar diskurinn hans varð tómur og ég var orðin nokkuð södd leit ég á Matta. Hann var búinn að vera mjög þögull síðan hann vaknaði.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.