,,Nú er að duga eða drepast'' Stundi Svenharður er hann kom heim af pöbbarölti. Hann var rétt búin að snúa hurðarhúninum þegar konan hans byrjaði að röfla yfir honum svívirðingar.

Fljótlega tók sjálfstýringin við og hann sagði ,,já, o.k. elskan'' við öllu sem hún sagði. Hann fór í rúmið og setti koddan yfir haus til að geta sofnað, sem auðvitað var erfitt meðan konan nöldraði svona.

Dagin eftir vaknaði hann þunnur, svo hann lagði sig lengur. Eftir að hafa sofið vel og lengi fór hann á fætur. Hann spennti sig upp þegar hann gékk fram, sagði Sigga litla að þegja, og kallaði rámri röddu ,,hvað er til að éta hérna í húsinu?''

Enn ekkert svar. Hvar er helvítis kellingin hugsaði hann með sér. Hann fór inn í eldhús og datt næstum um koll er offvirkur krakkafjandinn hljóp framfyrir hann. ,,Það er til Kókópuffs, pabbi'' sagði hann. ,,ÞEYGIÐU SIGGI LITLI, PABBI ER MEÐ HAUSVERK'' hreytti Svenharður útúr sér. Eftir að hafa opnað 3 skápa og ískápin ákvað hann að fá sér kókópuffs.

Brakið í kókópuffsinu í munni Sigga ætlaði að valda honum alvarlegum geðtruflunum. Krúns krúns krúns… skyndilega kallaði Svenharður aftur ,,ÞEYGIÐIU SIGGI LITLI!!!'' Siggi litli horfði á hann í 3 sekondur, og byrjaði svo aftur að tyggja. Svenharður tók skálinasína og hennti henni í veggin, og strunsaði út.

,,Hvert ertu að fara pabbi?'' sagði siggi litli.
,,ÞEYGIÐU SIGGI!!!!'' gargaði Svenharður. ,,Ég ætla út að reykja''

Út að reykja, það var eitthvað sem hann gerði of oft, sérstaklega eftir að kellingin hætti, hefur hún ætíð neytt Svenharð út, eins og hann eigi ekki húsið, til að vernda krakkan. Og eins go Svenharður eigi ekki helvítis krakkan líka?

,,Hvar er helvítis kellingin?'' stundi Svenharður. Hún ætti að fara að koma heim. Svenharður ákvað að hringja í hana, enn ekkert svar. ,,Hvar er mamma, pabbi?'' spurði siggi litli. Svenharður leit á hann, og andvarpaði.
,,Siggi minn? já pabbi? Nenniru nokkuð að þegja fyrir pabba þinn? Já pabbi! Gott''

Hann fór á baðherbergið, og virti sig aðeins fyrir sér í speglinum, Skalli og axlasítt hár að aftan, svona er það að nenna ekki í klippingu. Í lubbanum má sjá að fjórða hvert hár er orðið grátt. Skeggið myndar ljósgráa slykju um kjálkan, og augnbrýrnar niðurlútar.

Hvað var kerlingin að röfla í gær? Eitthvað um að fara eitthvað, ætli hún sé farin frá mér? Ég verð þá að skila helvítis krakkanum til hennar. Hann strunsaði fram, sagði sigga litla að þegja og tók hann með sér inn í bíl. ,,Hvert erum við að fara pabbi?'' ,,Æji þeygiðu siggi litli''

Svenharður ók að húsi þeirrar vinkonu kerlingarinnar sem býr næst, og skildi Sigga litla eftir. Hann ákvað að kíkja til Benharðs vinar síns.

Benharður sat sveittur í tölvustólnum fyrir framan tölvuna sína. Windows 98 og hvorki meira né minna. Benharður var að spila Bridge. Þegar Svenharður bankaði á dyrnar birtust 3 klám-pop-up gluggar á skjánum hjá Benharði. Benharður lokaði þeim í snatri og fór til dyra.

Sæll, sagði Svenharður. Já komdu blessaður stundi Benharður. ,,Má ekki bjóða þér inn''? Svenharður þáði boðið og innan tíðar mátti sjá þá báða yfir tölvuskjánum og þeir fóru yfir bridge-tactics.

Þegar því var lokið fóru þeir að tala um veðrið, og afla af sjónum. Svenharður vann á lager í frystihúsi og Benharður var á lyftaranum. Meðan þeir reyktu yfir litlu hringlóttu eldhúsborðinu ákvað Benharður að segja Svenharði leyndarmál.

Benharður hallaði sér yfir borðið og sá Svenharður svitadropa myndast í ennishrukkunum á honum. Benharður vissi að Svenharður ætti son sem kynni dálítið á tölvur, og vildi athuga hvort hægt færi að fá Sigga litla til þess að losa Benharð við klám-pop-upin.

Nei Benharður hreytti Svenharður útúr sér, ég ætla ekki að láta 8 ára son minn hjálpa þér að losna við klám-pop-up, kanski eftir 8 ár. Benharður lét sig detta aftur í stólinn og horfði niður í borðið leiður. Undirhökurnar á honum hristust lítillega.

Þeir fóru að tefla. Eftir mörg dirfskuverk og hetjudáðir drýgðar á taflborðinu tóku þeir sér hlé, klukkan var orðin margt og Svenharður þurfti að fara að koma sér í háttin.

Hann keyrði heim rólega, og lagði bílnum í einkastæðið sitt hjá blokkinni. Á morgun yrði annasamur dagur í frystihúsinu, og eins gott að vera vel sofinn. Hann opnaði hurðina rólega svo ekki ískraði mikið í henni, og fór inn í svefnherbergi.


Kellingin var komin í rúmið og of þreytt til að nöldra, Svenharður lagði sér mjúklega í ódýrt rúmið, og sofnaði.

Þegar hann vaknaði ákvað hann að hann yrði að breita lífinu sínu

Eftirmáli:

Svona endið þið ef þið standið ykkur ekki í skólanum. Ég ætla að gera framhald um hinn 57 ára gamla Svenharð og þá hefur hann ákveðið að hætta í vinnunni, og ganga menntavegin.

Það verður spennandi.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.