Þessi saga er tileinkuð Þóri frænda mínum, sem lést þann 15.janúar 2008.

,,Stelpur, getið þið aðeins komið? Ég þarf að segja ykkur svolítið.”
Ég leit upp.
,,Já, við erum að koma.”
Ég elti Sólveigu inn í herbergi.
Mamma sat á rúminu,
,,Stelpur. Það gerðist svolítið.” Sagði mamma og röddin hennar brast.
Sólveig brást snögglega við.
,,Ha? Eruð þið að skilja!” æpti hún.
Mamma hristi hausinn.
,,Er amma dáin?” spurði Sólveig aftur.
,,Nei, amma er ekki dáin. H-hann Þórir, hann dó í gær.”
Ég settist niður við hliðina á mömmu. Sólveig settist hinumegin.
Tárin vildu ekki koma.
Við tókum utan um mömmu. Ég kyssti hana, hughreystandi.
Allt í einu fann ég tárin koma fram í augun og byrja að leka niður.
Sólveig grét líka. Við grétum og grétum.
Mamma bara sat, og sagði ekki neitt.
,,Mamma, hvernig dó hann?” sagði Sólveig, eftir langa þögn.
Mamma leit á okkur, eins og til að sjá, hvort við værum nógu sterkar til að heyra meira.
,,Hjartað í honum dó. Hann reykti svo mikið, og lifði óheilbrigðu lífi.”
Ég kinkaði kolli og faðmaði mömmu.
,,Sólveig, eigum við að koma fram?” sagði ég rólega.
Sólveig brosti og kyssti mömmu.

Sólveig grét allt kvöldið.
Til að reyna að hugga hana stakk ég upp á því að við horfðum á mynd og borðuðum súkkulaði til að dreifa huganum.
Ég fór út í búð og keypti súkkulaðið.
Þegar ég var að labba heim leið mér ömurlega.
Af hverju þurfti þetta að gerast? Hugsaði ég.
Af hverju Þórir?

Daginn eftir leið mér betur.
Ég vaknaði snemma og fór í skólann.
Þegar ég kom heim setti ég tónlist í, lagði kapal, og grét, grét hástöfum.
Ég held að ég hafi grátið í rúmlega klukkutíma.
Mér leið tómlega, eins og það vantaði eitthvað inni í mér.
Ég þurrkaði tárin og byrjaði að læra.

Kóræfing. Venjulega hlakkar mig til, og í dag var engin undantekning.
Ég mætti, söng og talaði við hinar stelpurnar.
Allt í einu fann ég tómleikann inni í mér.
Ég starði út í loftið, reyndi að fylgjast með og beið eftir að kóræfingin kláraðist.
Á leiðinni heim af kóræfingunni langaði mig til að öskra.
Í staðinn sparkaði ég í snjóinn, en öskraði inni í mér.

Ég græt svo mikið að hausverkurinn á aldrei eftir að fara.
Táraförin í kringum augun verða þar að eilífu, því sorg mín er óbærileg.
Þórir, hvíl í friði.
Nothing will come from nothing, you know what they say!