Smásaga í anda ævintýranna, þessi saga er upphafið af
fleirum, eða ef ykkur líkar hún. Hún er löng en mér
finnst svo leiðinlegt að sjá sögur partaðar niður á
huga þannig að hér er öll sagan 10 bls.


“Ég sá það!” hvíslaði hann og hræðsla lág í röddinni,
“Ég
fann það!”
Hann sat hræddur í stólnum á móti mér, hann hafði verið

týndur í fjóra daga og svo allt í einu birtist hann
skjálfandi af hræðslu og hvítur eins og draugur. Hann

horfði í augun á mér, og eina sem ég sá var tómið.
Aldrei
hafði ég séð hann svona, aldrei höfðu augu hans verið

jafn snauð af tilfinningum, jafn tóm.
Hann dó þessa sömu nótt
Ég stóð við stíginn sem lá inn í skóginn og reyndi að

skilja hvað hann sá þarna, hvað var það sem tók besta
vin
minn í burtu. Hann var ennþá krakki, 20 vetra gamall.
Afhverju fór hann inn í skóginn, enginn maður fór inn í

hann, og þeir sem voru svo vitlausir komi ekki aftur út

úr honum á lífi, nema Gabríel, og hann er núna dáinn.
Og
enginn veit hvernig eða afhverju hann fór svo ungur til

forfeðra sinni. Hann bara hætti að lifa.
Það ganga sögur meðal manna í þorpinu, margar sögur um

skóginn og hvað búi í honum.
Ganor, seinasti drekinn frá gamla tímanum, svartur eins

og illskan sjálf.
Náttfuglar, þeir eiga heima þarna líka, lítil kvikindi

með gular glyrnur, hárbeittar tennur og klær og steypa

sér niður úr trjánum eins og ránfugl á bráð sína
hundruðum saman, og hreyfa sig hraðar en augað sér. En

þetta eru ekki fuglar eins og nafnið segir til um, en

hver veit, enginn hefur lifað til að segja frá því,
enginn sem ég þekki að minnsta kosti.
Og galdramaðurinn, hann er illur og voldugur
galdramaður
sem dróst að myrkrinu þar til hann var það sjálf, og
hann
dregur líf og þrótt úr þeim sem hann snertir, líður um

eins og svartasta þoka sem augun hafa eygt.
En þetta eru bara þjóðsögur, allir vita að drekar eru

löngu út dauðir, og galdramenn líka, þetta eru bara
þjóðsögur sem lifðu eftir að gamli tíminn hvarf, og
eiginlega enginn trúir þeim.
En eftir að hafa séð Gabríel, skynjað ótta hans og
horft
í augun á honum þá er ég bara alls ekki viss.
Ég horfði inn í skóginn, hann var tómur, fuglarnir
hættu
sér ekki einu sinni inn í hann, “hvað er falið í
laufunum?” Spurði ég sjálfan mig, “bak við trén, í
hjarta
skógarins?”
Ég varð að vita það, ég bara varð.
En sú hugsun rann frá mér þegar ég jafnaði mig á dauða

Gabríels og lífið hélt áfram sinn vana ganga þar til
nótt
eina þegar ég var kominn í heim draumana að sýn birtist

mér og rödd sem ég hafði aldrei áður heyrt, talaði
tungum
sem mér var óþekkt.
“Nach Hammud, Nach Amtra, quy humre di Tante ech qapt
di
maz int nooct”
Þessi orð voru líkt og greipuð við sálu mína þegar ég

vaknaði, ég vissi ekki hvað þetta þýddi hvorki pabbi né

mamma né vinir mínir skildu orð af þessu. Það var svo
dag
einn er ég sat heima í stofunni, og afi sat í stólnum

sínum og horfði út um gluggan án þess að segja orð,
eins
og hann var vanur, ég hafði ekki heyrt hann segja orð í

mörg ár. Í hugsunarleysi muldraði ég orðin sem ég hafði

heyrt í draumi þessa nótt og þá fann ég allt í einu
hvernig afi starði á mig með köldu augnarráði.
“Hvar heyrðirðu þetta?” spurði hann mig svo
skjálfandi
röddu.
“Í Draumi fyrir nokkru, þessu var hvíslað að mér.”
“Ekki bjóst ég við að svona stutt yrði þangað til
þetta
myndi gerast, en svo verður víst að vera, Hvað veistu
um
það sem þeir kalla Gamla tímann?”
“lítið sem ekkert, það voru til Galdramenn og drekar
og
allskonar af illum hlutum, ekki mikið meira en það sem

þjóðsögurnar segja.”
Og Afi sagði að þetta væri hluti af mér og sagði mér
frá
því sem seinna átti eftir að marka veginn sem ég
gengi.
“Ég var aðeins ungur þegar faðir minn dó, og á sama
tíma
hurfu allir galdramenn og allar þessar illarvættir af

yfirborði jarðar. Siðmenning og einfaldleikinn tók við,

við lifðum ekki lengur í ótta, og fólk talaði ekki
lengur
um gamla tímann. Hann var aðeins svartur blettur á sálu

fólksins. Þessi orð sem þú sagðir er á tungu
galdramannanna og þýðir ”Ekkert dýr, Enginn maður,
getur
drepið Tante án sverðsins sem hann úr fjallinu sló“
Sagan segir að þetta sé sverð sem var slegið á
töfranóttu
úr hjarta fjalls, það var gert til að drepa Tante,
galdramaður sem dróst að myrkrinu þar til hann varð
myrkrið sjálft.”
Kyrrð sló yfir afa og hann starði bara á mig.
“Var Tante drepinn”
“Nei, hann lifir enn, í svartaskógi, og gætir
sverðsins
sem honum er ætlað. Ég veit að ég get ekki hindrað þig

við að fara inn í skóginn, en ég bið þig, bíddu, nokkur

ár, þú ert enn ungur og þú átt eftir að læra svo
margt.”
Svo starði hann út um gluggan eins og ekkert hefði
ískorist og ég var ekki alveg að átta mig á því hvað
var
í gangi. En ég ákvað að hlýða afa, það var alltaf
eitthvað svo dulafullt við hann, eitthvað leyndarmál
sem
bjó með honum, svo ég lifði áfram án þess að pæla mikið
í
draumnum.
Og vikur liðu og vindar breyttu áttum og á ný sótti að

mér draumur, sverð umlykið bláum ljóma, svífandi yfir

jörðinni, kringum sverðið rann þoka svört líkt og
myrkrið. Og á hverri nóttu dreymdi mig þetta en á
fimmtu
nóttinni heyrðist rödd, hvísla að mér á tungumáli
galdramannanna: “Amtra quys Tantre da Gapt, da Amtra
kre
es int lun krikt aft da hjimi.”
Afi sýndi engin viðbrögð þegar ég spurði hann um þetta,

svo ég spurði gömlukallanna á kránni en þeyr sögðu mér

snauta í burtu því þessi orð dóu með gamla tímanum,
sögðu
mér að gleyma þessu, en ég gat það ekki, þetta var ekki

draumur eða þrá lengur, þetta var orðið hluti af mér.
Svo var það dag einn að ég gekk fram hjá kránni að
gamli
einbúinn ofan af hæðinni sat fyrir utan og horfði
skringilega á mig.
“Það ert þú sem leitar svara við hættulegum
spurningum?”
spurði gamli kallinn og ég hrökk við.
“Svörum ég leita að, jú, hættulegra spurninga spyr ég

ekki.”
“Hvað er það sem þú leitar svara við?”
Ég settist hjá honum og sagði drauminn og hvað röddin í

draumnum sagði við mig, hann stundi og hristi hausinn

íbygginn.
“Þú ert að feta hættulega slóð sonur sæll,” sagði
hann án
þess að líta upp af jörðinni, “Maður mun drepa Tante,

maðurinn kemur er tunglið skríður hátt á himni. Þetta
er
það sem þú vildir vita, en ég var þig við, hættulegar

slóðir liggja héðan frá bænum og vegurinn inn í skóginn

einna hvað hættulegastur, farðu með gát því gamli
tíminn
kveður fast að baki og senn munu slæmir tímar rísa á
ný.”
Svo stóð hann upp og gekk hratt í burtu. Ég horfði á
eftir honum þar til hann hvarf bak við hæðina og ég var

farinn að verða svolítið hræddur við það sem sótti mig
í
draumi.
Það liðu nokkrir rólegir dagar og í augnablik hvarf
þetta
úr huga mér. En það var ekki til frambúðar.
Nótt eina vakt tunglið mig þegar það skein í gegnum
gluggann með meiri birtu en ég hafði áður séð, ég leit

upp til þess en það faldi sig í snatri á bak við
skýjaslæðu sem rann rólega yfir himininn. Ég var viss
um
að ég væri þessi maður sem átti að drepa Tante, ég varð

allavega að komast aðþví hvort þetta væri satt, hvort

eitthvað af þessu öllu saman væri satt. Ég klæddi mig í

snatri greyp skikkjuna mína og fór út. Fyrsta stoppið
var
hjá járnsmiðinum, ekki gat ég farið óvopnaður inn í
skóginn, ég skreið hljóðlega inn um opinn glugga og
greyp
sverð sem var fest við vegginn, þetta var létt sverð og

stutt, en beitt og sterkt. Ég skildi eftir nokkra
gullpeninga og stökk út í átt að svartaskógi.
Þarna stóð ég við innganginn, horfði inn í myrkrið og
svo
til baka á þorpið sem hafði gert mér svo gott heimili.

Tilfinningin sagði mér að þetta yrði í seinasta skiptið

sem ég sæi þorpið og kyrrðina sem lægi yfir því, en ég

hafði oft rangt fyrir mér svo ég pældi ekkert meira í
því
heldur gekk rösklega inn í myrkvaðan skóginn. Skógurinn

reis hátt yfir mig og hvergi sást til himins en samt
komst einhver smá ljósglæta inn þannig að maður sá
nokkra
metra fyrir framan sig. Það var algjör kyrrð þarna sem
ég
gekk, eina sem heyrðist var skrjáfið undan fótunum á
mér.
Í átta klukkutíma gekk ég, þreyta var farinn að segja
til
sín og ég fór að skima eftir rjóðri til að leggja mig
í,
og safna orku.
Það var þá sem ég fór að heyra skrjáfur í runnunum allt
í
kring. Hjartað tók kipp og ég dró upp sverðið og hélt

fast um það. Út úr myrkrinu kom lítil vera, mittis há,

öskrandi á móti mér, ég sá klærnar á höndunum og
flugbeittar tennur í kjafti þess, og þegar það
nálgaðist
sá ég gular glyrnur sem störðu á mig. Ég hjó án þess að

hugsa og tók veruna í tvennt.
Þetta hlutu að vera þessir náttfuglar, og ég þakkaði
fyrir að þjóðsögur væru oft uppýktar, Hundruðum saman

niður úr trjánum hugsaði ég með mér. Þá sá ég það sem
ég
óttaðist, tugi náttfugla sem steyptu sér niður úr
trjánum, út úr runnum og tóku stefnuna á mig, ég
öskraði
og tók á sprett, hlaupandi eins hratt og ég gat þá
drógu
þær á mig, ég gæti ekki hlaupið endalaust. Eitthvað
glansandi kom þjótandi út úr skóginum á móti mér og
þaut
fram hjá hausnum á mér og ég heyrði dauðaöskur í einu
af
kvikindunum, og stuttu á eftir hlutnum kom maður
hlaupandi út með sverð í sitthvoru hendinni, hann þaut

fram hjá mér og óð beint í náttfuglana, ég stoppaði og

snéri við til að hjálpa, og þarna stóðum við og tókum á

móti kvikindunum, við stráfelldum þau, þegar 20-30 lágu
í
valinu þá tóku hin á flótta og hurfu eins snögglega og

þau komu.
“komdu” sagði maðurinn “áður en fleiri koma”
Og hann hljóp af stað og ég elti, hann stökk út af
stígnum inn á lítin stíg sem sást varla og eftir
nokkrar
mínútur komum við að litlum kofa sem var reistur upp
við
bjarg mikið. Hann opnaði hurðina og ég gekk inn, hann

lokaði og setti slagbrand fyrir. Það var niðamyrkur í

kofanum, þar til hann kveikti á litlum lampa og dauft

ljósið féll á andlit hans. Hann var allur skorinn í
framan, stór og mikill í vexti.
“Hver ertu?” Spurði ég forviða.
“Ég Agnar, verndari galdramannanna”
“En þeir eru löngu dauðir?”
“Horfnir, ekki dauðir.”
“Hvað ertu þá gamall, það eru 70 ár síðan að gamli
tíminn
hvarf?”
“Svo gamall að ég get ekki lengur talið, hér hef ég
búið
í 70 ár og bíð þess að örlögin komi til mín. En á meðan

ég bíð hef ég það hlutverk að gæta þeirra miklu og sjá

til þess að örlögin vinni sitt hlutverk.”
“Hvaða hlutverk er það?”
“Þú ert svangur giska ég á, hér eru villt ber og
rætur,
þær gefa þér skyrk. Og við förum snemma í háttinn því

framundan eru ófáar hættur og löng leið þangað sem þú

stefnir.”
Agnar settist niður og svaraði ekki neinum spurningum
sem
ég spurði og ég lagðist til hvílu.
Í Tvo daga var ég þarna, og tvær nætur, það var svo
eldsnemma um morgun er við lögðum af stað, það var
morgun
og sólin reis upp, en í skóginum var bara myrkur.
Agnar hafði útskýrt það að ég ætti að ná í sverðið og

drepa Tante, því örlögin sögðu til um það. Meira sagði

hann ekki, en þess um meir spurði hann um mig, og bað
mig
að rekja ættir mínar, sem ég gerði, eins langt og ég
vissi, en það var til Ios, hann var langafi minn og
hvarf
þegar afi var bara lítill strákur. Agnar sýndi smá
viðbrögð þegar ég nefndi nafn hans, en meira fékk ég
ekki
að vita.
Við gengum hratt yfir og þéttleiki skógarins óx með
hverju skrefi, og hann varð aðeins dimmri og dimmri.
Loftið var mollulegt og þreytan var farin að segja til

sín eftir sjö klukkustunda göngu, en þá heyrðist lágur

þytur inn í skóginum til hliðar við okkur og Agnar
stirnaði upp, hann dró upp sverðið sitt og horfði
einbeittur inn í skóginn, aftur heyrðist þytur og núna

hærra og beint fyrir framan Agnar. Svo sá ég lauf
þyrlast
upp í loftið og stórt skrímsli stökk í gegnum trén
nánast
hljóðlaust, og stefndi í átt að Agnari, öskrandi.
Agnar henti sér fimlega til hliðar og náði að höggva í

skímslið, en ég sá ekkert blóð og ekkert sár.
“Hvað var þetta,” spurði ég hræddur um leið og
skrímlið
var horfið aftur inn í trén.
“Skógar tröll, ég hef sjaldan séð svoleiðis og ég veit

ekki hvernig á að drepa þau því sverð gera ekki mikið

gagn gegn þeim.”
Það var núna fyrst sem ég var orðinn virkilega hræddur,

en þá fékk ég hugmynd.
“Agnar ertu með hníf?”
“Já,”
“réttu mér hann.”
Agnar rétti mér hnífinn og fór svo að stara aftur inn í

skóginn og hlusta, ég lagði hnífinn á jörðina með
blaðið
upp í loftið og lagði dautt gras og greinar við hliðiná

hnífnum, svo dró ég upp sverðið og sló af alefli í
hnífinn í von um að fá neista, aftur og aftur sló ég og

alltaf komu neistar en ekki nóg til að læsa klóm sínum
í
grasinu, Þytur heyrðist aftur inn í trjánum og ég sló

hraðar og fastar en áður og vonað eftir góðum neist,
svo
loksins kom eldur, ég horfði á hann byrja smátt en
stækka
í smá varðeld, ég skar neðan af skikkjunni minni og hjá

grein af tré og bjó til kyndil. Í því kom skrímslið í

gegnum trén núna á veginum fyrir neðan mig, það leit á

mig, öskraði og kom hlaupandi í áttina á mér, ég hélt

fast um kyndilinn og tók á sprett á móti því. Ég sá upp
í
opið ginið á því og sá tækifæri, ég kastaði kyndlinum
upp
í það, en á sama tíma hljóp það að mér og sló mig til

hliðar, ég hefði þotið lengst inn í skóginn ef tréð
hefði
ekki verið þarna, allt varð svart þegar ég skall með
bakið í tré.
Þegar ég rankaði við mér stóð Agnar yfir mér.
“Heimskur en hugrakkur.” Sagði hann rólegri röddu og

hristi hausinn.
“Komdu þér á fætur.” Hann rétti mér höndina og lyfti
mér
upp, ég fann nýstandi verk í síðunni, Agnar leit á
þetta
og potaði aðeins í mig og tilkynnti mér að ég væri með

brotin rifbein. Þrátt fyrri það héldum við áfram
göngunni, það var rúmlega klukkutíma leið að næsta
örugga
skjóli til að hvíla sig.
Hvert skref var sársaukafyllra en það á undan og ég
átti
erfitt með að draga andann en ég harkaði af mér, ég
ætlaði að komast áfram, ég varð.
Loksins komum við í stórt rjóður, það var þakið
legsteinum, grafhvelfingum og ómerktum reitum,
skriðjurtir lágu yfir öllu og þetta virtist hafa verið

óhreyft í hundruðir ára. Agnar leiddi mig upp að
grafhvelfingu og tók upp rótir og ber til að borða.
Þegar
ég hafði etið óf hann laufblöðum um bringuna á mér og

herti að með bandi, það var vont fyrst en svo varð
auðveldara að anda og mér leið miklu betur. Hljóðlega

stóð Agnar upp og gekk að einni grafhvelfingunni og
ýtti
upp hleranum á henni, hann hvarf inn í myrkrið, stuttu

síðar kom hann upp með boga og örvar.
“Þar sem sverð gagnast þér ekki lengur, þá ætti þetta

duga.” Sagði hann og henti þessu við hliðiná mér.
“hvaða staður er þetta?” spurði ég eftir smá þögn.
“Þetta er grafreitur Galdramannanna.”
“Ég hélt að þeir væru ekki dauðir.”
“Það var best á sínum tíma að láta menn halda að þeir

væru dánir, það hindraði að upp kæmi spurningar, þeir

hvíla hér eins og er, eða þar til gamli tíminn rís.”
“Afhverju hurfu þeir?”
“Á 5000 ára frestir raðast 5 plánetur í beina línu og

kraftur gengur niður til jarðarinnar, þetta gengur yfir
á
einni nóttu, galdramenn sameinuðust í galdri til að
vernda fólkið og leyfa því að kynnast rólegum tímum,
allar illar verur þessa heims voru bundnar fastar við

einn hlut, en álögin höfðu sitt gjald líka? Þeir misstu

mátt sinn þar til álögunum er aflétt, og þeir voru
ornir
dauðlegir eins og næsti maður. Lögðust þeir því í dvala

hér þar til gamli tíminn rís á ný.”
“Hvað um kvikindin sem eru í skóginum.”
“Þessi skógur og örfáir staðir voru ekki inn í
álögunum
og þar búa þessi kvikindi núna. En þessi skógur gegnir

meira hlutverki en að halda þessum kvikindum, ástæðuna
þú
færð að vita nógu snemma.”
Svo sló dauða þögn á allt og ekkert heyrðist, Agnar
lagðist niður og fór að sofa.
Ég sat í smá stund og horfði á trén sem lágu allt í
kring
og greyp svo bogann og lagði ör á strenginn, spennti
bogann og sleppti. Örin klauf loftið og þaut langt
framhjá trénu sem ég miðaði á, svo ég skaut annari ör
og
annari og annari og loks hitti ég. Ég var sáttur og
lagðist til hvílu. Fljótlega greyp svefninn mig.
Sólin hafði fundið leið milli trjáanna í rjóðrinu og
kitlaði andlitið á mér og ég reis á fætur, verkurinn
var
lítill í síðunni og mér fannst ég útkvíldur.
“Snöggur.” Sagði Agnar þar sem hann stóð við stíginn
sem
lá að hjarta skógarins “Það er langur gangur fyrir
höndum
og hádegið er að koma, við verðum að flýta okkur ef við

ætlum að ná að leiðar enda fyrir kvöldið.”
“Afhverju vaktirðu mig ekki?”
“Þú ert særður og þarft hvíld, hvernig er síðan?”
“Miklu betri, finn varla fyrir þessu.”
Agnar brosti daufu brosi og lagði af stað eftir sígnum,

ég greyp bogan og örvarnar og gekk hratt á eftir
honum.
Agnar henti til mín rótum sem ég japlaði á á meðan við

gengum, hvað ég var kominn með leið á rótum, mér
langaði
núna í feita blóðuga steik með ölkönnu í hitanum heima.

En svo yrði ekki á næstunni.
Áfram þrömmuðum við í margar klukkustundir og ekkert
heyrðist nema þungur andráttur og fótatak okkar. Fyrst

ógjörla, en svo betur og betur heyrði ég í vatnsnið, og

áfram gengum við uns við komum að litlu gili, 20-30
metrar að hinum endanum og lítil veikuleg brú úr reipum

og fúnum tréspýtum. Agnar stefndi beint að brúnni og
fór
að klifra yfir hana. Ég stóð á bakkanum og horfði
niður,
ég sá ekkert nema myrkrið, en ég heyrði í vatninu sem

rann langt fyrir neðan.
Agnar leit til mín og benti mér með handahreyfingum að

koma og að hafa hljótt, ég steig út á brúnna og hún
sveiflaðist til við hvert skref sem ég tók, við vorum

komnir á miðja brúnna þegar eitt af reipunum slitnaði
og
ég gaf frá mér stutt hræðsluöskur, ég sá þennan svip á

Agnar, þennan svip sem merkti að eitthvað slæmt væri að

koma. Agnar hraðaði ferðinni en í því heyrðum við
fjarlægt öskur, þetta hljómði eins og lágt hvellt
öskur,
hundruðir vera að öskra, svo sá ég inn í myrkrinu
hunduðir glampandi hluta stefna hratt í áttina að
okkur.
“Fuglarnir” kallaði Agnar til mín “skjóttu ör inn í

hópinn.”
Ég strekkti bogann og sleppti örinn hvar inn í
fuglahópinn og ég sá útlínur af einum hrapa niður og
hinir fuglarnir steyptu sér á eftir. Á nokkrum sekúntum

sá ég fuglinn verða tætann upp af hinum fuglunum.
Við tókum á sprett að hinum bakkanum og það vantaði of

mikið, við ættum aldrei eftir að ná þessu, þeir komu
svo
hratt að okkur.
“Kanntu að synda” Öskraði Agnar
“Ha”
“Kanntu að synda”
“Já”
Snögglega dró Agnar upp sverðið og hjá sundur böndin á

brúnni og við tókum að hrapa niður í myrkrið. ég horfði
á
fuglana nálgast og taka stefnu á hrapandi brúnna í
staðinn fyrir okkur, svo sá ég bara myrkur og kuldi
vatnsins smaug í gegnum fötin á mér og ég syndi eins og

ég gat upp á yfirborðið. Ég skaust upp úr vatninu eins
og
korktappi og greyp andann á lofti.
Þjótandi niður ánna sá ég Agnar rétt á undan mér grýpa
í
skriðjurt sem lág út í vatnið. Og ég horfði á hann
stoppa
og ég þaut fram hjá honum þegar hann greyp í hálsmálið
á
skikkjunni minni og dró mig í land.
Þarna sátum við blautir neðst í gilinu og þurftum að
klífa upp þverhnýpann klettinn, til þess eins að koma
inn
í dimmann og drungalegann skóginn.
Verkurinn í síðunna var kominn aftur og ég lá og andaði

djúpt og með sársauka, Agnar fór strax að leita að
góðum
stað til að klífa upp.
Og svo eftir nokkura mínútna leit þá fann hann ágætis

stað og við tókum að klífa, eftir rúma klukkustund
komumst við upp á jafnsléttu og það eina sem tók við
var
þykkur, dimmur skógurinn. Við settumst niður og
köstuðum
mæðunni.
Spurningar flugu í gegnum hausinn á mér.
“Agnar,” spurði ég eftir stutta þögn “Hvernig gat
Gabríel
komist í gegnum þetta allt, þetta er búið að vera
helvíti
frá upphafi.
”Gabríel, ég fylgdi honum einmitt í gegnum þetta, nema

við sluppum við Fuglana og tröllið, það einfaldaði
mikið,
en þegar á leiðar enda kom hafði hann ekki nógu hreint

blóð til að gera þetta, Tante varð hluti af honum og
drap
hann.“
”Nógu hreint blóð?“
”Svarið færðu ekki núna.“
”Og hversu margar hættur geta verið á þessari stuttu

leið?“
”Álögin, öll kvikindin eru hérna eða handan
Dimmufjalla.
En vertu feginn, norður leiðinn í gegnum skóginn tekur

átta daga og er miklu hættulegri en þessi leið.“
”Drekar, eigum við þá eftir að hitta dreka,“
”Drekar eru í Drekafjöllum, til austurs, liggja þar í

dvala á meðan álögin eru. En komdu við verðu mað hraða

okkur það er löng för í gegnum skóginn, hann er illa
fær
og við þurfum að ná að slóðinni aftur sem fyrst.“
Agnar stökk á fætur og fór að höggva leið í gegnum
skóginn með sverðinu sínu.
Hugurinn reikað um stund, spurningarnar og svörin
veltust
um í kollinum á mér, var Gabríel skildur mér?, hvernig,

fjölskyldan hans kom að austan fyrir nokkrum kynslóðum?

En ég hafði ekki tíma fyrir pælingar, skriðjurtir gripu
í
lappirnar og maður barðist við að losa fötin sín úr
hvössum greinum sem teygðu sig og rifu í föt og hár.
Það var að nálgast kvöldmatarleiti þegar við náðum loks

að stígnum aftur, andlitið sveið undan skrámum sem trén

gáfu mér og skikkjan mín var rifin. Ég átti erfitt með

anda og hungrið var farið að sækja að mér.
Agnar henti til mín rót, ég hata rætur.
”Snöggur, það er bara tveggja klukkustunda gangur að

hjarta skógarins.“
Ég varð svo feginn við að heyra þetta og við hröðuðum

okkur af stað, ég reyndi eins og ég gat að leiða hugann

frá verknum og hungrinu, og um stund þá virkaði það en

svo kom það bara aftur, og aðeins verra.
Loksins komum við að hjarta skógarins, skógurinn var
orðinn óþægilega dimmur og þykkur og stórt rjóður lá
fyrir framan okkur, í miðju rjóðrinu sveif sverðið yfir

steini, sverðið var umlukið bláum loga, og kringum
sverðið lág svört þoka sem minnti mig einna helst á
vatn.
”Þokan er Tante.“ Hvíslaði Agnar að mér
”Hvernig komums við þá að sverðinu?“
”Ég kemst ekki að því, en þú ættir að bera nógu hreint

blóð til að hann helypi þér að því.“
”Ætti?“
Svo sáum við þokuna nálgast okkur, hún fór að skríða
fram
á ótrúlegum hraða og skall á okkur, Agnar þaut aftur á

bak og skall í jörðina nokkrum metrum í burtu, en þokan

umlauk mig og þrengdi að mér, hjartað hamaðist í
brjósti
mér og óttinn tók yfir.
Þokan smaug inn í nefið á mér og upp í munninn og allt

varð svart og ég hætti að finna fyrir nokkru. Myndir
frá
gamla tímanum runnu í gegnum huga minn án þess að ég
næði
að átta mig á hvað þær væru, svo sá ég hvítt ljós.
Ég lá á jörðinni í rjóðrinu þegar ég opnaði augun og
þegar ég leit upp sá ég hvar þokan hafði gert leið að

sverðinu. Ég stóð upp og gekk rólega að sverðinu, ég
tók
um það, það var eins og það væri að brenna sig við mig,

vindar blésu allt í kring og einkennileg hljóð
bergmáluðu
um skóginn.
Þokan rann til og tók að líkamnast nokkrum metrum fyrir

framan mig, þetta var Tante, svört og köld augu horfðu

stingandi á mig.
”Drept'ann“ öskraði Agnar þar sem hann stóð og
horfði á,
en ég gat ekki hreyft mig ég var stjarfur af hræðslu.
”Drept'ann áður en það er of seint!“ öSkraði Agnar
aftur,
ég reyndi en ég gat það ekki, stingandi augnarráð Tante

skar sig inn í sálu mína. Svo hvarf hann eins og dögg

fyrir sólu. Ég hneig niður því ég vissi að ég hefði
brugðist. Agnar gekk rólega til mín og settist við
hliðin
á mér.
”Manstu þegar ég sagði þér að gamli tíminn var bundinn

við einn hlut.“ Spurði Agnar rólegur og ég kinkaði
kolli,
”Þessi hlutur er þetta sverð, Fleyr, bróðir Snerps. Og
um
leið og þú erfingi Ios tókst sverðið var álögunum
aflétt,
ef þú hefði drepið Tante, hefði gamli tíminn fljótlega

fallið aftur, en núna þá er hann kominn aftur.“
”Afhverju sagðirðu mér þetta ekki strax, þá hefði ég

kannski fundið hugrekki til að drepa hann.“
”Örlögin sögðu svo, þetta var vegurinn sem mér var
ætlaður, það var þitt að finna hugrekkið hið innra en
það
fannstu ekki, ekki í dag allavega.“
”Og hvað er málið með þennan Ios og nógu hreint
blóð?“
”Á töfranóttu voru tvö sverð slegin, Snerpur og Fleyr,

gerð til að drepa Tante, þar sem sverðin voru vegin með

blóði Ios, langafa þíns þá getur aðeins manneskja sem
ber
blóð hans í æðum sínum tekið sverðið.“
”Er til annað svona sverð,“
”Það hvarf með Ios fyrir löngu.“
”Hvað var svona merkilegt við Ios?“
Agnar stóð á fætur án þess að svara mér og gekk af stað

að stígnum.
”Það er nægur tími til að fá að vita allt, en hröðum

okkur, margt býður okkar þegar við komumst út úr
skóginum.“
Við gengum í tvo daga í gegnum skóginn án þess að
hættur
eða kvikindi kæmu til okkar.
Svo þegar við komumst loksins út úr skóginum þá sá ég

þorpið mitt, í rúst, ekkert hús stóð heilt og enn brann

eldur í rústunum.
”Dreki.“ Sagði Agnar með lágri rödd. Ég hneig niður
og
fann sorgina koma yfir mig og tárin fylltu augu mín.
Agnar greyp þéttings fast um öxlina á mér, ”Syrgjum
ekki,
því í því í þínum höndum er vopn það sem fellir Tante
og
við verðum að finna hann, því hann mun gera hvað sem er

til að færa myrkur yfir heiminn. Við verðum að stoppa

hann.
Sitjandi í rústunum á húsi sínu situr Kal, ungur piltur

um tvítugt, hann leggur frá sér blöðin sem nú eru
útskrifuð og vefur inn í skinn, hann felur þetta svo í

rústunum í von um að einn daginn finni einhver þetta ef

örlögin verði honum ekki í hag og viti hvernig gamli
tíminn kom aftur.
Kal, sonur Felix, Sonur Thirs, sonur Ios Mannsins sem

sverðin voru slegin fyrir og fyrir heiminn dó.
Kal hafði leitt nýja tímanum undir lok og leitt kvöl og

myrkur yfir landið, en til að kynnast ljósinu verður
maður að hafa séð myrkrið.
Og þeir gengu af stað Agnar og Kal austur í átt að
Entel,
í átt að örlögunum.