Þetta er fyrsta svona alvöru sagan mín svo ekki éta mig allveg.




Ég veit ekki alveg afhverju ég var hér. Kannksi var þetta bara draumur, eða martröð réttara sagt. Eitt veit ég, að líf mitt hefur bara verið eymd og volæði og það hefur ekkert batnað með árunum. Ég er staddur inní skítugu húsasundi og við hlið mér liggur maður sofandi. Ég held að minnsta kosti að hann sé sofandi, hann er samt óvenju hreyfingalaus eitthvað. Ég reyni að rifja upp af hverju ég er hér. Jú, þetta byrjaði allt með því að ég hitti hann Vigga.

Það var fallegt kvöld, ég man það. Ég sat á mínum stað og var að betla, en þá kom hann labbandi að mér, sjálfsöruggur og settist skammt frá mér. Mér varð að sjálfsögðu ekki vel við það að einhver kæmi hér og betlaði með mér. Fyrst reyndi ég að reka hann í burtu með því að labba hótandi að honum og blóta honum öllu illu en það virtist ekki virka. Þá fór ég að velta honum aðeins fyrir mér. Jújú hann var á margan hátt líkur mér, svipað háir og allt. Fór að velta andlitinu fyrir mér og það var bara eins og að horfa í spegil. Hver var þetta eiginlega?

Um daginn þá tók ég eftir því að fólk gaf honum meiri pening en mér. Ég var að sjálsögðu ekki nógu ánægður með þetta. Velti því fyrir mér hvers vegna fólk gæfi honum meira en ekki mér. Tók á hann tal þegar kvölda kom, þá sagði hann mér að hann héti Viggi. En hann sagði líka svolítið sem skelfdi mig, hann sagði að að hann væri á götunni því konan hans og dóttir höfðu lent í bílslysi og pabbi hans hafði skotið mömmu hans og síðan sjálfan sig fyrir nákvæmlega ári síðan. Þetta var það sama og hafði komið fyrir mig fyrir nákvæmlega ári síðan líka. Ég labbaði út, skelfingu lostinn, hvað hann var líkur mér, hvernig hann talaði og hegðaði sér og nú þetta.

Næsta dag þá fékk ég næstum engan pening meðan hann fékk miklu meira en ég var vanur að fá. Hann kom hér til að stela plássinu mínu og peningunum. Þetta líkað mér ekki en ég vildi ekki vera að færa mig því þetta var minn staður. Þannig byrjaði stríðið. Við gerðum hvað sem við gátum til að gera hinum lífið leitt. En þrátt fyrir allt þá var hann að mokgræða meðan ég fékk ekki neitt. Það endaði með því að ég missti mig yfir hann, labbaði að honum, tók alla peningana hans og lúbarði hann. Síðan hljóp ég.

Djöfullinn, hvað á ég að gera núna. Maðurinn við hliðin á mér rumskaði eitthvað og mér létti, Hann var að minnsta kosti ekki dauður. Ég þorði ekki til baka á svæðið mitt því ég viss um að Viggi væri djöfullinn sjálfur. Þannig að ég fékk mér vinnu í lítilli skítasjoppu og fékk að sofa þar líka á næturvöktum.

Eftir að hafa eytt nákvæmlega ári þarna eru mál mín kominn nokkurnveginn í góðan farveg aftur. Ég viðurkenni að hafa oft á þessum tíma íhugað að fremja sjálfsmorð en mig skorti alltaf kjark til þess. Ég sig hér nú og spila með nokkrum kunningjum mínum. Við veðjuðum upp á pening og þar sem þeir voru orðnir frekar vel dottnir í það þá var ég búinn að svindla nokkra þúsundkalla út úr þeim. Þá allt í einu er hurðinni hrundið upp og stendur ekki sjálfur Viggi í dyrunum.

Hann svindlar, kíkiði bara í ermarnar hjá honum. Þeir stóðu upp, greinilega ekkert alltof ánægðir með mig og sögðu mér að bretta up ermarnar. Ég var ekkert alltof ánægður með það, tók alla peningana og hljóp út. Djöfullinn, hvernig vissi hann af mér, og hvernig í anskotanum vissi hann að ég hafði verið að svindla. Þegar ég kom út þá var Viggi ekki sjáanlegur en þeir voru á eftir mér, alveg tilbúnir að ganga alveg frá mér. Ég hljóp upp í leigubíl og brunaði burt. Ég hefði kannski bara átt að leifa þeim að ná mér.

Þegar ég heyrði samt mína eigin rödd segja hvert ég vildi fara þá lá við að ég hoppaði út úr bílnum á ferð. Sat ekki Viggi þarna í ökusætinu. Ég spurði hvað í anskotanum hann vildi, af hverju hann léti mig ekki vera og hvernig hann vissi af mér. Hann svaraði því að hann ætti svolítið sem ég væri með. Ég spurði hvort það væru peningarnir og fleygði þeim öllum í hann. Hann svaraði að ég væri með svolítið meira. Sem betur fer þá hægði bíllinn nú á sér við umferðarljós og ég gerðist það djarfur að opna dyrnar og hlaupa út. Og já, ég hljóp og hljóp, þangað til ég datt niður af þreytu. Nú var ég orðinn alveg auralaus og var að fela mig fyrir sjálfum mér. Eða einhverjum djöfli sem ásældist sál mína. Ég veit ekki hvað þetta var en ég hef sjaldan orðið eins hræddur á ævi minni. Nú var ég staddur í almenningsgarði og það var næstum alveg myrkur, smá tíra af ljósastaur þarna skammt frá.

Hrollurinn sem ég fékk þegar ég fann hönd koma við öxlina á mér var ólýsanlegur. Ég snéri mér hægt við og þar stóð hann, kaldur eins og alltaf. Nú loksins missti ég mig alveg, ég réðst á hann og byrjaði að lemja hann hægri, vinstri. Hann reyndi eitthvað að verja sig en æðið sem rann á mig þarna var alveg ólýsanlegt. Ég görsamlega trylltist. Einhvernveginn þá var ég kominn með lítið beitt járnstykki í hendurnar og mér tóks að slá hann niður. Ég hoppað uppá hann og gerði mig tilbúinn að reka það á kaf í hálsinn á honum þegar ég leit í augun á honum. Það lamaði mig gersamlega, þetta var eins og að horfa í spegill.

Ég vissi görsamlega ekkert hvað ég átti að gera, samt fann ég mig knúinn einhverjum krafti til að ljúka þessu. Ég sleit augnsambandinu, reisti hendina upp og rak það á kaf í hálsinn á honum. Þvílík sæla sem þetta var, mér fannst hann görsamlega leysast upp fyrir neðan mig og ég rúllaði af honum. Þetta var búið, ég fann það. Og þvílík sæla sem þetta var. Þetta var sigur fyrir mig. Síðan var allt svart.