Komið þið sæl.. :) árið 2004 byrjaði ég í einhverju djóki að skrifa sögu . Þetta er s.s. fyrsti kaflinn úr henni. En þar sem að þetta byrjaði sem grín, þá er fyrsti kaflinn dáldil sýra.. En svo fór ég að taka þessum skrifum alvarlega og sat lengi og pældi :P vona að þið lesið kaflan og látið mig vita ef þið viljið lesa meira :) kv Bjarni

1 kafli
lotning byrjunarinnar

Það byrjaði allt þegar að ég vaknaði einn Laugardags morgun, ég vissi að það var ekki allt með feldu. Ég fór fram úr rúminu og sá að inniskórnir mínir voru gegn blautir.
-Haa? Hvað er þetta?
Ég kraup á kné mér og reif upp annan skóinn sem var ekki bara blautur heldur líka teipaður við golfið. Óhress gekk ég fram og snæddi morgunverð.
Ég klæddist seinna um daginn, alltaf með það á tilfinningunni að eitthvað öðruvísi var við þennan dag. Síminn hringdi, það var Golli félagi minn. Hann spurði hvort að ég ætti sokk í gúmmíöskju, ég svaraði um hæl og sagðist ekki vita um hvað hann væri að tala. Golli hætti ekki að tala um þennan sokk, og fannst mér hann hljóma svoldið áhyggjufullur. Eftir 40 minútna rabb um sokkinn kvöddumst við og ákváðum að reyna að hittast eitthvað til að leita að öskjunni. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir samtalið að Golli hafði flutt til Kenýu fyrr um árið í þeim tilgangi að stjórna þar embætti.
-Sjitt hvað símtalið var dýrt
Ég var óhuggandi í 10 mínútur. Síðan pantaði ég mér fyrsta far sem ég gat til Kenýu.
Ég fór útí bílinn minn og ók af stað útá Leifsstöð. Eftir klukkustunda akstur rakst ég á puttaling. Ég tók hann uppí uppá félagsskap að gera.. Hann sagði samt ekkert.
Ég spurði hann ótal spurninga en fékk ekkert svar, einu viðbrögðin voru þessi:
Það sem að hann gerði nokkuð reglulega var að banka með naglabakinu á hægri vísifingri á naglabak vinstri þumalfingurs. Það kom mér í opna skjöldu þegar að hann skipti um um fingur.. Í bókstaflegri merkingu. Maðurinn tók upp litla pyngju og dróg uppúr henni lítinn fingur með bleiku naglalakki.
Hægt skrúfaði hann vinstri vísifingurinn af sér og setti fingurinn úr pyngjunni á sig í staðinn.. Aldrei sagði maðurinn sem mér sýndist vera um 60 ára gamall, eitt einasta orð. Það seinasta sem hann gerði áður en að hann lagðist útaf og fékk sér kríu var að líta á mig með spurnaraugum sem breyttust síðan í augu sakleysis..
Ég vissi ekki hvað ég átti að gera annað en að skrúfa niður rúðuna og öskra á kind sem stóð í vegkantinum. Mér fannst eins og kindin hefði svarað mér með einu “nei”
En þetta var mín afsökun fyrir að líta ekki á mannin sem var sofnaður þegar að ég leit á hann aftur. Eftir heilar 5 mínútur gerðist það furðulega.. Maðurinn byrjaði að sökkva í sætið líkt og Titanic sökk í hafið, fyrir utan að mér fannst maðurinn ekki fara jafn vel með hlutverkið og hann Leonardo Dicaprio gerði í Titanic.
Farangur mannsins varð eftir í sætinu ásamt nokkrum teiknibólum sem mér sýndust hafað haldið hárinu á manninum við höfuðkúpuna. Farangur mannsins var ekki mikill. Ég staldraði augnablik á Reykjanesbrautinni. Ég var þó ekki nema bara í nokkurra mínútna fjarlægð frá keflavíkurflugvelli. Ég var gáttaður, fór út og fékk mér frískt loft. Eftir smá stund opnaði ég farþegasætishurðina og leit vel á pyngjuna sem varð eftir og eitt ágætlega stórt box.. Ég tók það upp og sá að það stóð með einhverskonar í skornu rúnaletri.
En þar sem að ég hafði verið í rúnafræðistíma í íslensku hjá Hörpu íslenskukennara, gat ég ráðið letrið á örskammri stundu.. Letrið sagði þetta.
“ Þó er arftaki ert, Bjarni er þitt nafn. Ber þó öskju þessa en ey opna fyr en tímar standast á”
Ég skildi ekki af hverju nafnið mitt var á öskjunni en vissi að mér var falið eitthvað hlutverk.. Pyngjan sem maðurinn var með á sér var einnig með letri. En það var samt ekki auð ráðanlegt. Ég taldi það vera á kenýsku. Bíllinn var enn í gangi, ég settist undir stýri og hélt ferð minni til Kenýu áfram..
Er ég kom uppí flugvélina, bæði með öskjuna og pyngjuna. Ákvað ég að fá mér eitthvað að drekka. Flugfreyja kom í áttina til mín en datt ekki í hug að spurja hvort mig vantaði eitthvað, ég spurði hana hvort að hún væri ekki alveg í vinnunni. En ég fékk ekkert svar.. Það var ekki fyrr en ég greip í Sprite Zero flösku sem var á kerrunni hjá henni, þá sagði hún..
-Dreguru dilk af því sem ég tel mig forynju flotans í verkahring alheimsins, heldur þú mig sem óvirkan meðlim í atvinnulífi landans?
Hún var ekkert sérlega hress með það að ég truflaði starf hennar með að setja hendur mínar á kerruna hennar. Ég sagði bara.
-Ehh? Nei alls ekki, þú bara gekkst framhjá mér áðan þegar að ég bað um þjónustu
-Er ég einhver ambátt í þínum augum.!!!
Hún horfði reiðilega á mig, það gnýsti í tönnum hennar og hún var byrjuð að tárast. Svo kom flugstjórinn fram og kallaði eitthvað,
-Kolbrún mín,?! Kolbrún?? Viltu ís?
Ég sá að andlit flugfreyjunar breyttist algjörlega, svona eins og bíll breytist eftir að keyra á vegg á 120km hraða. Ég hrökk við þegar að ég sá þetta og mér sárnaði þegar að ég “sá” að stúlkan var að brosa. Mínútu seinna sagði flugstjórinn.
-Ég vona að hún dóttir mín hafi ekki valdið ykkur neinum óþægindum, hafið eingar áhyggjur, ég setti lyf í ísinn hennar svo að hún mundi ekki gera eitthvað af sér. Ég held að þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hún ræni flugvélinni eins og gerðist í 10 sinn í gær..
Svo tók hann það sérstaklega fram að flugfélagið hefði haldið uppá það þegar að hún stal henni í 10 sinn, bæði með tertum og einhverju sem þeir héldu að væru kerti.
Flugmaðurinn virtist vera rosalega stoltur af henni Kolbrúnu sinni..
Eftir þriggja daga flug lenti ég loksins í Kenýu. Þegar að ég kom beið Golli eftir mér við stigann. Hann var ennþá áhyggjufullur á svipinn en reyndi að fela það með því að bera mikið höfuðskraut og allskyns blómahálsmen.
Golli spurði mig hvað hefði tafið mig. Ég sagði honum frá því öllu.
Ég sagði honum frá því að flugstjórinn leifði dóttur sinni að stýra flugvélinni á meðan að hann færi og fengi sér kaffi. Stúlkan þeyttist af leið sinni og flaug til Tokyo til að sækja kærastann sinn.
-Úff, og ég skal segja þér það, kærastinn hennar var ekki mannlegri en hún.
Við hlógum dágóða stund.. Síðan sýndi ég honum Öskjuna og pyngjuna. Golli byrjaði að tauta eitthvað.
-Bjarni!!! Hvað í óskapnaðinum varð um öskjuna MÍNA, hún var úr gúmmíi, og sokkurinn minn var í henni.
Ég sagði að askjan mundi finnast, en núna þyrftum við að undirbúa okkur til heimferðar. Ástæðan fyrir því að ég fór var til að sækja hann Golla, hann sagði mér að hann hefði ekki verið við flugvélina ef ég hefði komið samkvæmt áætlun. Hann tíndist eftir að hafað tekið það sem að hann hélt að væri leigubíll. En hver þekkir munin á leigubíl og risa skjaldböku.
Það sem við gerðum var að setja saman lítinn fleka. Ég hannaði skáp sem gat haldið um bæði pyngjuna og öskjuna. Skápurinn var úr málmbitum sem ég lóðaði saman með stækkunargleri og sólarljósi. Við vorum tilbúnir til ferðar.
Ég spurði Golla hvort það yrði ekki alltí lagi ef við færum, og hvort að hann væri ekki með allt með sér. Hann táraðist ögn en sagði svo jú.
Flekinn rúmaði okkur báða ásamt bananabúnti sem við geymdum í einu horninu á flekanum.
Golli byrjaði að róa, hann róaði og róaði, hraðamælirinn á flekanum sýndi 50. Golli róaði hraðar og hraðar, ég þurfti að halda mér. Mælirinn sýndi 186 km hraða, ég öskraði á Golla, en hann lét sér ekki segjast. Strandgæslan í Kenýju kallaði í gjallhornið sitt en ég greyndi ekki staf í orði sem maðurinn sagði. Golli róaði flekanum uppí 350 km hraða. Það tók okkur eina klukkustund að komast heim til íslands. Við numum land í Eskifyrði, en þar voru hátíðarhöld. Við tókum því sem að fagnað væri komu okkar. Við lögðum flekanum í höfninni, eitthvað einkastæði rússneska flotans. Golli hunsaði það bara og bakkaði eins og hetja í stæðið.
-Halló, halló halló, !!!
heyrðum við kallað.
-Hverja sé ég hér, Bjarni og Golli. Komið í hátíðarhöldin, humar og djús á líðinn
Einhvernveginn fannst mér ég kannast við röddina, samt kom ég henni ekki strax fyrir mér. Hún var svona mjúk sálfræðingarödd.. Síðan kallaði ég,
-Ert þetta þú Gísli,
-já, ég kom til að halda festival hérna, ég kalla það “Gíslafest 2004” fullt af hljómsveitum og mikið af kolvetnissnauðu áfengi.
Golli rak upp gleði augu. Það minnti mig á puttalinginn sem að ég tók uppí á leiðinni útá Leifsstöð. Mér leið ennþá eins og þann dag sem ég vaknaði og fann að eitthvað var að, en tilfinningin varð alltaf sterkari og sterkari. Mér leið alltaf meira og meira eins og að tíminn væri að koma, samt vissi ég ekkert hvað mundi gerast. En eitt vissi ég. Ég vissi að ég mætti opna öskjuna.
-Bjarni,!! kallaði Gísli og sagði að það væri að koma upp svaka atriði, ég kom hlaupandi og stillti mér við hlið hanns og golla.. Nau!! Ég rak upp augun og sá að Hjörtur, Ívar og Stebbi (félagar) voru þarna líka að horfa á iron maiden taka “two minutes to midnight” ég heilsaði þeim.. þeir sögðu mér að þeir væru á módeli hérna neðar í götunni, sögðu mér að kíkja í heimsókn ef ég hefði tíma. Ég ákvað að kíkja eftir tónleikana..
lærðu að læra og kenndu svo það sem þú kannt