Nornin, 5.Kafli - Flóttinn Fyrsti hluti

Dagný skreið að Sindra þar sem hann lá, ennþá meðvitundarlaus, á gangstéttinni.
„Sindri,“ hún hristi hann, „Sindri…“ Hún lagði eyrað að munni hans og hlustaði eftir andardrættinum, sem var orðinn sterkur og stöðugur. Hún stóð upp og dustaði af sér rykið. Í fjarska heyrði hún í sírenum en göturnar umhverfis hana og Sindra voru auðar.
-„Dagný…“ sagði Sindri veiklulega. Dagný settist niður á hnén við hlið hans og strauk honum um ennið.
-„Hvernig líður þér?“ spurði hún blíðlega. Hann svaraði með brosi. „Heldurðu að þú getir labbað?“
Sindri svaraði ekki en settist rösklega upp. Dagný hjálpaði honum á fætur og þau héldu áfram niður gangstéttina, í átt að skólanum hennar Dagnýjar.

Annar hluti

Sindri var farinn að ganga óstuddur og eðlilega eftir nokkrar mínutur.
„Dagný,“ byrjaði hann, óöruggur, „galdurinn sem þú notaðir…“
-„Var svartagaldur,“ kláraði hún fyrir hann, „ég veit. Ég fann það.“
-„Þú þarft að halda því leyndu,“ sagði Sindri og reyndi ekki einu sinni að fela áhyggjutóninn.
-„Fyrir SSL? Já mér datt það svosem í hug.“
-„Og fyrir öllum bara,“ Sindri var ennþá áhyggjufullur en alltaf minna og minna. Það hjálpaði hvað Dagný var róleg. „Samtökin eru ekki ekkt fyrir að gefa sénsa.“
-„En það er eitt sem ég skil ekki…“
-„Hvernig þú gast notað svartagaldur án þess að verða myrkranorn?“ Dagný kinkaði kolli. „Það gerist ekki bara strax. Þess vegna halda líka margir að þeir ráði við að nota svartagaldur án þess að það hafi áhrif á þá.“
Þau gengu í nokkra stund í þögn. Fyrir utan hraðan andardrátt þeirra heyrðust ennþá sírenur í fjarska.

„Þú varst að fara að segja mér eitthvað,“ sagði Dagný allt í einu. Sindri horfði spyrjandi á hana þannig að hún hélt áfram, „í strætónum. Rétt áður en myrkranornin kom. Þú sagðir eitthvað um það að eitthvað mikið væri í gangi…“
-„Já, auðvitað,“ hann hafði líka gleymt því sjálfur og var ekki feginn að hún mundi það. „Myrkranornir um allan heim eru farnar að vinna saman að einhverju stóru. Ég veit ekki hvað en það er líklegast einhver árás á SSL eða jafnvel á manneskjur. Þú veist sem ekki eru nornir.“
-„Og við ætlum hvað? Bara að flýja? Verum frekar hérna og berjumst,“ það var ákafi í röddinni hennar.
-„Þú ert kannski óvenju öflug miðað við nýja norn, ótrúlega öflug, en þú ert samt bara ein norn.“ Hann var harðákveðinn en hann vissi að það var hún líka. Það varð smá þögn á meðan Sindri beið eftir svari en áður en Dagný náði að segja neitt heyrðist hræðilegt öskur. Hann þekkti það vel en hann hafði aldrei heyrt það svo slæmt. Myrkranornir. Fleiri en ein… allavega þrjár. Hann hélt um eyrun og sá að Dagný gerði hið sama en það hjálpaði lítið. Dagný sagði eitthvað en ekkert heyrðist fyrir öskrunum. Þó vissi hann hvað hún hafði sagt því hendurnar á henni fóru að gefa frá sér skjannahvítt ljós sem, líkt og í sprengingu, dreifðist um loftið. Þagnargaldurinn, hugsaði hann og hló innra með sér. En öskrin hættu ekki. Þá fyrst sá Sindri sveiminn af nornum sem þaut um himininn í áttina til þeirra. 6 eða 7 allavega. Nornirnar flugu svo hratt að hann gat með engu móti talið þær. Hann þreif í handlegginn á Dagnýju og hljóp af stað. Þreytan sem hann hafði fundið fyrir var alveg horfin.

Þriðji hluti

Sársaukinn, sem öskur myrkranornanna olli, varð of mikill þegar þær nálguðust og á næstum sama tíma féllu Sindri og Dagný í jörðina. Þau engdust um og héldu fyrir eyrun á meðan nornirnar flugu í hringi yfir þeim á bláeikargreinum. Sindri tók í höndina á Dagný og hún leit á hann, með tárin í augunum. Og eins og hún hafði skilið hvað hann var að hugsa sagði hún; „Silentium.“ En það var ekki rödd hennar sem heyrðist yfir öskrin heldur var eins og rödd þeirra beggja skar í gegnum hávaðann. Hvíta ljósið þeyttist frá þeim og öskrin í myrkranornunum þögnuðu.

Fjórði hluti

Sindri lá áfram á jörðinni og naut þess að sársaukinn var horfinn. Sælutilfinning skaust um hann allan en hún varði stutt því hann sá að myrkranorninar lækkuðu flugið sitt hratt. Hann vissi að það þýddi ekki að tala þannig að hann potaði í Dagnýju, sem líka hafði legið og fagnað þögninni, og benti svo á galdrabókina sem hún hafði misst á gangstéttina. Hún kinkaði kolli, eins og hún skildi hann en þá fattaði hann að án galdraþulu virkuðu engir galdrar. Myrkranornirnar lentu og mynduðu hring umhverfis þau. Hann hafði haft rangt fyrir sér, norninar voru tíu. 6 voru karlmenn og 4 konur. Þau klæddust aðeins svörtu, konurnar síðum kjólum og karlarnir jafnsíðum kuflum. Hver þeirra hélt á bláeikargrein í annarri hendi en á silfurgráum rýtingi í hinni.
Sindri leit hræddur á Dagnýju. Hún varð hörð og ákveðin á svip en leit ekki á hann. Hins vegar horfði hún í augun á myrkranornunum til skiptis. Hún greip svo í öxlina á honum. Hann fann töfra þjóta um sig líkt og hann væri að galdra en svo var ekki. Hún var að taka þá af honum, ræna hann orku. Hann fylgdist með henni þar sem hún stóð, næstum afslöppuð, á meðan hann varð máttlausari og máttlausari. Óvinir þeirra horfðu ráðvilltir á hvorn annan og biðu eftir því að þagnargaldurinn hætti að virka. En Sindri vissi að þeir biðu ekki bara. Þeir voru að reyna að losna undir þagnargaldrinum með notkun töfra án orða. Það var erfitt en hann vissi líka að þeim myndi takast það á endanum.

Fimmti hluti

Dagný fann að það sem hún var að gera var rangt. Svartagaldur. En í þetta skipti fann hún ekki bara illsku í mættinum heldur líka skrýtna ánægjutilfinningu. Sindri missti meðvitund en hún greip hann og lét hann varlega á jörðina. Ein af myrkranornunum varð brugðið og steig fram með rýtinginn á lofti. Dagný notaði þá eina galdurinn sem hún kunni, sem þurfti ekki galdraþulu. Telekinesis. Hún þurfti ekki einu sinni að einbeita sér en krafturinn sem hún hafði safnað virtist losna, allur í einu. Myrkranorninar þutu upp í loftið nokkra metra og lentu svo harkalega á gangstéttinni. Þá er það léttigaldurinn. Hún beygði sig yfir Sindra og lagði aðra hendina á brjóstið á honum. „Relevo.“ Hún sá ekkert gerast en vissi samt að galdurinn hafði virkað, hún fann það. Hún tók undir hálsinn á honum og undir lappirnar. Hann virtist ekki vera nema nokkur kíló. Hún henti síðan galdrabókinni ofan á hann og passaði sig að detta ekki um ringluðu myrkranorninar þegar hún hljóp í átt að skólanum.

Dagný hljóp á skólalóðinni í átt að innganginum. Fyrir aftan sig heyrði hún öskur myrkranornanna en lét það ekki stöðva sig. Hún var enn uppfull af töframætti og það styrkti hana. Á nokkurra sekúndna fresti henti hún eldkúlu fyrir aftan sig og fann í hvert skipti fyrir illskunni en líka sælutilfinningunni sem hrædda hana meira og meira í hvert skipti. Hún vissi samt ekki hvort hún hitti því hún hafði ekki augun af dyrunum, innganginum að skólanum.
„Contego,“ sagði hún þegar hún skynjaði eldkúlu nálgast sig. Hún vissi ekki hvort það væri út af aukagaldramættinum frá Sindra eða hvort það væri eðlilegt en hún fann fyrir öllum töfrum mykranornanna. Hún skynjaði þá jafn skýrt og hún sá og heyrði.
Dagný kom að innganginum og opnaði dyrnar með öxlinni, Sindri var ennþá meðvitundarlaus. Guði sé lof, það er opið. Það var nefnilega laugardagur. Hún hentist inn ganginn og reyndi í æsingi að opna að einhverri kennslustofunni en þær voru allar læstar. Hún heyrði fótatak myrkranornanna þegar þær komu inn í skólann. Loks kom hún að bókasafninu, sem var opið. Hún dreif sig inn og lokaði. Síðan lét hún Sindra varlega á gólfið og einbeitti sér að einni bókahillunni, sem tók þá að renna eftir gólfinu og stillti sér upp fyrir framan hurðina. Hún staflaði nokkrum bókahillum fyrir áður en hún settist hjá Sindra og tók í höndina á honum. Hann opnaði augun aðeins og dæsti.
„Fyrirgefðu,“ sagði hún og brast í grát. Hann svaraði ekki en lokaði aftur augunum. Það heyrðist hár dynkur utan af ganginum. „Sindri?“ Hann svaraði ekki.

Bókahillurnar þutu frá dyrunum sem opnuðust með látum. Dagný settist upp. Ein myrkranornanna, karlmaður, gekk hröðum skrefum að henni með útretta hendi. Hann tók um hálsinn á henni áður en hún kom upp orði, en um leið missti hann takið og féll fram fyrir sig á gólfið. Stunginn í bak hans var silfurgrár rýtingur og fyrir aftan hann stóð Helga, bókasafnsvörðurinn.