Hafa í huga þegar þið lesið dagsettningar í þessari sögu. Þessi saga er skrifuð 17 Nóvember 2006 Ég fór vel yfir þessa sögu. Fann fullt af villum. Vona að engar séu eftir. Ef svo er þá er ég bara ekkert greindari enn þetta ;)
-
Maðurinn í hvítu fötunum.

Ég vakna, Ég geng í gegnum gang og inná klósettið. Ég horfi í spegilinn og segi, “Heimurinn horfir á mig.” Ég segi ekki meir. Ég horfi á sjálfan mig í speglinum. Ég horfi djúpt inní augun mín. Ég sé inní mig, Ég sé þar barn handjárnað við ofn. Og tvo menn vera níðast á honum. Ég segi, “Átti Súthíus ekki að vera sá góði?” Um leið og ég segi þetta horfa þeir beint á mig. Sjá þeir mig? Ég klæði mig í það sem er nóttin, Ég set á mig húfu sem er rigningin. Ég geng út um dyrnar, Ég er í miðjum skógi. Ég lít fyrir aftan mig. Hurðin sem ég kom útúr er horfin. Þessi skógur er þröngur. Í nóttunni og rigningunni geng ég í drullunni. Greinar skera mig, Mig blæður. Ég sé í gegnum myrkrið stíg, Ég brosi og segi. “Loksins.” Á þessum stíg stendur maður í hvítum fötum og brosir til mín. Ég labba áfram og dett um koll, Spíta á stígnum felldi mig. Maðurinn í hvítu fötunum réttir út hönd sína og segir, “Viltu hjálp?” Eitthvað inní mér segir, “Hann setti örugglega þessa spítu þarna sjálfur” Ég svara “Nei” Ég stend upp. Ég geng af stað þegar hann segir, “Þér virðist nú vanta hjálp” Ég svara “Nei.” Hann segir, “Ég veit þú heldur að það sé ekki hægt að bjarga þér, En það er hægt að losa þig úr handjárnunum.” Ég lyfti upp höndunum og segi, “Sýnist þér ég vera í handjárnum?” Hann segir, “Þú fylgir vitlausum Englum.” Ég svara “Hvítir Englar? Hvað veist þú um þá?” Hann svarar, “Þeir eru ekki jafn góðir og þú heldur.” Eitthvað inní mér segir, “Ekki hlusta á hann, Hann er að ljúga að þér Hvítir Englar eru Englar Guðs.” Ég svara, “Hvítir Englar, Eru einsog samviska. Mér var kennt að samviska er rödd Guðs. Ég fylgi rödd Guðs. Ég geri það sem Hvítir Englar segja mér að gera.” Hann gengur áfram og biður mig að ganga með sér. Ég geng með honum. Hann segir, “Áætlanir þínar með Hvítir Englar eru rangar, Þær eru ekki þínar.” Ég segi, “Áætlanir mínar með Hvítir Englar munu gera mig að miljónamæring, Ég mun eiga mörg hundruð miljónir.” Hann svarar, “Já þú verður ríkur, En aðrir munu þjást. Er það, Það sem þú vilt?” Ég svara “Svo lengi sem ég fæ það sem ég vill.” Hann segir reiður, “Þér var gefin gjöf. Gjöf Guðs ! Notaðu hana !” Ég segi, “Líf mitt er bölvun, Það sem ég hef er bölvun, Aðeins bölvun. Þetta er bölvun.” Hann horfir beint í augun á mér á sama tíma og hann missir tár og segir, “Mér þykir leitt að þér skuli finnast það.” hann leggur hönd sína á bak mitt. Skógurinn hverfur, Ég er í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er horfinn.
Ég er á Lækjartorgi, Það er nótt. Það er rigning. Enn allt er breytt. Héraðsdómshúsið eru rústir einar. Húsin í kring eru öll ónýt. Það er mikið af fólki þarna. Maður er þarna sýngjandi útí loftið. “Fuglinn kemur, Fuglinn kemur, Trallala la, Trallala la, Hann kúkar á mig, Hann kúkar á mig, Trallala la, Trallala la.” Sprautur liggja á götunni. Eldur er í tunnum á miðju lækjatorginu. Strákur klæddur aðeins í buxum kemur að mér og spyr, “Geturu reddað mér smá í nefið?” Ég svara “Nei.” Ég horfi yfir lækjatorgið þar sé ég ungan strák. Hann virðist vera fimm til sex ára. Hann er aleinn, Hann horfir beint á mig. Ég labba til hans og spyr, “Hvað ertu að gera hérna aleinn?” Hann svarar engu, Réttir mér blað, Morgunblaðið. Og hleypur í burtu. Ég byrja lesa, “Tvö hundruð og fimmtíu kílo af Kókain fundust í gám við Reykjavíkurhöfn.” Ég les meira, “Ekkert virðist ætla stoppa dóp flóðið til landsins.” Ég les dagsettninguna, “Fimmtudagur, 17 Julí 2008.” Ég geng að næsta manni og spyr, “Er þessi dagsettning rétt?” Hann horfir á mig, Hann les dagsettninguna og segir. “Váááá, Hvar fékkstu þetta?” Ég segi, “Er hún rétt? Svaraðu !” Hann svarar, “Nei, Árið er 2012, Það er ekki búið að gefa út morgunblaðið í tvö ár, Enn hvar fékkstu þetta?” Ég horfi upp Laugaveginn, Þar sé ég strákinn. Hann bendir á mig, Stendur bara og bendir á mig.
Allt verður svart. Ég er alsber. Ég er handjárnaður við ofn. Yfir mér standa, Frankreign og Súthíus. Englarnir mínir, Hvítir Englar. Ég er allur í blóði. Þeir eru að níðast á mér. Ég segi í sársauka mínum, “Átti Súthíus ekki að vera sá góði?” Um leið og ég segi þetta horfa þeir inní myrkrið einsog þeir hafi heyrt röddina koma úr annari átt. Úr myrkrinu kemur maðurinn í hvítu fötunum. Hvítir Englar víkja, Hvítir Englar horfa niður. Frankreign og Súthíus þora ekki að horfa á hann. Maðurinn í hvítu fötunum brosir og segir. “Það er hægt að losa þig úr handjárnunum, Þetta þarf ekki að gerast. Þú þarft ekki að gera þessi mistök.” Ég svara, “Mér var kennt að við eigum að læra af mistökum okkar. Guð fyrigefur þau.” Hann segir, “Gleymdu öllu sem þú hefur lært, Hlustaðu á það sem ég segi þér.” Ég horfi á Frankreign og Súthíus og segi, “Hjálpið mér ! Þið eru Hvítir Englar, Þið eigið að vera Englarnir mínir.” Þeir hreyfa sig ekki horfa bara niður í gólfið. Maðurinn í hvítu fötunum segir, “Ég las grein þína um Sociopath. Hún er flott. Vel skrifuð. Gjöf þín er að skrifa. Viltu virkilega þróast í fyrsta flokks Sociopath?” Ég horfi á hann og segi, “Ertu Guð?” Hann brosir og segir, “Nei, Ég er hinsvega hér fyrir hans hönd.” Ég segi, “Afhverju þarf ég að þjást? Afhverju?” Hann brosir og svarar, “Þú þarft ekki að þjást.”