1.Kafli
Ég vakna við að síminn hringir. Ég veit að þetta er Axel, ég sagði honum í gær að hringja klukkan 11. Hann segist vera búinn að hugleiða eitthvað sem hann vildi svo endilega tala við mig um. Ég svara.
„Hæ Simmi, ég verð að hitta þig, ég er brjálaður í að fá að tala við þig“, sagði Axel.
„Nú, hvað er það? Maður verður bara spenntur!“, svaraði ég.
„Má það ekki bíða þangað til á eftir, ég get ekki talað við þig í einu símtali“.
„Jújú, komdu bara með það á eftir, en drífðu þig“.
Ég ligg enn í rúminu. Ég hafði ekki farið að sofa fyrr en klukkan 2 í gærkvöldi, mér fannst ég eiga það skilið, það er nú komið sumarfrí, og ég búinn að fara að sofa klukkan 10 öll þessi kvöld. Ég opna augun. Það er ekkert smá mikið drasl sem hafði safnast upp hérna á þessum fáu vikum. Ég horfi á skrifborðið sem er hjá veggnum á móti hurðinni. Það er svo mikið drasl þar, öll glösin, skólabækurnar, geisladiskahulstrin, allt í hrúgu. Ég ákveð að pæla ekki mikið í þessu lengur, þar sem Axel færi að koma. Ég klæði mig í gallabuxur og bol. Fer fram, bursta tennurnar og fæ mér ristað brauð. Loksins heyri ég dinglað á bjölluna. Þar stendur Axel. Ég býð honum innfyrir, við förum inn í eldhús og ég klára brauðsneiðina mína.
„Já, og hvað er svo þetta merkilega?“, spurði ég.
Hann varð hugsi á svip en svarar loks:
„Þú átt dálítið mikið af fermingapeningunum síðan í mars, er það ekki?“
„Jújú, en hvað ertu að blanda mínum peningum inní þetta, láttu þetta nú gossa!“ svara ég.
„Allt í lagi. Ég gat ekki sofnað í gærkvöldi, svo ég fór að hugsa hvað það væri nú gaman að breyta aðeins um umhverfi. Ég hugsaði um alla spennandi staði á landinu, en svo fattaði ég að maður hefur komið á alla þessa staði, suma þeirra oft og mörgum sinnum. Síðan eru aðstæðurnar og landslagið alveg eins. Ég velti lengi fyrir mér hvert annað væri að fara, og fann út að mig hafði nú alltaf langað að fara til Bandaríkjanna. Mig langar að fara til O.C.“, sagði Axel.
„Ja þú átt þína drauma Axel!“, segi ég og hlæ.
„Þú ert semsagt ekki með í þessu?“, spyr hann.
„Ertu ákveðinn í að fara?“
„Já, ég talaði við mömmu í morgun og henni fannst þetta mjög áhugavert, ef ég ætti efni á því sjálfur, hún vildi ekki gefa mér krónu.“
„Ok, ég skal alveg reyna að tala við mömmu, en ég get svarið það að það eru ekki miklar líkur á að hún segi já“.
„Prófaðu“, sagði hann.
Mamma kom heim klukkan 3. Við höfðum ekki mikið að gera, grenjandi rigning úti. Við vorum búnir að vafra aðeins um Netið og afla okkur upplýsinga, og eftir því sem við skoðuðum meira, því meiri áhuga fékk ég fyrir þessu. Mamma kom inn. Hún settist inn í eldhús um leið. Við förum fram. Við segjum henni frá pælingunum okkar, og að mamma hans Axels fyndist þetta í lagi. Hún sagðist ætla að spá í þessu, og tala svo við mömmu hans Axels. Ég uppljóma af gleði. Aldrei bjóst ég við þessu! Við setjumst aftur inn í herbergi og förum að tala. Við tölum um hvernig við ættum að fara að þessu, hvað við þyrftum að gera. Ekki líður á löngu fyrr en klukkan er orðin 7, og Axel fer heim að borða. Ég kveiki á sjónvarpinu og horfi á fréttirnar. Þær eru að klárast, svo koma veðurfregnir. Ég hlusta á þær, tek eftir að það er ekki ský á lofti í O.C.
„Hvað þetta yrði nú gaman, lífið á ströndinni, allar baðstrandargellurnar, allar búðirnar, góði maturinn“, hugsaði ég með mér.
Ég sofna út frá pælingunum.