Var beðinn um að koma þessu á framfæri hér á Huga :)

Málbjörg, félag um stam, efnir til smásagnasamkeppni.

Málbjörg, félag um stam, efnir til smásagnasamkeppni. Öllum er heimil þátttaka og þurfa sögurnar að vera á íslensku og fjalla á einn eða annan hátt um stam. Sögurnar skulu ekki vera lengri en 2.500 orð.

Dómnefnd skipuð fólki sem stamar og sérfræðingum í ritsmíðum velja bestu og athyglisverðustu sögurnar.

Veitt verða peningaverðlaun fyrir bestu sögurnar. 50.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 20.000 kr. fyrir annað sætið og 10.000 kr. fyrir þriðja sætið. Þar að auki verða veitt tvenn 10.000 kr. verðlaun fyrir athyglisverðustu sögurnar.
Verðlaunasögurnar verða birtar á heimasíðu Málbjargar, stam.is. Aðrar sögur verða ekki birtar nema með leyfi höfundar.

Skilafrestur er til 15. janúar 2008 og verða úrslitin tilkynnt á félagsfundi Málbjargar í febrúar. Dagsetning og staðsetning þess fundar verður auglýst síðar.

Sögurnar skulu sendar á netfangið malbjorg@gmail.com eða í pósthólf 10043, 130 Reykjavík. Munið að láta nafn, netfang og símanúmer fylgja með.