Ég var alltaf mjög hljóður krakki…
Foreldrar mínir héldu fyrst að það væri eitthvað rosalega mikið að mér þegar ég byrjaði að hágráta þegar ég sá eitthvað í speglinum í fyrsta sinn.

“Hún….hún er alveg eins og ég”
Foreldrar mínir sögðu mér bara að þetta væri allt í lagi og héldu svo áfram með sín eigin vandamál.
Ég starði í spegilinn..hún starði til baka.
Hún leit nákvæmlega eins út og ég..allt var alveg eins!

Árin liðu og alltaf fór ég og heimsótti litlu stelpuna í speglinum. Hún var alltaf voða góð við mig. Þegar ég brosti, brosti hún alltaf til baka.
Ég reyndi einu sinni að snerta andlitið hennar, en það eina sem ég gat snert var kaldur spegillinn á meðan hún reyndi að gera það sama.
Loksins ákvað ég..

Ég stökk niður í eldhús og sótti mér stórann, beittan hníf, og tók mér sæti fyrir framan spegilinn. Hnífurinn rétt fyrir ofan úlnliðinn á mér.
en eitthvað hreyfðist…stelpan.
Hún hristi hausinn hægt…hvíslandi lágt: “nei..ekki gera það”

Ég starði…en hún sagði aldrei neitt án mín?
hún var alltaf í sömu fötunum og ég…gerði alltaf sömu hlutina.
en núna..
Hún var ekki með hníf eins og ég..hún var ekki í ljósbláum bol og gallabuxum..

Hún var í svörtum leðurjakka..og tættum svörtum gallabuxum. Haldandi á stærsta sverði sem ég hafði nokkurn tímann séð.
hún hélt áfram að hrista hausinn. “Ekki gera það!”
“En af hverju?”
“Af því ef þú gerir það…þá kem ég aldrei aftur.”
Ég stækkaði augum mín. Hún breyttist aftur! núna öll út í blóði! En hvernig?!
Ég horfði á hana. hún horfði á mig.

Stelpan bakkaði langt og hljóp nú hratt á glerið og brýtur það.

ég öskra. Allt varð svart.



Ég vakna aftur eftir dágóðan tíma við að einhver hristir axlinar mínar.

“Elskan mín! er allt í lagi með þig ?!!”
Mamma og pabbi stóðu yfir mér, ég sest upp og horfi í kringum mig.
Ég horfði á vegginn þar sem spegillinn var..hann er þar ekki lengur, ég lít niður á gólfið sem er allt út í gleri, stórir glerbútar við fætur mína.
“Elskan…svaraðu mér!! er allt í lagi?!!”
“já, ah..það er allt í lagi með mig sko. Ég rann bara og datt..í alvöru, það er allt í lagi” og brosi til þeirra, á meðan ég vona að þau fari.
“Allt í lagi…en kallaðu bara á okkur ef þig vantar eitthvað” mamma stóð upp, tók í höndina pabba rólega út og lokaði á eftir sér.

Ég lýt niður á gólfið aftur á stóru glerbútana og sé blóð á þeim…sem lýtur út eins og stafir. Ég hægt og rólega raða bitunum þannig að ég sé hvað stendur.

“Aldrei gera þetta aftur”

Ég starði bara á glerið…en stóð svo rólega upp svo að ég gat séð hvað gerðist við litlu stelpuna í speglinum.
Þarna er hún. Mér léttir rosalega.
Nema hún hreyfist aftur…ég horfi á hana hrædd.
En hún brosir bara, og heldur uppí hnífinum mínum. Ég horfi hratt í kringum mig í leit af hnífnum en sé hann hvergi. Litla stelpan í speglinum flissar og brosir breiðara brosi.

“þú munt aldrei gera þetta aftur.”
Skyndilega rekur hún hnífinn í magann á sér. Ég öskra.
foreldrar mínir koma aftur hlaupandi inn í herbergið og sjá mig falla til jarðar. Stórt sár er í maganum á mér, eins og hnífi hafi verið stungið þar. Blóðug skilaboð á gólfinu.

“þú munt aldrei gera þetta aftur.”