Hann var vanur að kasta eldspítunni upp í loftið með fimlegri hreyfinu vinstri handar, grípa hana aftur, kveikja í henni og glóða í sígarettunum hjá okkur félugunum í frystihúsinu. Yfirleitt fylgdi frasi á eftir sem enginn gleymdi sem heyrði, Rock N Role var hann vanur að seigja með ensk íslenskum slangur hreim.

Það vissi enginn hvað hann hét, hann sagðist aldrei hafa verið skýrður og vildi láta kalla sig Rabbínan, þóttist hafa andlega krafta og stádaði sig af því að geta læknað dýr. Við strákarnir, kölluðum hann þó alltaf bara RocknRole.
Hann var komin vel á aldur þegar við kynntum honum. Ætli karlinn hafi ekki verið orðin eitthvað í kring um fimmtugt þegar hann réði sig sem sem lyftaramann í frystiklefann þar sem ég vann, það held ég þó ég viti það ekki með vissu, því karlinn vildi aldrei seigja neitt frá sjálfum sér og þegar við spurðum hann um aldur sagði hann að aldurinn skipti ekki máli, það væri dagurinn, hló síðan hrossahlátri og lét lygasögu fljóta með um fornar ástir og hættulega leiðangra í frumstæðum skógum eða á köldum afviknum eyjum.

Ég áttaði mig fljótt á þessum manni, ég vissi hvurs konar áru hann bæri innra með sér.
Þetta var einn af þessum sem höfðu breytt sér í draum snemma aldurs og vissu ekki muninn á því sem gerðist og þess sem gerðist ekki.

Það var þó eitthvað við þennan litla mann sem heillaði mig, því þótt sögurnar væru þær allra mestu lygasögur sem var hægt að hlusta á,var alltaf einhver skemmtileg speki á bak við þær sem við allir heilluðumst að.
Við höfðum nóg að hugsa um í frystigeymslunni eftir pásurnar með rock n role gamla haustið 2012.
-
Ég væri nú samt ekki að minnast á rock gamla ef að hann hefði ekki verið einstakur og hefði ekki átt þetta stórkoslega leyndarmál. Leyndarmál sem breytti lífi mínu. Leyndarmál sem alla dreymir um að eiga.

Það gerðust nefnilega stórmerkilegir atburður í frystigeymslunni þetta haust þegar litli lygalaupurinn réð sig í vinnu hjá okkur.

Allt hófst þetta á augnaráði eftir einn eina lygasöguna. Réttara sagt, Stærstu lygasögu sem ég hafði nokkurn tíman heyrt.

Við hlógum allir ínn í okkur þegar við heyrðum hann tala um ódauðlegan íslending. Ég hló allt þangað til að ég mætti auganráðinu, svipbrygðunum, innsæinu. Ég hló allt þar til hann byrjaði að erja á mér og seigja mér frá leyndardómnum, nú væri hans tími liðinn og minn að byrja.

Í næsta kafla langar mér að seigja ykkur frá sögunni sem hann sagði okkur , stærstu lygasögu allra tíma, lygasögunni sem breytti lífinu mínu, bjó til aðra sýn. Fléttaði mig inn í kjarnann.
I lower my head