Eg var búin að eyða öllum eftirmiðdeginum í að versla jólagjafir með konunni. Við höfðum komið við á mörgum stöðum og vorum hlaðin gjöfum handa vinum, kunningum og ættingjum.Ég var orðin þreyttur og pirraður enda gjafastússið alltaf farið mjög í mig, aldrei átt við mig að ferðast verslana á milli í endalausri leit að hinni réttu jólagjöf.
Við stóðum í mátunarklefanum í dressman. Vorum búin að kaupa allar gjafir nema handa nafna mínum, Alberti pabba hennar. Konan var að láta mig prufa gallabuxur, ég og gamli Pabbi hennar notuðum sama snið. Ég var orðin fremur pirraður, var búin að máta 3 pör en aldrei gat blessuð konan komist að niðurstöðu um það hvaða buxur hún ætti að velja.
Versluninn var full af fólki sem hamaðist að prufa,máta og kaupa föt, jólatónlistin ómaði í litlum ferköntuðum hátölurunum fyrir ofan okkur, “skyld það vera jólahjól” fólk kepptist við að eyða sem mestum pening til að gleðja, gera vini og vandamenn hamingjusama með fallegum saum og sexy sniði.
Ég var ekki einn um að vera pirraður, því allt í kringum mig voru menn sem greinilega voru ekki mjög sáttir við það að vera dregnir eins og hundar í bandi út að versla.Við bárum allir þennan sama svip, litum út eins og guðlausir menn, sturlaðir af frelsisþrá.

Svona, þetta hljóta að vera fínar buxur á karlinn, þú veist að þegar menn eru orðnir svona gamlir þá eru þeir nú ekkert að hugsa um stefnur eða strauma í tísku, sagði ég við konuna sem var fljót að kýla uppreisnaröddina sem ég gaf frá mér langt út í stjörnunbjartan buskan.

Æji, þú veist nú hvað hann pabbi gamli er vandlátur, vill alltaf vera nýrakaður og hreinn og beinn í útliti, slakaðu bara aðeins á inngjöfinni Einar minn, þetta fer að klárast, sagði hún og horfði á mig eins og ég væri lítið barn. Ég varð bara pirraðri og reyndi að flýta þessu.

æj, svona kona, þessar hljóta að vera alveg nógu góðar, sagði ég nýbúin við að máta draftlitar macordon buxur, þú þaft nú ekki alltaf að vera svona mikill fullkomnunnarsinni Guðný, gjöf er til að gleðja, ég er viss um að pabbi þinn verður ánægður með þessar hérna, og bennti á gallabuxur sem ég hafði nýlokið við að klæða mig úr. Buxurnar voru reyndar ekkert sérstakar, frekar asnalegar ef eitthvað er, svartar með amerísku kúrekamunstri, ég var bara orðin þreyttur og svangur, stundum skil ég bara ekki konur, kaupæði þeirra og fullkomunaráráttu, sér í lagi skil ég ekki að þær þufi alltaf að draga karlana með sér í leiðangra, við erum ekki skapaðir til þess að standa í röðum, skoða í hillur eða gera annað álíka sem krefst ekki krafta okkar eða karlmennsku

æj þú seigir þetta bara afþví þú nennir ekki að vera hérna, hafði hún sagt og hennt í mig öðrum buxum, “það er ekki svona þegar ég er að koma með þér í veislur út í landhelgisgæslu, þá er ekkert hugsað um það hvað ég vil, svona mátaðu buxurnar, afgreiðslukonan frammi fann handa mér buxur eins og pabba langar í, við förum síðan og fáum okkur eitthvað í svanginn á eftir, hvernig lýst þér á að kíkja á nýja staðin Indian Mango? Þar á víst að vera mjög góður matur.

Ég hafði heyrt um þenan indan mango, einhver helvítis uppastaður og rándýr í þokkabót.Ég svaraði henni þó á jákvæðum nótum, því ómögulega vildi ég missi af hoppinu sem mér fannst ég eiga inni hjá henni fyrir allt jólaumstangið sér í lagi í kring um blessaðar jólaseríunar.

Konunni minni finnst alltaf eins og hún þurfi að vera í keppni, sérstaklega við nágrananna, frá því að við byrjuðum saman höfum við alltaf þurft að hafa allt flottast og það á einnig við um það að keppast um að vera með fallegasta skreytta húsið í hverfinu, þessi jól hafði ég verið heilar 2 vikur að setja upp öll blessuð jólaljósin, og húsið okkar sem er 200 fermetra einbýlishús á nesinu, var orðið útlítandi eins og bjartur stjörnuhiminn, því jú. Auðvitað þurfti líka að vera þemi á húsinu. Öll ljósin þurfti að vera hvít, og ekki mátti hafa annan lit eða öðruvísi útlítandi seríur á því, í þokkabót var það ég sem þurfti að setja þetta allt upp því konan mátti ekki heyra minnst á að kaupa þjónustu til að setja upp seríurnar, alltaf að skera niður allstaðar, “hugsa um framtíðina og börnin” Ótrúlegt, við sem áttum svo mikið af peningum að við gátum varla talið þá og ég í þessu háttsetta örugga starfi sem big shott út á flugvelli, samt alltaf verið að skera niður.
En svona er mannfókið ólýkt, engin er eins og sumir fara betur með peninga en aðrir, ég veit það ekki en ef ég ætti hana ekki að blessunina gæti vel verið að ég ætti ekki brækur utan á mig svo vitlaus er ég í peningamálum.
Svaraðu Albert, ég get svarið það þú hefðir átt að fara í heimspeki í staðin fyrir að fara í viðskiptafræðina, þú ert alltaf svo hugsi, lýst þér ekki vel á að éta á staðnum þarna?, sagði hún í sömu andrá og dökkhærð andlitsfríð afgreiðslukonan kom með buxurnar sem áttu að friða Alfreð gamla og láta hann brosa hamingjusaman í spegilin eftir að hafa opnað blessaðan pakkann sinn.

Ha, jú það er ágætt, mér lýst vel á það, en ég vil fara að fara, ég er orðin þreyttur og svangur
Ég nenni ekki að endurtaka mig svaraði hún þá höstug , hérna prufaðu þessar fyrir mig ef þær passa þá eigum við bara eina gjöf eftir.
Eina gjöf eftir?, andskotin hafi það, var þetta ekki síðasta gjöfin?
Nei ég var búin að gleyma Ömmu gömlu, hún verður sár ef hún fær ekki gjöf frá mér, þetta heldur henni orðið uppi að fá jólagjafir, þú veist að þegar við verðum gömul þá verðum við aftur eins og börn.
Ég horfði á hana, ég var ekki að nenna að standa í því að fara leita að gjöf handa gamla skassinu, þessi kerling, var alveg eins og sonurinn Alfreð, vandlát á gjafir og fúl ef hún fékk ekki eitthvað sem henni langaði í, ég vissi að leitin að gjöfinni hennar myndi taka óralangan tíma!
Andrea, ég er búin að vera standa í þessu jólabrasi í 7 tíma með þér, ég nenni ekki að leita að gjöf handa gömlu, getum við ekki geymt það þangað til á morgun ?
Alfreð nei, ég ætla að klára gjafirnar í dag og svo förum við að þrífa á morgun, það er engin tíma fyrir neitt jólagjafastúss á morgun.
Andskotans jól, hvað það var gott að vera krakki og hugsa ekki um neitt annað en gleðina og gjafirnar, hvað skyldi kertastúfur gefa mér, hvað fæ ég í jólagjöf frá mömmu og pabba, hvað fæ ég margar gjafir? Núna í dag er manni farið að dauðhvíða fyrir þessum blessuðum jólum í enda sumarsins, þetta er mesti vinnutími ársins, og þetta er hátið ljós og friðar!
Ég fer þá bara heim á meðan, sagði ég og klæddi mig úr buxunum sem höfðu smellpassað á mig, og þar af leiðandi smellpassað á gamla montasnann, sá á eftir að horfa á rassinn á sér í speglinum og glotta, þegar hann mátar þessar.
Ég klæddi mig í mínar venjulega buxur, kerlinging var farin að borga , hafði skilið mig eftir með þau orð að ég gæti farið heim ef ég vildi en hún myndi hafa bílinn og ég gæti bara tekið taxa ef ég ætlaði að vera með þennan mótþróa og þetta væl, mógaði mig meira að seigja og spurði hvor væri kerlingin ég eða hún og rauk í burtu..
Ég sá hana við afgreiðsluborðið, ég var búin að klæða mig í fötin. Hún var komin í heitar umræður við einhverja feministatussu.Gamla vinkonu úr firðinum. Hún var í sama stússi og við. maðurinn hennar stóð við hliðina á og vissi ekkert hvað hann var að gera þarna, með ungabarnið lafandi á öxlinni og augun flöktandi út um alla búð í leit að einhverju til að drepa tímann með, helvískur, augu hans höfðu stoppað á vel formuðum rassinum á konunni minni. Ég rölti áleiðis að þeim, sá var fljótur að gjóa augunum eitthvað annað þegar hann sá mig, ég gaf honum samt auga, sendi honum skilaboð með þeim að hann ætti vinsamlegast að horfa eitthvað annað, ég held hann hafi mótekið þau, því hann horfði ekkert á mig né konuna eftir þetta. Þetta var hin furðulegast fýr, ég las það á honum að hann væri einhver listagúru, skolhærður grannur maður komin vel á fertugsaldur, klæddur í rifna ullarpeysu og með grifflur. Konan var með öllu móti skárra höfð en þó skringilega, var í grænum kjól og með stórt heimagert járnbelti utan um sig. Passaði vel við rautt hárið á henni. Ég held að hún heiti Guðfinna, minnir að konan hafi sagt mér frá því að hún sé listmálari.
Já, frábært, við verðum að fara hittast, ég er með saumaklúbb þar sem við vinkonunrar hittumst alltaf tvisvar í mánuði það væri frábært að fá þig í hópinn!
Sama garnagaulið endurtók sig og alltaf þegar hún hitti gamlar vinkonur.
Ég stóð þarna eins og auli, hálfgerður draugur, þær tóku ekki eftir mér, og það var greinilegt að ég var lesin af umhverfinu á þann hátt að ég væri ekkert tengdur þeim, því upp að mér labbaði sveittur og vel greiddur afgreiðslumaður eins og klipptur úr nýju amerísku dressman tískublaði.
Get ég aðstoðað þig vinur, hafði hann sagt með djúpri röddu og horft furðulega á mig, - þessi maður var ekki fyrir kvenmenn hugsaði ég og horfði á kvennlegt andlitsfallið og skrýtna múnderinguna sem hann var með utan á sér, ég var dálítið lengi að svara, - Ha, nei ég er bara með konunni og benti á Andreu sem var ennþá að spjalla við rauhærða listamógúlinn.
Okey!, hafði hann sagt og horft með asnalegu augnaráði á mig sem ég skildi ekki og labbað í burtu, ég horfði á eftir honum og augun stoppuðu við skóna, sem voru támjóir og langir, úff hvað tískan er orðin skrýtin í dag hugsaði ég, karlmenn óðum að breytast í kvennmenn.
Rauðhærða konan var komin á kaf ofan í fatahrúgu og Andrea var næst í röðinni að borga, það var greinilegt að feministin hafði stungið hana með sprautu, smitað hana af öfgafullum kvennmanshugsunum því það var komið eitthvað skrýtið glott á hana, fyrirlitningaglott; hvað ætlaðir þú ekki að vera farinn, ég hélt að þú nenntir ekki að standa í þessu jólagjafastússi, sagði hún með hrokatón, þið karlmenn eruð allir eins upp til hópa, það er eins og það sé bara til ein týpa af ykkur öllum.
Ég elska þessa konu út af lífinu, en það talar enginn svona við mig, sér í lagi niðurlægir ekki alla karlmenn á jörðinni, ég hofði á hana þar sem hún var að pukra við að taka kredidkortið sitt upp úr stóru veksinu og sagði: jæja, ég fer þá bara, ég tek þá bara taxa heim, vertu blessuð. Hún virti mig ekki viðlits, horfði ekki einu sinni á mig. Við það varð ég ennþá sárri og rauk úr búðinni.

Ég leit á klukkuna og sá að hún var orðin 9 að kvöldi til, 8 tímar höfðu farið í verslunarleiðangra og svo eftir að hafa lofað öllu fögru, átti að leita að gjöf hana kalkaðri kellingu sem hvorki vissi í þennan heim né annan og sagði sögur allan sólahringin, eg hélt nú ekki.
Það var rignin úti og þungt yfir, svartnættið réði orðið ríkjum, fjölskyldufólkið var farið að týnast heim, eða já inn á veitingastaði, það var fámennt á laugarveginum. Ég var ekki klæddur í regnföt, því eins og veðrið er nú skrýtið á íslandi, hafði ég klætt mig upp í sólríkan og góðan dag, en ekki rigningar og skýgjadag. Ég blótaði í hausunum á mér, þegar ég rölti upp laugarveginn..helvítis kelling…andskotans rigining….djöfulsins jól…helvíts alkahólíska neyslusamfélag….
því ofar sem ég gekk fór ég að mæta fleira og fleira fólki, allir virtust vera í sömu hugleiðingum og ég eða kannski er þetta bara íslenski svipurinn að vera annað hvort með kjaftinn niður og virðast þunglindari en allt eða vera svo flippaður og hamingjusamur að veröldin er ekki nein staðar betri heldur en á íslandi. Þetta kvöld virtist ég samt bara mæta svartklæddum þunglyndum týpum, ég fór að hugsa um að þetta fólk væri dálítið krákulegt í útliti, horfði á fólkið og ýmindaði mér að það gæfi frá sér krákuhljóð..WRAHHH..WHRAAA.. ég hló að sjálfum mér þar sem ég labbaði í rigningunni, blautur og svartklæddur. Með háðslegt bros á vör gaf ég frá mér álíka krákuhljóð og ég heyrði í hausnum á mér.. WHRAA..

Ég var ekki viss hvert ég væri að fara, ég nennti ekki heim, börnin voru hjá ömmu sinni þessa helgi og það var í raun ekkert sem beið mín heima, ég nennti ekki að elda mér og ég er ekki þessi týpa sem glápir á sjónvarpið, það þarf að vera eitthvað einstaklega gott til þess að það nái mér. Ég ákvað því að taka mér smá göngutúr og skoða mannlífið.
Bílaumferð var ekki mikill á laugarveginum þetta kvöld, einn og einn bíll sem sligaðist niður einstefnuna, ég virti þá fyrir mér, sýndist þetta vera flest allt ungt fólk., hátt stillt tónlist og fjörugt atferli þeirra gaf mér þá ágiskun að þau væri nýsloppin frá prófum eða nýkomin í jólafrí…. , inn á milli komu samt fjölskyldubílar og virtist fólkið í þeim þögult, erfiður dagur í höfn og hlýja heimilisins bíðandi eftir þeim með sinn elskandi faðm. .

Ég var komin langt uppeftir, var nýbúin að rölta framhjá svarta kaffi þegar ég tók eftir honum. Hann var líkt og aðrir sem ég hafði rölt framhjá dökk klæddur og brúnaþungur, en það var eitthvað við hann sem ég gat ekki áttað mig á, mér fannst eins og hefði séð hann áður en ég mundi ómögurlega hvar það hefði verið. Þegar ég mætti honum horfði hann líka skringilega á mig. Furðuleg tillfinning greip mig, gamall tími hremmdi mig og gaf frá sé mjúkt raflost, ég mundi bara ekki hvar í andskotanum ég hafði séð þennan mann.
Var þetta einhver fýr sem ég hafði verið með í skóla eða hafði ég unnið með þessum honum?. Eitt vissi ég þó, það var að hann var utangarðsmaður, ekki inn í þessu venjulega fjölskylduformi, ekki þurfti maður gáfur til að giska á það. Því hann var strákslega klæddur, vel komin á fertugsaldur, svo var hann líka mjög léttklæddur og bar 3 furðuleg tattú á handleggnum á sér, 1 af stórri kráku, annað af stórri eðlu og svo gægðist stór sporðdrekakló undan bolnum hjá honum rétt við öxlina á hægri hendi. Hvernig hann gekk vakti líka furðu mína, það var hellirigning sem skýrir kannski afhverju fólk var brúnaþungt og horfði ofan í sig, en hann var með höfuðið reist hátt upp og það var eins og hann tæki ekki eftir rigningunni, rétt eins og hann elskaði hana og dáði. Hann tók heldur ekki eftir neinum í kring um sig, labbaði bara áfram og það var eins og gatan væri auð fyrir honum þótt það væri þó nokkuð af fólki á vappinu. Ég ósjálfrátt ákvað að elta hann, það gæfi mér kannski nánari vitneskju um hver þessi maður væri, hvar ég hefði hitt hann áður.
Kerlingin, jólaumstangið, allt dagsmunstrið hvarf eins og dökk fyrir sólu. Eina sem komst að var þessi maður.
Ég sökk inn í sjálfan mig kafaði djúpt inn í minningarbankann og byrjaði að leita að þessum manni, en ég var hvergi nálægt því að grafa hann upp. Ég var samt með andlitið á honum á hreinu og vissi að ég hefði umgengist hann einhverntíman. Kannski var þetta gamall fyllerísfélagi?, áður en kerlingin tróð tappanum ofan í kokið á mér, kannski var þetta gamall skólafélagi. En mér finst nú samt að ég eigi að hafa munað það, því svona kónar eru nú ekki dansandi út um allt íslands, þessar týpur finnast bara niðrí bæ. Og ég sem er utanbæjarmaður, frá vestfjörðum, Bolungarvík, Nei, þetta getur ekki verið hann Baldvin gamli bekkjarfélagi, og ekki hann Sigurður Úrsmiður, Nei þetta er örugglega einhver Gamall fyllerísfélagi.
Ég gekk á eftir honum, passaði að hann myndi ekki taka eftir mér, það var svosum ekkert að passa, því hann leit ekkert við heldur gekk hrattt og beint áfram, peysan sem hann var í var orðin rennblaut. Á bakinu á henni sá ég að var stór hvítur hrafn, undir honum stóð með stórum en samt íllskiljanlegum stöfum. DEAD. Hmmm,dauður? Þá fattaði ég að þetta var tískubóla, hafði séð son minn ganga í álíka peysu.
Hann beygði niður klapparstíg og fór inn á skemmtistað sem ber nafnið Sirkus. Staðurinn var furðulegur, litaglaður að utan og skar sig úr frá öðrum byggingum í nágreninnu. Ég staldraði við fyrir utan og gerði upp hug minn, á ég að fara inn á sirkus eða á ég að fara heim. Mér fannst fyrri hugmyndin betri enda í engu stuði fyrir heimferð, ákvað að gera eitthvað spennandi , kannski að ég kæmist til botns í því hver þessi maður væri og hvaðan ég kannaðist við hann. Svo hafði ég líka heyrt talað um þennan stað sirkus, þarna væri þorri listamanna okkar ástkæru íslensku þjóðar oftar en ekki saman komin, kannski að ég myndi sjá einhver andlit sem ég kannaðist við ? Ég rölti áleiðs að dyrunum.

Þegar ég var rétt ókomin að dyrunum löbbuðu 2 strákar á þrítugsaldri í veg fyrir mig, báðir voru þeir skringilega klæddir, eins og þeir hefðu labbað úr miðri 19 öld í bretlandi og inn á 21 öldina á íslandi..Annar þeirra var með vel snyrt yfirvaraskegg, dökkhærður hávaxin og álfalegur í útliti, hinn týpan var ljóshærður og myndarlegur með meðalsítt hár, ég kannaðist við hann, var ljósmyndari og kvikmyndagerðamaður sem hafði borið þó nokkuð á í blöðunum undanfarna daga, hafði snert á viðkvæmu málefni með gerð heimildarmyndar um Pólska innflytjendur. Þeir fóru báðir inn á staðin og ég elti þá. Dökkhærði labbaði beint upp að barnum sem var á móti inngangnum og sagði hátt og skýrt við afgreiðsludömuna og 2 aðra stráka sem sátu á barnum.” SÆLIR FÉLAGAR” snéri sér síðan að afgreiðsludömunni og sagði, ÉG ÆTLA FÁ TVO ÍSKALDA JÓLASVEINA MEÐ GOSI” furðulegt hvernig maðurinn talaði, tegði kjaftinn aftur á sér til vinstri þannig að það glitti í reykfúnar tennurnar og öskraði síðan yfir liðið. Afgreiðsludaman sem var svört, dökklætt og mjög lítil, færði honum og félaga hans jólabjór og þeir settust við barinn hjá strákunum. Þeir voru álíka og þeir, mjög listamannalegir, annar var með stór og hvít sólglerugu og haug af einhverskonar skrautkeðjum utan um sig og starði upp í loftið, undir keðjunum var hann í bol með mynd af Halldóri Laxness.Greinilega mjög hugsi maður, virtist fylgjast með öllu í kring um sig þrátt fyrir að hreifa sig litið en hló hátt annað slagið af skrýtunum bröndurum félaga sínna.
Hinn var mjög feitur, álíka og Gauji litlu í sínu versta formi, var klæddur í jogging föt og með furðulegan gráan kúrekahatt sem límd var á fjöður og mjög síðan hökutopp.
Álfurinn var greinilega grínistinn í hópnum því um leið og hann settist niður fór hann að skjóta á feita náungan” Hvað félaginn bara orðin týpa, hvar fékkstu þennan kúrekahatt, rændiru honum af Reynir Trausta” og reyf hattinn af honum. Feiti virtist furðulega góður með sig, horfði á hann og sagði, “það geta ekki allir orðið jafn svalir og Feldskerinn” færði sig nær álfinum, reif af honum hattinn og kleip hann fast þannig að álfurinn öskraði, “hættu, hættu, ég var bara að grínast, geturu ekki smellað af smá gríni þarna hlunkur” feldskerinn sleppti honum glotti og þeir héldu áfram að tala saman. Ég sat vinstra meginn á barnum og þeir beint á móti. Litla svarta kisulóran hafði horfið eitthvað á bakvið eftir að hafa fært þeim ískallt ölið.
Ég sat eins og asni með ekkert fyrir framan mig og beið eftir aðstoð. Ég horfði í kring um mig, það var fámennt inn á staðinum. Staðurinn var allur hin furðulegasti, mjög hrár að innan, ef ekki væri tilkomin öll þessi skreyting á veggjum og burðarbitum, hugsa ég að hann lyti út eins og gamall beitningaskúr, kaldur og hrár. En það var stíll yfir honum og sér í lagi vakti stórt málverk af einhverjum asískum fornaldarkeisara áhuga minn, fannst eins og þetta væri einhver guð að fylgjast með mér, augun þóttu mér sérstaklega lifandi og furðuleg.
Umhverfið í kring um barinn var líka einnkar undarlegt, allra landa peningar límdir á burðarbitana sem héldu efri hæðinni uppi, alskonar miðar frá öllum heimshornum áritanir og kveðjur frá einhverjum gúrúm, allt loðrandi í svona dóti sem hin venjulegi maður myndi fleigja og kalla rusl. loftið undir barnum var samt það sem mér þótti sérstakast , þar héngu niður í bandi myndir af fólki með jólasveinahúfur, allir báru skrýtin munnsvip og voru með skrýtið glott? Ég þekkti engan, enda andlitin teigð og aflöguð í einhverskonar grínpósu, þau blöstu við manni ef maður sat á barnum. Ég áttaði mig ekki almennilega á þessu, kannski er þetta list hugsaði ég, kannski er þetta ákveðin lífsýn sem endurspeglast í fólki sem sækir þennan listapöbb? Ég náði aldrei að klára þessar pælingar mínar því ég var rifin snöggt úr hugsunum minum með hárri dimmri rödd.

Hey þú ertu útlendingur, sagði feldskerinn og bennti á mig með feitri pattaralegri vinstri hendi.
Ég svaraði ekki í fyrstu bara góndi á hann, djöfullinn er ég búin að koma mér í hugsaði ég og reyndi að fina leið til að losna frá spírunum.
Where are you from bergmálaði á eftir röddini frá feldskeranum sem góndi á mig en átti þó ekki röddina, það var álfurinn.

Ég muldraði eitthvað ofan í mig. reyndi að koma mér frá því við að tala við þá, þóttist ekki taka eftir þeim og horfði upp í loftið en það var greinilegt að ég átti ekki að sleppa við yfirheyrslur, því álfurinn stökk fimleikastökki af stólnum hjá sér og settist hjá mér.

HVAÐ SEIGIRU FÉLAGI, eru menn ekki í hressum jólagír, eða ertu kannski útlendingur?

Ég horfði á hann, hann var hress í fasi og virtist þessi týpa sem getur náð tengslum við alla, ég svaraði honum

I dont andurstand you

Where are you from, sagði hann þá hátt og hressilega og góndi í augun á mér.

Im from America, sagði ég og brosti, ég hlýt að vera leika þetta vel..

Where in America are you from, ? -
strákarnir sem voru með honum góndu á mig og hlustu á samtalið sem fór á milli okkar.

Im from New york I am a painter.

And what is your name sagði þá álfurinn

Úff ég losna ekki úr þessari helvítis krísu ég seigi bara nafnið á mér, hugsaði ég eftir að hafa gónt á hann smá tíma og myndað furðulega þögn.

Ég er ekkert útlendingur, sagði ég og brosti.Ég Heitir Gaukur og viltist hérna inn.

Álfurinn sló á öxlina á mér og þeir hlógu allir saman hátt og skringilega eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað en að hlægja yfir ævina.

Ég vissi það, feiti þú skuldar bjór á línuna, sagði hann og horfði á feldskerann.

Við vorum að veðja um það hvort þú værir útlendingur eða íslendingur og ég sá það strax að þú værir sá hreinræktaðasti hérna inni.
Annars heiti ég Guðfinnur, kallaður Göffzi en þá mátt kalla mig Guð ef þú villt, sagði hann og brosti framan í mig og rétti mér spaðan.

Ég reif í spaðan á honum að karlmannasið, já sæll vertu þú veist náttúrulega hvað ég heiti ég þarf ekki að endurtaka það.

Hvað ætlaru ekki að fá þér einn bjöller með okkur félagi, komdu og sestu hjá okkur sagði hann og færði sig yfir.

Án þess að hugsa færði ég mig yfir til þeirra og í fyrsta skipti í 10 ár var ég að fara smakka bjór aftur eftir langt og erfitt þostabindindi.
Jæja, hún getur sjálfum sér um kennt kerlingatuðran, ég held að það geri nú ekki mikið til þótt ég fái mér einn, hún fattar það hvort sem er ekki, þegar ég er búin með hann fer ég beint héðan út og tek taxa heim og hún tekur ekki eftir neinu.!

Framhald
I lower my head