Sitt upphaf velur enginn. - Skakepeare

Hún settist niður og hugsaði hvers vegna allt hefði farið eins og það fór.Hvers vegna höfðu hlutirnir ekki farið öðruvísi, hugsaði hún á meðan hún sat.Hún hugsaði lengi en fann engin svör.Auðvitað fann hún engin svör, þar var sama hversu stíft hún hugsaði, aldrei fann hún svör við spurningunum sem á henni hvíldu.Hvíldu eins og þær hefður verið nýkomnar úr afskaplega löngum göngtúr um hæðirnar sem umkringdu þennan bölvaða bæ.En hvað gat hún svo sem gert?Ekkert, að sjálfsögðu ekkert.Rosalega fannst henni þetta stórt orð;ekkert.Svo tómlegt og kalt, en þegar hún hugsaði málið betur þá fannst henni allt frekar tómlegt og kalt.

Nema náttúrulega Hann, Hann sem henni fannst svo fullkominn á allan hátt.Það skipti engu máli hvað fólk sagði um Hann, ekkert gat fengið hana til þess að skipta um skoðun á Honum.Þegar hún sá Hann þá var eins og hún lýstist öll upp.Hann fyllti upp í allt sem henni fannst vanta.Það skipti engu máli hvað hún var að gera, ganga frá eftir matinn, læra heima eða í skólanum, að horfa á sjónvarpið eða úti í göngutúr.Ef hún sá Hann þá tók hjartað hennar kipp af eftirvæntingu og tilhlökkun.Ef að Hann væri orðið ekkert þá væri ekkert lýsing á einhverju sérstaklega skemmtilegu og fallegu eða einhverjum afskaplega ákjósanlegum stað til þess að vera á.Í hvert einasta skipti sem að hún heyrði eða frétti af einhverju sem tengdist Honum á einhvern hátt, þá sperrti hún eyrun og drakk í sig allan þann fróðleik sem hún gat um Hann.Þetta var ást, hún þóttist vita það.Að sjálfsögðu gat hún ekki vitað það fyrir víst, en það var miklu betra að þykjast.Svo miklu, miklu betra.Eina vandamálið var að Hann tók ekki eftir henni, það skipti engum máli hvað hún gerði, hún var í augum Hans ekki merkilegri en ský á himni eða regndropi á rúðu.Það var það sem fór með hjartað hennar.Hann hefði allt eins getað kramið það fyrir augum hennar.Við þessar hugleiðingar staldraði hún nánast daglega.Hún vildi það ekki en hún gat engum vörnum komið við.

Svefninn var farin að sækja á hana, hún fann fyrir honum.En hún hafði enga löngun í svefn, hún óskaði þess að hún gæti dvalið endalaust í sínum eigin hugarheimi án allra truflana, sem virtust í sífellu vera að koma upp á yfirborðið.Hún barðist við svefninn í smá stund í viðbót, en gafst á endanum upp.Þetta var fyrirfram töpuð barátta, en hún ákvað að næst mundi hún ekki gefast svo auðveldlega upp, hún mundi berjast til þess eins að sanna fyrir sjálfri sér að hún stjórnaði einhverju í þessu lífi sem henni líkað svo illa við.

Á leið sinni inn í draumaheiminn hugsaði hún um Hann.Hún sá Hann fyrir sér viðurkenna ást sína á henni og svo fallast þau í faðma og tjá ást sína til hvors annars á villtan og seiðandi hátt.Út frá þessum hugsunum sofnar hún.
Dýrð sé móðurinni sem ól þig!