Nei! Ekki…Eða jújú.
Má ég stroka þetta út?
Jájá. Strokaðu þetta út.

Krítarpúðinn tortímdi öllu sem á vegi hans varð og skildi ekkert eftir sig nema hvítt móðukennt ský.
Ég trúi því ekki að við þurfum að byrja upp á nýtt. Við vorum búnir að vera að þessu síðan klukkan þrjú!
Þetta var dead end. Hugmyndin að umpóla var sniðug… en útreikningarnir gengu ekki upp.

Einn vísindamannanna var orðinn reiður.
Helvítis drasl! Af hverju gengur þetta ekki upp, kallar hann ergilega.
Þeir höfðu verið að rannsaka litla gloppu sem þeir höfðu rekið augun í skammtafræðinni. Stofnunin sem þeir unnu allir hjá var að þróa nýja tegund af laserstýrðum gervihnöttum. Útreikningarnir hefðu átt að vera leikur einn, en einhvern veginn fengu þeir þetta aldrei til að stemma við mælingarnar. Að lokum höfðu verkfræðingarnir á sinn einstaklega groddaralega hátt einfaldlega breytt speglinu svo þeir þurftu ekki að pæla meira í þessu.

En áhuginn var vaknaður, og síðan þá höfðu þeir hist reglulega á eigin tíma og borið saman bækur sínar.
Í tvö ár.
Þessi agnarsmáa gloppa var farin að líta út eins og gínandi gígur. Sumir höfðu tekið þetta mjög nærri sér, og þetta orðið að einskonar þráhyggju. Hugmyndirnar voru orðnar æ glannalegri. Þyrðu þeir að snúa öllu á hvolf sem þeir tóku gott og gilt til þess eins að láta dæmið ganga upp?

Ekkert af þessu meikar sens! segir hinn sami aftur,skeggjaður ungur maður með gleraugu. Samkvæmt þessu hangir ekkert saman, raunveruleikinn er bara út um tvist og bast: En hann hangir nú augljóslega saman! segir hann og bendir út.

Úti er sólríkur dagur.
Sólargeislarnir hrísluðust inn um rimlagardínurnar og í sólina. Skyndilega duttu þeir úr heimi abstract hugmyndina og talna og inn í notalega stofuna á nýjan leik.

Hvernig væri að við tækjum smá pásu og fengjum okkur te.Við getum prófað að gera þetta aftur á eftir, nema samanlagt, eins og einhver stakk upp á… sagði vísindamaðurinn sem bjó þarna.
Einn af öðrum gengu mennirnir út um stofudyrnar og í skjólríkan gróðursælan garðinn, þar sem þeir settust við borðið. Veðrið var indælt.
Einn varð þó eftir sitjandi í sófanum.

Honum veitti ekki af frísku lofti en hann var gagntekin af líkaninu sem búið var að rissa upp á töfluna. Hann gat ekki hugsað sér að slíta sig frá því. Það hafði sérkennilega tilfinningu að hér byggi meira að baki.Rimlagluggatjöldin mynduðu rifflaðann skugga sem lá yfir móðukennd krítarskýið á töflunni.
Skýið minnti hann á uppáhalds fraktalinn hans. Einn mannanna hafði stungið upp á einhverskonar eindaeter fyrr um daginn, mörghundruð ára kenning sem löngu var búið að afsanna. Kannski ekki eter,en stærðfræðirúm?
Jafnraunverulegt og allar aðrar víddir, upplýsingarými um rökleg sannindi. En hvaða lögmál gilda í heimi lögmálanna.

Fraktallinn breiddi sér út yfir töfluna.

Hann trúði ekki á uppljómanir. Þetta hafði ekkert með vitrun að gera. En skyndilega fannst honum eins og riffluðu skuggarnir ofan fraktölunum þýddu eitthvað!

Gamla ruglið með að vera eind og bylgja á sama tíma! Misskilningur! Loksins skyldi hann.
Þetta hafði ekkert með vitrun að gera, hann sá bara betur stærðfræðina í raunveruleikanum en hinir.Hún endurtekur sig. Heilinn í þeim leyfði það ekki, tölur og upplýsingar bindast saman á ákveðinn hátt í hausnum á þeim og verður ákveðinn raunveruleiki. Þeir eru sífellt að rugla saman skynjun og upplýsingum.

Það hljómar kannski hrokafullt en hann átti ekki við þennan vanda að stríða. Hann sá… betur en þeir!
Hann reiknaði fljótlega yfir allt aftur í minninu og þetta stemmdi. Vímublossar skutu upp hér og þar um búkinn á honum. Það var svo margt sem hann hafði lært sem þeir höfðu aldrei lært, margt sem hann vissi sem þeir vissu ekki. Og nú var hann búin að uppgötva þetta!
Hugurinn reikaði frá hinu allra smæsta til hins allra stæsta.
Alheimurinn er ekki svona, heldur hinseginn. Samfella í 5 víddum… hey! Skyndilega hugsaði hann þetta aftur. Nei.4 víddum. Við getum sleppt að hugsa afstæðiskenninguna í tímarúm ef við bara…
Hann skælbrosti að innan. Að utan sást ekki vottur af svipbrigði.

Kollegar hans voru búnir með teið og farnir að týnast aftur inn.
Svo margt… svo margt sem þeir ekki skyldu.Þeir áttu enn svo langt í land.
Þeir voru í svo miklu öngstræti að það liðu mörg ár áður en þeir ættu séns í að komast að sannleikanum.
Allt í einu flaug honum í hug að hann ætti kannski að hjálpa þeim, segja þeim smá. Tilhugsunin freistaði hans.

Einn vísindamannanna settist við hliðin á honum í sófann og byrjaði að klóra hann á bakvið eyrað.

Voff.