Ragga var lítil skrítin stelpa. Hún var með freiknur,
spangir og rauðlitað hár. Hún var alltaf úti og fór oft
í tjörnina sem var ar skammt frá heimili hennar. Hún
átti heima hjá ömmu sinni sem var orðin gömul og
lúin.
Hún Ragnheiður sem var kölluð Ragga fæddist í heysátu
þann 15. febrúar í gömlu torfhúsi en sama kvöld voru
þrumur og eldingar.
Þegar þessi frásögn gerðist var Ragga 14 ára. Veturinn
var búinn að vera yndislegur og einnig vorið en nú var
sumarið komið en það var uppáhalds árstími hennar því
þá gat hún hlaupið um berfætt í mjúku grasinu. Hún
hafði alla tíð verið hraust og var að mikil mildi því
líf hennar hafði ekki alltaf verið dans á rósum. Hún
hafði eignast systur fyrir nokkrum árum en lífdagar
hennar voru ekki langir því hún dó fljótlega eftir
fæðingu.
Foreldrar Röggu voru mikið að heiman því þeir þurgtu að
vinna hörðum höndum til að afla matar. Þau áttu þó eina
kú og var hún mikil guðs blessun því hún mjólkaði svo
vel, einnig áttu þau nokkrar kindur og hesta. Röggu
samdi mjög vel við dýrin og þau hændust mjög að henni
og var það yndisleg sjón að sjá þegar hún gekk á milli
þeirra og talaði við þau.
Þeir hörmulegu atburðir gerðust í lífi Röggu þegar hún
var 17 ára að móðir hennar, faðir og amma fórust í
miklum eldsvoða þannig að hún þurfti að taka við búinu.
Hún kynntist ungum manni sem hét Kristján, urðu þau
fljótt ástfangin og giftu sig. Þau áttu nokkur yndisleg
ár saman en þá veiktist hann hastarlega af lungnabólgu
og dó. Ragga tók þetta mjög nærri sér og syrgði hann
svo mjög að hún dró sig frá öllum mannlegum samskiptum
í nokkur ár og helgaði sig bara sýrunum sínum. Hún sá
þó smám saman að lífið hélt áfram og hún sætti sig við
hlutskipi sitt og dó í hárri elli.