Gatan sem liggur fyrir augum mínum er tóm. Ekkert hljóð
heyrist innan úr húsunum og öll ljós eru slökkt. Enginn
nema ég geng niður þessa örlaga götu. Myrkur himinninn
fyrir ofan mig heldur björtum ljósum stjarnanna frá
augum mínum og stórt, kringlótt tunglið vofir yfir mér
eins og engill dauðans sem mun taka mig með sér, þegar
að því kemur.
“Rólegur, það er ekki lengi að bíða,” segi ég lágt
og lít upp. “Ég kem í kvöld.”
Já, ég ætlaði að fremja sjálfsmorð. Þessi stutta ganga
mín sem konan heldur mig ganga, leiðir mig einungis að
höfninni. “Bara að enginn verði með hetjuskap og reyni
að bjarga mér,” hugsa ég með mér.
Sjón mín er léleg og það er allt í móðu en ég sé að
ég er að vera kominn. Já, ég sé móta fyrir bátunum á
höfninni. Ég heyri líka í öldunum sem skella á móti
hafnarbakkanum. Brátt verð ég þar.
Þessi gata verður brátt á enda og ég færist hægt nær
og nær höfninni. Ég kem að horninu og sé þá að ungur
maður gengur fyrir hornið. Hann lítur á mig og brosir
en gengur síðan fram hjá og gengur upp götuna. Sem
betur fer.
Ég nálgast smátt og smátt höfnina og ég er brátt
kominn. Ég stíg síðustu skrefin að bakkanum og ég stíg
upp á brúnina. Ég lít upp í átt að tunglinu og sé að
það vofir enn yfir mér. “Ég er að koma,” segi ég
lágum tónum. Ég bý mig undir að stökkva þegar ég sé
birta til uppi í himninum. Skýin færast sundur og
bjartar stjörnurnar koma í ljós. Á þeirri stundu þá er
eins og það birti líka til í huga mínum, og hjarta.
Allt verður svo skýrt og ég sé einhverskonar sýn. Ég sé
fyrir mér konuna mína og börnin okkar og barnabörn
standandi hjá líkkistu, minni líkkistu. Þau eru öll
niðurbrotin og hún Karen mín grætur. Ég finn augu mín
votna. Ég lyfti hönd minni upp og strýk burtu tárin. Ég
gat ekki gert þetta. Ég gat ekki drepið mig, gat ekki
gert þeim þann skaða. Í þann mund er ég er að stíga
niður af brúninni kemur sterk vindhviða og veldur því
að ég missi jafnvægið. Ég dett ofan í kaldan sjóinn. Ég
finn ískalt vatnið umlykja líkama minn. Ég berst til í
sjónum í þeirri von að geta haldið mér á floti en ég er
ekki nógu hraustur á þessum aldri. Ég finn er ég sekk
niður í vatnið og þegar vatnið skvettist inn um
munninn. Ég sekk dýpra og dýpra uns ég ligg líflaus á
botninum.
Bless.