Ég tók bara skófluna og barði frá mér… Hve lengi hef ég ekki hugmynd um en veit þó að vessarnir slettust yfir mig allann. Það var ekki fyrr en ég gat ekki meir og datt niður á hnén að ég tók eftir að allt frá bringubeini og uppúr var hreinlega horfið og fann ég blóðið smjúga inn úr buxunum og klessast upp að skinninu á mér. Það lak niður í augun á mér og það virtist kippa mér inn í raunveruleikann.
Ég hristi höfuðið og strauk mér í framan og stóð upp. Það heyrðust hryglukennd hljóð uppúr afmynduðum hálsstúfnum þegar ég steig ofan á búkinn til að komast inn á baðherbergi til að þvo af mér innihaldið úr manneskjunni sem lá inná stofugólfi. Um leið og kviknaði á krananum heyrðist mér lásinn frammi hreyfast og fannst hurðin opnast.
Inn ganginn heyrði ég létt fótatak og vissi um leið að þarna yrði vandræði á ferð og sneri mér til að komast inn í stofuna á undan hverjum sem væri þarna á ferð.
En áður en ég tókst það heyrði ég skerandi öskur og kipptist allur við og hörfaði aftur inná baðherbergið. Það féll skuggi inná gólfið og sá ég að Mamma stóð í hurðinni, föl og með skerandi hálfbrotið augnaráð. Neðri vörin á henni titraði og hún kom varla upp orði þegar hún benti mér að koma mér inn í stofuna.
Umleið og ég stóð upp þá reif hún í hnakkadrambið á mér og hreinlega lyfti mér á fætur og henti mér fram á gang. Ég steig inn í stofuna og rann næstum því í vessunum og náði þó að rétta mig við og greip í stól til að halda nú jafnvæginu.
Stofan var hreinlega endurnýjuð, rauðir strókar lágu yfir gólfinu og upp veggina og beinflísarnar sem skreyttu neðstu greinarnar á jólatrénu juku bara hátíðastemminguna sem fyllti litla húsið okkar.
“Ég ætlaði ekki að ger…” reyndi ég að koma uppúr mér en tókst ekki því Mamma sló mig svo illilega aftan á höfuðuð að ég flaug niður í gólfið og missti andann.
“Það var enginn sem gaf leyfi fyrir því að þú færir í Búrið. Það var enginn sem sem LEYFÐI það.” Rödd hennar fyllti höfuðið á mér og ég fann tárin byrja að brjótast fram.
“En það var ekki ég, það var Ólafur sem hleypti honum út. Hann ætlaði bara að leika sér aðeins og við vorum líka svangir. Það var enginn morgunmatur til.”
Búmm, og aftur fékk ég högg, nú á kjálkann og fann ég að mér sortnaði og dofnaði fyrir augum. Þarna lá ég í fósturstellingunni í innihaldi mannsins sem þetta var allt að kenna og ég byrjaði að titra og hvæsa undan hræðslunni við Mömmu.
Ég teygði út hendurnar og byrjaði að rífa í sundurtættann hálsinn á honum og tætti og barði. Mamma gargaði hástöfum og byrjaði að sparka í líflausann búkinn og við hvert spark spýttist út hálfkalt og storknað vessasprey sem róaði mig niður þegar ég sá alla fallegu jólalitina endurspeglast í sólargeislunum sem brutust inn um litla stofugluggann okkar.
Við hömuðust á búknum í nokkrar mínútur þar til að við litum upp og sáum útlitið á hvort öðru. Bros færðist yfir andlit Mömmu og ég vissi að ég gæti staðið upp.
Ég ætlaði að grípa í stólinn til að lyfta mér upp en Mamma rétti út hendina og tosaði mig upp. Ég faðmaði hana og kyssti hana á kámuga kinninna og fann bragið af honum sem lá á gólfinu.
“Hvenær er matur Mamma?” spurði ég og leit í augun á henni.
Hún strauk mér um vangann og leiddi mig fram í eldhús og opnaði skúffu.
“Þegar þú og Ólafur náið í annann þarna úti, þá skal ég elda. Það verður ekkert gert úr þessari klessu sem þú eyðilagðir þarna frammi. Það er sama hvað ég reyni þá verður jólamaturinn ónýtur ef höfuðið vantar. Þetta veistu drengur.”
Hún setti hendina ofaní skúffuna og dró upp sveðjuna okkar og rétti mér.
“Ólafur er sofandi niðri. Farðu og klæddann hann í og komdu honum fyrir í kerrunni.Ég skal hita upp pelann svo hann verði nú rólegur. Svona, drífðu þig þarna afstað. Ég verð að fara að elda bráðum.”
Ég stökk af stað og þaut niður til Ólafs og tók hann upp, skipti á honum og brosti að hjalinu í honum þegar ég smellti honum í föt og setti hann í kerruna.
Uppi heyrðist brambolt og Mamma var greinilega byrjuð að koma manninum uppúr gólfinu. Ég vonaði nú að hún myndi nú gera jólabúðing í eftirmat úr einhverju af honum en var samt ekki viss því ég hafði óhlýðnast. En sú tilfinning róaðist nú niður þegar ég gekk af stað með Ólaf og lokaði útidyrahurðinni.
Snjórinn var yfir öllu og mikið var í gangi í bænum okkar. Ég brosti þegar ég gekk af stað í áttina að Miklatúni og leið miklu betur þegar ég sá hraustlegann mann ganga á móti okkur.
Hann brosti og stoppaði til að kíkja á Ólaf og ég leit í kringum okkur og sá engann.
Ég tók upp sveðjuna og bjó mig undir að keyra hana á kaf í höfuðið á honum.
Þetta verða góð jól, hugsaði ég þegar sveðjan klauf manninn hérumbilt í tvennt.
Þetta verða mjög góð jól.

24/12/07