Einu sinni var lítil hafmeyja hún bjó í afleitu vatni í einu þorpi á Draumaeyju. Þorpið var stórt og fallegt en þangað hafði hún aldrei augum litið, afhverju ekki ? Nú hún var hafmeyja og gat því ekki labbað. En hafmeyjur átu hvort sem er það sem þreifst í sjónum svo það skiptir engu máli.
Einn daginn er hún var 6 vetra gömul og sat og var að leika við gúbbífiskana sína við litla eyju úti í vatninu var hent fallegum og skrítnum staf úti í mitt vatnið eða það sem var á milli hennar og bakkans sem var langt en hún synti að stafnum og sá að hann var trégerður en hafði fallega kristalkúlu sem glóði rauð eins og blóð og við hlið hennar var fallegt band sem tengdist einum enda stafsins og svo einum parti hans einnig og úr honum kom út fallegur hljómur er hún snerti bandið. Lítill strákur kallaði til hennar og sagðist eiga stafinn ,uns hann var barin niður og sagt honum að halda kjafti og drulla sér í burtu.
Stúlkan sá að þetta voru tveir eldri strákar um 10 vetra og höfðu þeir líklega hent stafnum og ætlaði hún að far til þeirra og reka þá burt því hún hélt að þeir myndu ekki meiða stelpur, hún ætlaði að láta strákinn fá stafinn en henni greinilega skjátlaðist eða þá að í þeirra augum var hún ekki stelpa því er þeir ráku í hana augunum tóku þeir upp nokkra steina og fóru að kasta í hana og segja henni að skilja stafinn eftir í vatninu og leyfa honum að sökkva og fara svo burt. Stúlkan fór að sjálfsögu að gráta en hætti er hún sá eldri bróður sinn sem lá í vatninu við hlið hennar og var um 13 vetra. Hann sagði henni að þrauka og reyna að forðast steinana uns þeir væru komnir dýpra í vatnið. Stúlkan skildi þetta ekki en gerði samt það sem hann bað um og er þeir voru búnir að vaða alveg niður að mitti skildi litla stúlkan hvað stóri brósi ætlaði að gera því bróðir hennar synti eins hratt og hann gat til þeirra, og svo greip hann um lappir þeirra tveggja og dró þá út á litlu eyjuna sem var langt í burtu frá bakkanum og mjög djúpt til botns frá henni.
Strákarnir urðu skelfdir er þeir áttuðu sig að engin leið var burt. Stóri bróðir hennar sagði henni að fara og tala við litla strákinn og láta hann fá stafinn. Stúlkan fór til hans en hann hafið ekki séð hvað hafði gerts og hélt að strákarnir væru að koma hann lá á grúgu og grét og sagði
“ekki meiða mig þið eruð búinr að lemja mig nóg geriði það, ekki”.
Stúlkan lagði hönd sína á öxl hans og sagði með sinni undur fallegu barnsröddu
“vertu ekki svona hræddur stráksi ég geri þér ekki neitt og ekki þeir í augnabliikinu allavega”.
Strákurinn hætti að gráta og leit upp honum brá örlítið og hörfaði undan, “vá sagði hann ég ef aldrei talað við mannfiska áður” Stúlkan rétti honum stafinn og sagði “ég er ekki mannfiskur heldur hafmeyja en ég heiti Zelena svo endilega notaðu nafn mitt” strákurinn tók við stafnum og roðnaði örlítið “fyrirgefðu en ég ætlaði ekki að móðga þig en takk fyrir að gera þetta fyrir mig “ hann sleit upp lítið blóm og rétti henni hún tók þögul við því og brá enn meira er hann smellti litlum koss á kinn hennar og sagði “ ég heiti Alexander og kem úr þorpinu ég á enga foreldra því þau dóu er ðeg var 3 ára en nú bý ég einn með öðrum börnum og þessum tveim, í dag átti ég afmæli og mér var gefinn þessi stafur í afmælisgjöf.

_________________________________________________

hvernig finnst fólki ?
hef aldrei sýnt þetta nema mínum nánustu vinum svo er að sleppa frá´mér miklu af minni hálfu.. sagan er nú ekki búin en vil heya álit áður en ég hald áfram :P