Allt verður blátt?
-
Þegar þú keyrir heim úr vinnunni þinni þá færðu smá stíng í hausinn. Þú gefur þessum stíng enga athygli því þessi stíngur fer strax. Þú ert að hlusta á útvarpið. Það er ekkert merkilegt einsog vanalega. Þannig að þú lækkar í útvarpinu og heldur áfram að æfa þig að syngja þessa vögguvísu.

Ó mitt ljúfa barn, Mitt ljúfa barn.
Vaki yfir þér þegar þú sefur rótt.
Vaki yfir þér þegar þú sefur í nótt.
Ó mitt ljúfa barn, Mitt ljúfa barn.
Vaki yfir þér þegar þú missir þín tár.
Vaki yfir þér öll þín ókomandi ár.
Mitt ljúfa barn, Ó mitt ljúfa barn.
Að eilífu ég vaki yfir þér.

Þér hlakkar til að komast heim, Þú ert búinn að vera æfa þig í allan dag að syngja þessa vögguvísu sem þú samdir sjálfur. Sem þú ætlar að syngja fyrir fimm ára dóttur þína þegar þú lætur hana fara sofa. Tíminn líður. Nú loks ertu kominn heim. Þú leggur bílnum fyrir utan húsið. Það er sól úti og gott veður. Hiti enn smá kaldur vindur. Þú dregur andann djúpt eftir langan vinnudag. Þér líður vel. Þú byrjar að labba í átt að hurðinni heima hjá þér þegar þessi stíngur byrjar aftur. Þú leggur hendina á höfuðið og grettir þig smá. Þú heldur áfram að labba. Á sama tíma og stíngurinn í hausnum á þér hverfur verður allt blátt. Þú labbar áfram. Þú reynir að átta þig á hvað er að gerast. Þú heyrir ekkert. Þú finnur ekkert. Afhverju er allt blátt? Þú lítur í kringum þig og sérð konu horfa í áttina að þér og benda. Hún heldur fyrir munninn á sér. Þú lítur fyrir aftan þig og þar liggur þú. Þú lyftir upp höndum þínum og horfir í gegnum þær. Þú hugsar er ég dáinn? Hvað er að gerast? Bifreið stöðvast og maður kemur hlaupandi út úr bílnum og byrjar á því að athuga á þér lífsmerki. Hann segir, Þessi maður er dáinn. Hvað nú? Spyrðu sjálfan þig. Þú lítur í kringum þig, Þú sérð enga aðra dauða. Þú ert einn. Þú sérð heiminn, Og fólk í kringum þig. Sér fólkið ekki þig? Ertu vofa? Spyrðu sjálfan þig. Þú verður forvitinn og byrjar á því að labba. Þér langar að skoða heiminn svona. Þú heyrir ekkert. Þú finnur ekkert. Geturu labbað í gegnum veggi? Þú prófar það. Þú byrjar á því að labba að næsta húsvegg. Og beint í gegnum hann. Þetta er gaman. Þú byrjar að hlaupa í gegnum veggi og hús. Gegnum garða og grindverk. Þér byrjar að leiðast þetta. Á ég ekki að fara til himna? Hugsaru, Helvíti? Verð ég fastur hér að eilífu? Skært ljós byrjar að myndast. Þú hugsar, Ahhh þarna er það, Ég kemst til himnaríki. Þú færð straum. Augu þín opnast. Læknar standa yfir þér. Þú ert með grímu yfir munn þínum. Allt er á fullu. Þú byrjar að heyra aftur. Þú heyrir lækninn segja “Hann er kominn aftur” Þú byrjar að anda. Þeir lýsa ljósi í augu þín. “Dí…. Dí…. Dí…. Dí….” Ertu óánægður yfir því að hafa ekki fengið að sjá himnaríki?
-
Takk fyrir mig. Kveðja. Einar.