Frekar gömul saga sem mig langaði að senda inn. Endilega segið skoðanir..

Ég sat við eldhúsborðið. Starði án þess að sjá. Þróaður mannsheilinn minn sýndi mér þessa miklu og óskýranlegu atburði sem höfðu svo stór áhrif á líf mitt.
Þetta hafði aldrei gerst áður. Í fyrsta skipti á minni lífsfæddri ævi hafði ég aldrei orðið kjaftstopp, að ungbarnaárunum frátöldum. Þá gat ég ekki talað. Þarna gat ég það, en gerði það ekki. Hvað gat maður líka sagt við þessu ?
Ég verð samt að viðurkenna, partur af þessu er mín sök. Ég get ekki sagt að ég sé algjörlega fullkominn, slíkt væri ógjörningur, en ég gerði þau glapparskot að ég lét blekkjast á hinu kyninu. Kynið sem einkennist af undirferli, grimmd og svikum. Hafði ég virkilega fallið í klær ástarinnar ? Við gerum öll okkar mistök í lífsleiðinni, þetta voru mín. Annars hefði ég aldrei orðið kjaftstopp sem leiddi til þunglyndi komandi vikna.
Hvaða mannvera getur horft á Jörðina og kallað hana sameind ? Mannkynið, sameind ? Í þessu lífi eru allir einir á báti. Fólk þarf bara að horfast í augu við það nógu fljótt svo að það muni ekki verða hátt öðrum. Þegar upp er standið færðu engan stuðning. Bíddu við, stuðningur, hvað er það aftur ? Meining orðsins er svo miklu meira heldur en það sem fólk nú til dags lýsir yfir. Ef einhver segir ‘Ég styð þig alla leið!’ – það þýðir ekki ‘Ég skal reyna að hjálpa þér ef að ég get það!’ – heldur er stuðningur ‘Ég skal grípa þig ef þú dettur!’. Hvað er málið með almúgann í dag ? Hvað þýðir það ef stúlka drauma þinna segir við þig; ‘Ég get ekki hjálpað þér.’? Auðvitað getur hún hjálpað þér, hún bara vill það ekki. Draumar þínir hverfa, styggð og biturð tekur við af hamingjunni. Vinirnir hætta að vilja umgangast fullkomna vin sinn sem þeir einu sinni dáðu. Þeir hálfhræðast hann. Ég er hann.
Er ég kokhraustur, að játa snilli mína ? Að játa það að ég var alltaf myndarlegastur í árgangum, að ég var með hærri greindarvísitölu tólf ára heldur en flestar mannverur jarðar verða nokkurn tímann í lífsleiðinni ? Er ég sjálfumglaður að viðurkenna þessa hluti fús og stoltur ? Þetta er satt! Af hverju ætti ég að fela sjálfan mig, brosa vandræðalega og segja ef til vill ‘Nei, hættu nú alveg. Ég roðna!’ – ef einhver bendir á mína fjölmörgu kosti.
Hún reyndi það samt. Að hjálpa. Styðja mig. Ég var ekki móttækilegur við slíku. Ef að ég gat ekki breytt mér, af hverju ætti hún að geta það ? Heimska stúlkukind, hvað hafði hún verið að hugsa ? Af hverju yfirgaf hún mig ? Það var eitthvað sem var mér óskiljanlegt. Hún dýrkaði mig. Af hverju fór hún frá manni sem hún dýrkaði ? Var það af því að ég gat ekki dulið sjálfselskuna mína ? Nei, hvað er ég að hugsa ! Ég er ekki sjálfselskur !
Dinglið í dyrabjöllunni olli því að ég hrökk upp úr vangaveltum mínum. Hver þetta var hafði ég ekki hugmynd um. Ég hafði verið einangraður frá umheiminum svo lengi. Dyrabjallan hringdi aftur.
‘Já, já..’ – muldraði ég í barm mér pirraður. Ég opnaði dyrnar. Þetta var hún. Dropum lak niður eftir gulu, aðsniðnu regnkápunni hennar. Hárið á henni var sett upp í kæruleysislegt tagl og augnmálingin lak niður kinnarnar. Hún var gegndrepa, en þó var hún fegurri en nokkru sinni.
‘Halló Jakob.’
Og þá gerðist það aftur. Kjaftstopp. Ég náði ekki að stynja upp úr mér einu einasta orði. Ég stóð þarna í andyrinu; órakaður, búinn að liggja í sama sloppnum síðustu vikurnar, lyktandi..
‘Má ég koma inn ?’
Ég starði hugfanginn á hana þar til ég áttaði mig.
‘Já!’ – Aðeins of hátt heldur ég ætlaði. Ég roðnaði í kjölfarið.
Hún fór úr skónum og gekk inn í stofuna. Ég fylgdi í humátt á eftir. Hún tyllti sér í græna blómastólinn sem stóð við gluggann; stólinn hennar. Ég sast á móti henni og virti hana fyrir mér. Mosagrænu augun skimuðu í kringum sig, eins og þau væru að leita af einhverju breyttu eða nýju. Þau staðnæmdust að lokum á mér.
‘Ég sakna þín.’ Sagði hún.
Ég tók eftir því að bleytan á fögru andliti hennar var ekki aðeins rigningin. Hún hikaði, glampinn í augum hennar sýndi mér engan veginn hvað var í vændum. ‘Ég hef setið svo lengi heima, hugsandi. Ef þú aðeins myndir einu sinni lúta þrjósku þinni og láta stoltið víkja um stund. Ég veit hvernig þú virkar. Þegar við erum saman, ertu yndislegasti maður sem ég gæti nokkurn tímann hugsað mér að vera með. Að elska. Í kringum aðra.. í kringum aðra ertu asni.’ Þó svo að röddin var yfirveguð þá svöruðu augu hennar mér aðeins þrá, kannski von, þó að ég gæti ekki greint það nákvæmlega.
Það eina sem komst í huga minn var að Auður vildi mig aftur. Hún virkilega vildi fá mig aftur. Þess vegna hafði hún komið. Ég horfði í andlit hennar og ég vissi aðeins þetta eina. Hún átti mig allan. Hún hafði átt mig síðan við hittumst fyrst. Það var kominn tími á að ég hætti að vera þessi sjálfselski asni. Já! Ég er sjálfselskur asni ! Nei, ég var það.
‘Jakob ?’
Ég stóð upp úr sófanum og gekk rólega yfir til hennar. Staðnæmdist þegar hné mín komu við hné hennar. Hún stóð upp. Ég fann hvernig andardráttur hennar varð eilítið hraðari og hvernig hann hríslaðist niður um mig allan.
‘Auður. Ég mun breytast.’ – Þessi orð virtust ekki nærri því nóg. Ég vildi útskýra fyrir henni hve ótrúlega heitt ég hafði saknað hennar, hvað viðvera hennar skipti mig miklu.
Viðbrögð hennar voru aðeins eitt brennandi heitt tár sem rann niður vangann. Ég strauk það léttilega af. Horfði djúpt í augu hennar. Eins djúpt og ég gat. Án þess að ráðgera nokkuð, eða hugsa réðst ég á hana með ástríðufullum kossi. Henni brá ekki hið minnsta og svaraði í nákvæmlega sömu mynt. Þessi brennandi ástríða á milli okkar hafði aldrei logað svona sterkt. Þarna í íbúðinni minni, elskuðumst við á stofugólfinu –nokkrum sinnum.
Lífið lék í lyndi hjá okkur tvemur eftir þetta. Ég einsetti mig að því að breytast og viti menn, ég held að það sé að heppnast. Auður flutti aftur inn til mín. Núna eru tveir mánuðir rúmlega síðan þetta eftirminnilega síðdegi okkar átti sér stað.
Ég og Auður liggjum í leti heima á laugardegi. Skyndilega heyri ég hvar Auður öskrar úr baðherberginu. Hjartað tekur kipp og ég hleyp eins hratt og ég get inn á klósett. Þarna er Auður, sitjandi á klósettskálinni með náttbuxurnar ásamt nærbrókunum á hælunum. Starandi forviða á lítið prik sem rauður skýr blettur er að myndast. Kjaftstopp eru ekki svo slæm eftir allt saman.
, og samt ekki.