Ég er búinn að tala við þig í samfleitt 2 og hálfann tíma og augun á mér hafa þyngst all svakalega síðustu tuttugu mínuturnar, það eina sem heldur mér vakandi er röddin þín og tölvuskjárinn sem speglar birtu í augun á mér, ég heyri að röddin þín er farin að dofna af þreytu.
Ég hringdi bara í þig til að óska þér til hamingju með afmælið á slaginu miðnætti.
Það er allt orðið svo svart og ég verð þreyttari með hverri mínutunni sem líður,
Ég hef ekki einu sinni kraft í það að standa upp til að slökkva á tölvunni.
Ég er farinn að grátbiðja þig að skella á mig, þreytan er að taka völdin.
Þú segir bless og ég kveð feginn, legg símann á gólfið við hlið rúmsins og loka augunum feginn.
Ég hugsa um hvað mér þykir vænt um þig og hvað mér líður vel hérna, einn heima, í myrkrinu.
Ég vakna svo útsofinn, samt sem áður stend ég ekki upp, ég ligg bara í rúminu og horfi uppí loftið.
Ég er ekki þreyttur en en ég vill ekki standa upp.
Síminn hringir, Ég neiðist víst til að standa upp og svara honum, ég stend upp, treð mér í stuttbuxunar og inniskóna.
Ég geng að símanum og svara.
„Máni?“
„Já“ svara ég.
„Þú kemur í fótbolta eftir hádegi er það ekki?“
Ég lýt klukkuna og segi
„Eftir korter!“
„Já maður!“
„Okei“ svara ég.
Ég geng fram í forstofuna og taka til íþróttapokann.
Ég set boltann og fótboltaskóna í töskuna, Því næst geng ég í eldhúsið og kveikji á eldavélinni til að geta fengið mér pylsu í hvelli.
Ég opna ísskápinn og sækji sinnep,kokteilsósu,tómatsósu, kannski ekki það hollasta en það er af marka eithvað.
Ég set vatn í pottinn og set pylsurnar ofan í hann, og set svo pottinn á helluna.
Ég hleyp í herbergið mitt og og klæði mig úr stuttbuxunum og fer í íþróttabuxurnar,
Manchester United bol og í svarta peysu yfir það.
Ég heyri að síminn er farinn að hringja svo ég fer og svara honum.
„Gaur! Ertu að koma!?“
„Já rólegur!“ svara ég.
„Drífðu þig þá!“
„Jájá, ég er að koma“.
Í fljótfærni hleyp ég fram og klæði mig í skóna, gríp íþróttatöskuna og skelli hurðinni í lás.
Ég hleyp niður stigann í blokkinni sem ég bý í, opna dyrnar og hleyp af stað.
Ég hleyp fram hjá skólanum og milli blokkana, ég sé strákana á vellinum og þeir kalla á mig að hlaupa.
Ég tek smá lokasprett og hleyp inná völlinn en vúps! Ég flýg á hausinn um leið og ég stíg á völlinn.
Strákarnir taka létt hláturkast. Ég segi þeim að jafna sig á meðan ég lýt á völlinn sem er algerlega frosinn, stórir gervigraskögglar. Ég sest á völlinn og skipti um skó, svo tek ég fótboltann og sparka honum til Dóra.
Hann tekur boltann og sparkar honum til Kára sem sparkar honum í markið.
Ég spyr þá hvernig við ætlum að hafa þetta,
Bara 2 á 2 svarar Dóri rólega.
Ég og Tryggvi byrjum saman í liði og móti Hauk og Dóra, Kári er hinsvegar í marki.
Kári kastar boltanum aftur fyrir sig og Tryggvi nær að taka viðstöðulaust skot niður
Í vinstra hornið, Kári reynir að kasta sér fyrir boltann en er ekki nógu og fljótur.
1-0
Kári tekur boltann aftur upp og kastar honum aftur fyrir sig, Bæði ég og Dóri stökkvum upp til að ná að skalla hann, ég næ að stökkva hærra en fell í jörðina þegar ég fæ olnbogann á Dóra í andliti.
Ég er fljótur að standa upp og spyrja hann „Af hverju í andskotanum gerðiru þetta!?“
„Ekki heldurðu að þetta hafi verið viljandi Máni?“
„Það væri alveg eftir þér.“
Ég finn að ég er kominn með blóðnasir,
„Já sjáðu hvað þú gerðir!“
Ég ýti á bringuna á honum með þeim afleiðingum að hann dettur í frosið gervigrasið.
Hann rumskar eithvað óskiljanlegt, og stendur svo upp.
Kári segir okkur að jafna okkur á þessum pirringi en tekur svo upp boltann og kastar honum aftur fyrir sig enn einu sinni.
Tryggvi nær boltanum og sendir hann til mín, ég tek við boltanum og hleyp af stað, ég kemst framhjá Hauki og held áfram að hlaupa, Tryggvi hvetur mig áfram og ég sé að Dóri er kominn á sprett á eftir mér.
Ég held áfram, og áfram, og finnst ég hafa hlaupið í heila eilífð þegar ég loksins tek mig til í að sparka í boltann!.
Ég fell í jörðina þegar ég fill skerandi sársauka í vinstri löppina.
Ég finn kuldahrollinn þegar ég dett í frosið gervigrasið og lýt á löppina, ég sé að hún er klofin, nánast alveg við ökklann.
Ég fæ tárin í augun og lýt á Dóra
„ég,ég ætlaði ekki, þetta var óvart.“
Ég lýt aftur á brotinn fótinn og bið hann að sækja hjálp.
Ég lýt á strákana sem standa stjarfir og horfa á löppina, Ég kalla aftur
„Gerið það, sækjið hjálp.“
Tryggvi og Kári hlaupa saman að pari sem gengur saman milli blokkana og biður þau um að hringja á neyðarlínuna.
Á meðan reyna Haukur og Dóri að róa mig niður
„þetta er ekki jafn slæmt og það lýtur út fyrir!“ segir Haukur.
„Ekki slæmt“
„Helvítis löppin á mér er í tveimur pörtum ef þú tókst ekki eftir því.“ Segi ég.
Ég reyni að bæla niður sársaukann á meðan ég bíð eftir sjúkrabílnum.
Ég anda djúpt inn þegar ég sé sjúkrabílinn leggja við hlið vallarins, út koma karl og kona með sjúkrabörur á milli sín og kallinn er með tösku á bakinu.
Þau koma að mér og konan segir við mig að þetta verði allt í lagi, hún segir mér að anda djúpt og loka augunum meðan hún réttir brotið.
„Vertu bara rólegur, ég leiðrétti það á þremur“ segir hún.
Ég finn hana taka um legginn.
„Einn“
Ég finn sársaukann magnast og lýt á legginn sem er kominn í sína venjulegu stöðu.
„Andskotinn kona! Ætlaðiru ekki að rétta hann á þremur!?“ öskra ég á hana.
„Það er taugatrekkjandi ef við teljum að þremur, þess vegna er best að klára það á einum“ segir hún og brosir.
Ég anda rólega og reyni að slaka á meðan þau setja spelkur á löppina.
Þau lyfta mér samtímis á sjúkrabörurnar og flytja mig á milli sín í sjúkrabílinn.
Ég kveð strákana á meðan þau loka dyrunum.
Konan Spyr mig.
„Hvar býrðu?“
„Eikarhlíð 18 B“ svara ég.
„Blokkinni?“
„Já“ segi ég úrillur.
„Mig vantar svo nafn foreldra þinna til að láta þau vita um slysið“ segir hún.
„Pabbi heitir Ágúst Ingólfur, síminn hans er 8365936,
Mamma heitir Freydís Tryggvadóttir en hún á ekki síma.“ Segi ég.
„Jæja við byrjum þá á því að hringja í pabba þinn.“
Nokkrum mínutum síðar leggur sjúkrabíllinn við hlið spítalans.
Tveir sterkbygðir menn opna dyrnar og draga mig á börunum út.
Þeir draga mig inná spítalann en spyrja hjúkkuna um lausa stofu.
Hún vísar þeim inná stofu sem er innst inná fyrsta gangnum.
Stofan er lítil og það er heitt þarna inni, enda eru allir ofnar í gangi, það er dregið fyrir svo það eru aðeins smá ljósgeislar sem lýsa upp herbergið.
Ég er lagður á bekk þar sem læknarnir krefjast þess að ég sé svæfður.
Ég legg hausinn á koddann, loka svo augunum þegar þeir setja á mig maska.
Ég dreg djúpt andann og fell í svefninn.
“Take A Look To The Sky Just Before You Die…It´s The Last Time You Will.”-For Whom The Bell Tolls.