Já, er andvaka núna í kvöld og ákvað að reyna að semja eitt stykki smásögu bara svona á staðnum, Sjáum bara hvernig til tekst:)



Vindurinn gaf frá sér mikinn hávaða, það var eins og einhver væri að banka á gluggan. Ég kíkti en það var ekkert, bara bláköld nóttin og rigning. Ég gat ekki sofnað. bæði útaf óveðrinu sem var úti og öllum þeim hlutum sem ég hafði lent í fyrr um daginn.

Það byrjaði allt þegar ég vaknaði þreyttur klukkan hálf 7, og vekjaraklukkan alltaf jafn pirrandi. Löngunin til að sofa aðeins lengur var sterk en ég lét ekki freistast. Ég stökk framúr, fór í snögga sturtu og fékk mér morgunverð. Eftir allt sama gamla morgun stússið fór ég í vinnuna, úti var ískalt og þurfti ég að byrja á því að skafa rúðurnar. Eftir erfiðin sast ég inn í heitan bílinn og kveikti á útvarpinu. Ljúfir tónarnir róðuðu niður vinnustressið.
Það hafði verið mikið að gera í vinnuni undanfarið og mikið um svefnlausar nætur, ég reyndi að láta það hafa lítil áhrif á vinnuna. Í hádegismatnum fór ég á lítið kaffihús með nokkrum vinnufélugum, við sátum í mestu makindum þegar síminn minn hringdi. Það var mamma og hún hafði slæmar fréttir að færa um hann pabba, hann hafði verið að vinna á Kárahnjúkum og lennt í einhverskonar vinnuslysi. Hún vissi ekki neitt annað um það sem gerst hafði. Ég afsakði mig fyrir vinnufélugunum, dreif mig í jakkan og brunaði af stað heim til mömmu. Hún sat ein í stofunni og grét, ég tók utan um hana og róaði hana örlítið niður.
Síminn hringdi það var einhver maður þarna á Kárahnjúkum sem sagði henni að pabbi væri á leiðinni með sjúkraþyrlu á Landspítalann í Reykjavík og að við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur af honum, það væri allt í lagi með hann. Hjartað í róaðist örlítið við þessar fréttir. Ég kláraði kaffið sem mamma hafi gefið mér og síðan drifum við okkur niður á spítala. Við töluðum við konuna í móttökuna, sögðum henni að við færum fjölskylda mannsins sem komið hafði frá Kárahnjúkum fyrr. Hún hleypti okkur inn og benti okkur á stofuna sem pabbi var í.
Hann var meðvitundarlaus eftir að læknirinn hafði svæft hann fyrir aðgerð og var allur útí sárum í andlitinu, mamma sast við hliðina á honum og hvíslaði eitthvað í eyrað á honum sem ég heyrði ekki. Hjúkkan kom inn og gaf honum einhverja sprautu og sagði síðan að hann ætti að ranka við sér innan skamms.
Við sátum í klukkutíma í viðbót, þangað til að ég sá að hann væri að ranka við sér. Það virtist allt í lagi með hann, hann talaði við okkur, sagði brandara og allt virtist í lagi. Þangað til að eitthvað gerðist, í miðjum samræðum hringdi síminn hennar mömmu, það var maður að spurja um pabba. Pabbi tók síman og talaði við mannin í nokkrar mínútur á eihverju tungumáli sem skyldi ekkert í, sennilega var hann að tala við einhvern vinnufélaga sinna af Kárahnjúkum. Hann skellti á, ég horfði á hann en eitthvað virtist vera að. Aann stífnaði allur upp og gaf frá sér hljóð eins og að hann væri að kafna, hann mumlaði eitthvað sem ég og mamma skyldum hvorug og síðan lokaði hann augunum.
Við ýttum á neyðarhnappinn og hjúkrunarkonurnar og tveir læknar komu hlaupandi inn. Þau ráku okkur út úr stofunni og vorum við send á einhverja biðstofu. Við biðum og biðum. Loks eftir rúmar þrjár klukkustundir kom læknirinn fram, við stóðum bæði upp, áköf og ætluðum að tala við hann.
Hann sagði okkur að setjast niður. “Því miður þá lifði hann þetta ekki af” sagði hann. Ég tók stólinn sem ég sat í og kastaði eins fast og ég gat í vegginn, mamma tók utan um mig og róaði mig niður. Hún spurði læknin hvað komið hafði fyrir hann.
Hann útskýrði fyrir okkur að við komuna á spítalann hafi pabbi ekki verið í mjög góðu standi, marinn á öllum líkamanum, brotinn á nokkrum stöðum og með skurði út um allan líkama.
Pabbi hafði útskýrt fyrir lækninum að hann hafði orðið fyrir líkamsárás eftir útistöður við einn vinnufélaga sinna en vildi ekki segja hversvegna.
Læknirinn framkvæmdi síðan aðgerð þar sem skrúfa þurfti saman nokkur beinin í líkamanum eftir árásina. Eftir aðgerðina höfðum við síðan komið í heimsókn og hann spurði hvort eitthvað hafði gerst á meðan við vorum inni hjá honum. Ég sagði nei, nema að síminn hafi einu sinni hringt og að það hafi verið einhver erlendur vinnufélagi hans. “Hversvegna villtu vita hvað gerðist á meðan við vorum inni hjá honun?” spurði ég.
Læknirinn sagði að pabbi hafi ekki dáið af völdum áverkanna sem hann hlaut við árásina heldur hafi hjartað í honum hætt að slá. “Hjartað?” spurði ég undrandi á meðan ég þurrkaði tárin.
Ég vissi að pabbi var ekki með neina hjartagalla, hann var í góður formi og reykti ekki né drakk áfengi. “Veistu afhverju það hætti að slá?” spurði mamma. “Nei, það veit ég ekki” svaraði læknirinn til baka. “Því miður hef ég enga útskýringu á því, það að áverkarnir eftir árásina höfðu ekkert með þetta að gera”.

FRAMHALD



Já, fyrsta smásagan mín orðin að veruleika:D Vonandi fannst ykkur einhvað varið í hana, endilega commentið, segjið hvað ykkur finnst ég þurfa að bæta og þess háttar. Öll gagnrýni vel þegin:) En eins og fram kemur er framhald, bara hef ekki úthald í kvöld í meira, þannig þangað til næst..

Tim0