Hún sat og beið, gallabuxurnar voru svo þröngar að henni fannst eins og blóðið væri hætt að renna um lappirnar, að auki var henni ískalt því hún var í örþunnum hlýrabol úti í snjónum. Loksins kom hún, besta vinkona hennar.
-Hæ! Sagði hún við langbestu vinkonu sína, en hún hélt bara áfram að labba, Tanja horfði á eftir henni, hún stoppaði við eina hurðina á raðhúsinu og dinglaði, fljótlega var opnað og hún fór inn. Tanja vissi að hún átti nýja bestu vinkonu en vildi ekki trúa því. Svo hún labbaði bara að stað og dinglaði á sömu bjölluna, Klara og Tanja komu til dyra, Klara gretti sig og Tanja gekk aftur inn.
-Hvað viltu? Spyr Klara frekjulega
-Má ég vera með? Segir Tanja
-Nei! Klara skellir hurðinni á eftir sér, eitt tár, tvö tár, svo gengur hún í burtu, þegar hún opnar dyrnar eru tárin frosin á kinnunum, kettirnir hennar fjórir taka vel á móti henni, það þýðir að allir matardallarnir séu tómir. Tanja fyllir þá og fer svo upp í herbergið sitt og grætur enn meira, foreldrar hennar voru á djamminu, hún átti engin systkin, kettirnir voru bara það sem hún ólst upp við. Þá hringir síminn.
-Halló? Segir Tanja
-Gott kvöld, segir rödd í símanum, mér þykir leiðinlegt að segja það en foreldrar þínir lentu í slysi. Tanja fær hnút í magann.
-Ha? Spyr hún með kökkinn í hálsinum
-Já, faðir þinn keyrði ölvaður og keyrði út í vatn, það var verið að draga þau upp úr.
Tanja er í sjokki og missir símann, en tekur hann upp strax aftur skjálfhent.
-Eru þau lifandi? Spyr hún, henni finnst rosalega erfitt að spyrja svona
-Faðir þinn er talin látinn, en móðir þín er ennþá með lágan púls. Var svarað
-Hver er þetta? Spyr hún
-Ég heiti Guðmundur, það er bíll að koma að sækja þig.
-Ókei, bæ. Segir hún
-Pakkaðu niður því helsta! Segir Guðmundur og leggur á. Hún tekur upp tösku og pakkar niður fötum og fleira. Svo tekur hún kattarbúrin og setur alla kettina inn, hún mátti ekki skilja þá eftir, þeir höfðu verið henni eins og systkin frá því hún man eftir sér. Elsti kötturinn mjálmar þegar hún leggur búrið frá sér við dyrnar og klæðir sig í úlpuna.
Þegar dyrabjallan hringir örstuttu seinna svarar hún ekki, hún getur varla staðið upp, hún liggur í grúfu á gólfinu og grætur, þetta var ömurleg vika, fyrst missir hún tvo af köttunum sínum úr krabbameini, svo hættir vinkona hennar að vilja vera með henni og svo svo missir hún foreldra sína.
Einhver kall brýtur upp dyrnar og tekur hana upp og ber hana inn í bíl.
-TAKIÐ KETTINA LÍKA! Öskrar hún, svo byrjar hún aftur að gráta.
Bíllinn keyrir af stað í hálkunni.
-Hvert ætlið þið með mig? Spyr hún en hristist ennþá af ekka
-Til ættingja þíns, svarar kallinn.
-Fer ég ekki í jarðaförina? Spyr hún
-Jú!
Bíllinn rennur til í hálkunni en kallinn nær stjórn á honum aftur. Hún tekur einn köttinn úr búrinu og strýkur honu blíðlega og grætur ofan í feldinn hans. Bíllinn stoppar á miðjum veginum.
-Taktu kettina og töskuna þína og farðu út! Segir maðurinn
-Afhverju…?
-ÚT! Öskrar maðurinn
Hún fór út, núna skildi hún allt, foreldrar hennar voru ekki dánir, þetta var eins og í þáttunum í sjónvarpinu, henni hafði verið rænt!
Bíllinn keyrði af stað og hún vissi ekkert hvar hún var, hún byrjaði strax að skjálfa enda var hún bara í örþunnri úlpu og strigaskóm.