Næstu dagar liðu hægt. Ég vaknaði í skólann eins og venjulega en varð auðvitað rosalega þreytt í skólanum. Maður snappar ekkert strax úr sumarleyfinu. Það tók líka dálítinn tíma fyrir vinkonur mínar að átta sig á því.
Alveg síðan þessi strákur kyssti mig hef ég ekki getað hugsað um annað. Af hverju kyssti hann mig? Afhverju talaði hann ekki við mig áður en hann kyssti mig. Ég var búin að hugsa og hugsa meira um þetta en komst ekki að neinni niðurstöðu.
Það var síðasti dagur vikunnar og það sást að allir vou mjög fegnir því fyrsta vikan í skólanum er alltaf erfið. Allir hlökkuðu til að fara í partíið hjá Tryggva en þó sérstaklega Sigga. Hún sagði að þetta væri tækifærið sem hún hafði beðið eftir til að segja Tryggva hug sinn en hún hafði verið að humma það fram að sér mjög lengi. Þetta partí var líka mikilvægt fyrir mig því ég reiknaði með að dularfulli strákurinn yrði þarna, þar sem þetta var partí ársins en þannig entist aldrei lengur en að næsta ‘’partíi’’ ársins.
Ég steig úr rúminu á föstudags morgun og gerði þetta vanalega áður en ég fór niður í morgunmat það er að segja mála mig, klæða mig, greiða mér og slétta á mér hárið. Allt þetta tók sinn tíma og ég kom ekki niður í morgunmat fyrr en klukkuna vantaði tíu mínútur í átta. Ég dreif í mig morgunmatinn og sagði síðan mömmu að ég kæmi örugglega ekki beint heim eftir skóla, við stelpurnar ætluðum að kíkja á fötin í fataskápnum okkar fyrir partíið.
Ég sótti Júlíu og Siggu á leiðinni fram hjá húsunum þeirra og við urðum samferða í skólann, eins og vanalega. Þegar við komum í skólann var skólalóðin nú þegar hálftóm og við áttuðum okkur á því að við vorum allt of sein. Ég og Júlía þurftum að fara í sögu tíma en Sigga fór í bókhaldstíma. Við sáum hana hlaupa fyrir horn en svo héldum við áfram, þar sem einkunnirnar okkar voru í húfi.
Þegar við vorum að hlaupa eftir síðasta ganginu kom ég auga á dularfulla strákinn þarna þar sem hann hallaði sér upp að vegg með óræðan svip. Ég fékk hroll um allann líkaman og hljóp hraðar. Þegar ég og Júlía stoppuðum fyrir framan stofuna vorum við báðar lafmóðar. Við biðum aðeins fyrir utan á meðan við vorum að ná andanum en opnuðum síðan stofuna. Allra augu beindust að okkur og fyldu okkur alveg að sætunum okkar þar til kennarinn ræksti sig og bað krakkana og fylgjast með.
Fimm mínútum síðar var hurðin opnuð á ný og dularfulli strákurinn steig inn. Það var eins og hann hefði elt okkur eða réttara sagt, mig. Síðustu daga hafði hann nærri alltaf verið í sömu tímum og ég og mér fannst það mjög skrítið. Hann sagði aldrei hvað hann héti, sagði að það skipti ekki máli.
Maður sá hann aldrei með sömu vinunum, það var eins og hann skipti hvern einasta dag á vinum .
Allt í einu var pikkað í mig. Það var Júlía. Ég hafði verið svo þungt hugsi að ég hafði ekki tekið eftir því þegar kennarinn spurði mig spurningar. Ég svaraði spurningunni og reyndi að fylgjast betur með. Ég vissi að strákurinn sæti fyrir aftan mig og væri að horfa á mig. Hann hafði gert það alla vikuna. Ég hafði spurst fyrir um hann en ég komst að því að enginn vissi meira um hann en ég, enginn vissi hvað hann héti, hvar hann ætti heima, hvaðan hann kæmi eða símanúmerið hans.
Eftir tímann fórum við, ég og Júlía, inná stúlknaklósettið þar sem við biðum eftir Siggu. Alltaf þegar við fórum í sitthvorn tímann ákváðum við að hittast á stúlknaklósettinu á þriðju hæð. Sigga kom svo inn.
,,Hæ!’’ Sagði Sigga óvenju glöð
,,Einhver í góðu skapi?’’ Spurði Júlía
,,Gettu hver bauð mér í eigin persónu í partí heima hjá sér?’’ Svaraði Sigga á móti og öskraði næstum.
,,Nei! Bauð Tryggvi þér sjálfur? Til hamingju!’’ Sagði ég spennt. Ég vissi að Sigga hefði verið að bíða eftir einhverju svona frá Tryggva.
,,Hann er pottþétt skotinn í þér!’’ sagði Júlía æst.
,,Hann spurði hvort ég myndi ekki pottþétt koma í partíið hans!’’ Sagði Sigga dreymni röddu.
,,En talandi um skot!’’ Sagði Júlía ,,Nýi strákurinn er alltaf að horfa á þig! Ég held að hann sé skotinn í þér!’’
Ég hafði ekki sagt þeim um kossinn því ég vissi að þær myndu ekki skilja þetta.
,,Aha, hann er alltaf að horfa á þig, ég þori að veðja að hann sé geðveikt skotinn í þér!’’ Sagði Sigga.
,,Heyrðu eftir skóla, eigum við þá að fara heim til þín Júlía? Þú átt svo mikið af flottum fötum’’ Sagði ég áður en þær náðu að segja eitthvað meira um dularfulla strákinn. Júlía og Sigga horfu á mig grunsemdaraugum áður en þær jánkuðu því. Svo eftir skóla löbbuðum við heim til Júlíu og byrjuðum að róta í fataskápnum hennar.
,,Hei sjáið! Þessi er geðveikt flottur!’’ sagði Sigga og benti á þröngann svartann bol með silfurlitu munstri.
,,Já þessi, ég hef ekki verið í honum geðveikt lengi, hann passar ekki á mig, alltof lítill.’’ Sagði Júlía og skoðaði bolinn betur.
,,Hei ég held að hann passi á þig’’ sagði Sigga og benti á mig. ,,Þú ert svo mjó!’’
,,Í fyrsta lagi þá passar hann örugglega líka á þig og í öðru lagi þá er ég ekki mjó!’’ Sagði ég móðguð.
,,Hei prófaðu þetta pils við bolinn, mér sýnist þetta passa vel saman.’’ Sagði Júlía og rétti mér svart leðurpils. Ég fór inná bað með bolinn, pilsið og svartar þunnar leggings við. Ég klæddi mig í og leit síðan í spegilinn. ,,Vá! Þetta er geðveikt!,, Hugsaði ég. Bolurinn var þröngur yfir brjóstin þannig að það leit þannig út að ég væri með stór brjóst en hann náði samt ekki niður fyrir nafla þannig þetta kom vel út. Leðupilsið var flott við, en það var mjög stutt og púffað. Það var fyrst slétt og síðan komu svona þrjú lög af leðri sem fór nokkurn veginn út. Leðrið var það stíft þannig það þurfti ekki að vera meira.
Ég fór ánægð aftur inn í herbergi og sýndi stelpunum.
,,Vá! Þetta fer þér geðveikt vel!’’ sagði Sigga upprifin.
,,Já, en það vantar samt eitt’’ sagði Júlía hugsi. ,,Hvar lét ég það aftur’’ Hún fór að róta í skúffunum og í fatahrúgunum þar til hún dróg út hvít axlarbönd. Ég leit tortryggin á axlarböndin, afi minn gekk með axlarbönd.
,,Æji svona nú, gefðu því tækifæri’’ Sagði Júlía þegar hún sá svipinn á mér. Svo ég tók við þeim og lét þau á mig. Þetta kom geðveikt vel út! Sigga horfði á mig hugsi og spurði svo Júlíu hvort hún ætti keðjubelti. Júlía jánkaði því og lét hana fá. Svo tók ég við því og lét beltið utan um pilsið. Þetta var jafnvel ennþá betra, hugsaði ég með mér. Núna vantaði bara skó og ég hélt að ég ætti skó sem pössuðu við þetta heima.
Við prófuðum nokkur föt í viðbót, en þegar við urðum leiðar á því fórum við niður í eldhús, poppuðum okkur popppoka, fórum upp í herbergi og horfðum á uppáhalds myndina okkar; Drakúla greifi
Ég fór ekki heim fyrr en klukkan tíu um kvöldið en þegar ég kom heim fór ég strax upp í herbergi því ég heirði í reiðilegum röddum úr stofunni og vissi að mamma og pabbi væru að rífast aftur.
Ég var svo þreitt að ég klæddi mig strax í náttfötin og fór upp í rúm. Áður en ég sofnaði hugsaði ég um partíið og dularfulla strákinn. Þegar ég loksins sofnaði var dularfulli strákurinn flæktur inn í draumana þar sem hann var að elta mig með hníf.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.