Sællur… þetta var eitthvað verkefni í skólanum mínum og þetta er smásagan sem ég skrifaði :)













Ryksugur

Kaldan sunnudags morgun gekk Natan niður aðalgötuna á Reyðarfirði og gekk að húsi númer 4, vonandi að hann gæti selt eitthvað, hann gekk haltrandi eftir áreksturinn 2 mánuðum áður upp stigann fyrir framan húsið og bankaði þéttingsfast á hurðina og beið, engin kom og hann bankaði aftur þá kom gömul kona til dyra, hún var með stutt grátt hár og leit þreytulega út.
- Góðan daginn
- Hvað ?
- Ég er að selja ryksugur.
- Ha ?
- Ég er að selja ryksugur.
- Og hvað ?
- Mætti bjóða þér að kaupa ?
- Nei takk ég á mér fína ryksugu sagði hún og skellti hurðinni.
Natan gekk vonsvikinn í burtu og hélt í átt að húsi númer 5 en hætti við þegar hann sá mann í ruggustól á pallinum fyrir framann með Haglabyssuna sína, mjög fúll á svipinn.
Hann var þreyttur og pirraður eftir kvöldið áður, hann hafði rifist við konuna sína sem bjó með honum á Akureyri og hún hent honum út, hann hafði sofið í bílnum og var stirður og leið illa en samt hélt hann áfram að húsi númer 6.



Þar kom til dyra ung kona með barn á handleggnum,
- Hæ, sagði hún smjattandi á tuggugúmmíi.
- Góðan daginn
- Hvað viltu ?
- Ég er að selja ryksugur.
- UuUuUuUuUuU, vældi krakkinn hástöfum
- Hvað kosta þær
- Mjög ódýrt aðeins 3500 krónur.
- Já, bíddu aðeins
- UuUuUuUuUuU, vældi krakkinn aftur.

3 mínútur liðu og hún kom aftur með 3500 krónurnar en hún hafði skilið krakkann eftir inni.

- Hérna er peningurinn.
- Jáhh heyrðu bíddu aðeins, sagði hann og hljóp niður eftir götunni að bílnum sínum og sótti ryksugu í skottið á bílnum.
- Hérna er hún og verði þér að góðu.

Sæll með söluna gekk hann að bílnum og keyrði af stað í dagvinnuna sína í pósthúsinu á Akureyri.
I'm just sayin'