Þetta er bara byrjunin af smá svona sögu. Hef ekki skrifað í langan tíma :]

Einn

,,Halló?“
,,Hver er þetta með leyfi?”
,,Ísak“
,,Ísak Jónsson? Sonur Erlu Maríu Einarsdóttir?”
,,Já, afhverju spyrðu?“
,,Loftur Kristjánsson heiti ég, lögregluþjónn. Kannski væri best ef að ég gæti fengið að tala við eitthvern fullorðinn”
,,Hvað? Nú? Er eitthvað að?“
,,Mér þykir leitt að þurfa að segja þér það í gegnum síma en móðir þín Erla María Einarsdóttir, vinur hennar, John og bróðir þinn, Einar lentu í harkalegum árekstri og liggja nú uppá spítala í Fossvoginum”
,,Aaa“
,,Kannski væri best ef að þú hefðir samband við eitthvert skyldmenni sem að getur skutlað þér uppá spítala og verið með þér”
,,Ok, alltílagi, bæ“

Ég ýtti á rauða símtólið á símanum til að ljúka samtalinu. Hugsanirnar fóru á fullt. Var þetta virkilega að gerast? Ætli þau séu mikið slösuð? Ætli þau lifi þetta af? Hvað gerðist? AFHVERJU?

Ég leit á klukkuna inn í eldhúsi, hún var akkúrat eitt að nóttu til. Hvað var aftur númerið hjá Hilmari frænda? Hann var sá eini sem að ég gat hugsað mér að hringja í. Ég pikkaði titrandi inn númerið hans og beið eftir að svarað var. Fimm hringingar og þreytuleg rödd svaraði.

,,Hilmar?”
,,Já. Ert þetta þú Ísak?“
,,Já..á þú verður að koma Hilmar!”
,,Er ekki allt í lagi?“
,,Nei mamma, john og einar lentu í árekstri það var verið að hringja í mig”
,,Ég flýti mér í fötin Ísak og kem eins fljótt og ég get“

Aftur kom fingur minn við rauða símtólið á símanum. Ég sat og starði á klukkuna í nokkrar mínútur. Ætti ég að klæða mig í föt eða fara uppeftir í náttfötunum? Ætti ég að taka veskið með mér? Hvað ætli hafi gerst? Er allt í lagi með þau? Ég var kominn með hausverk af öllum þessum spurningum sem að þutu um í höfðinum á mér.

Ég labbaði inn í herbergi og tók þau föt sem að næst voru og klæddi mig í. Ég veit ekki hvernig ég kom fótunum mínum tveimur í gegnum skálmarnar á þessum gallabuxum eða hvernig hausinn á mér rataði í gegnum gatið á bolnum og ég man heldur ekki eftir því að hafa troðið mér í sokka eða skó. Nokkrum mínútum seinna stóð ég fyrir utan húsið mitt og skimaði í kringum mig í von um að sjá litla rauða bílinn hans Hilmars nálgast.

———————————————–

Ég starði í augun á þessum manni í grænbláa sloppnum sem að sat fyrir framan mig.

,,Móðir þín er ennþá í aðgerð en mér þykir mjög leitt að segja þér að þetta lítur ekki vel út, lífslíkurnar hennar eru ekki miklar.”

Ég fjaraði út við þessi orð og heyrði aðeins brot af því sem að læknirinn sagði um Einar og John. Mamma, afhverju mamma? Þetta var eitt af því sem að ég hafði óttast mest. Að missa eitthvern sem að ég elskaði með öllu mínu hjarta. Að missa eitthvern nákominn mér.

,,Ísak, heyrirðu það sem ég er að segja þér?“
,,Nei, sorrý. Hvað?”
,,Bróðir þinn er í aðgerð núna.“
,,Hvað með John?”
,,John hefur það fínt miðað við hvað gerðist. Hann keyrði bílinn og fótbrotnaði einungis, ásamt því að vera með nokkur minniháttar sár hér og þar. En ekkert alvarlegt.“
,,Ókei”

Ég vissi ekki hvað annað ég ætti að segja…


- Og svona endar þessi partur af sögunni. Ég vil bara taka það fram að ég veit ekki hvernig það gengur fyrir sig þegar fjölskyldumeðlimum er tilkynnt um slys eða þá hvernig læknar bera sig að þegar verið er að segja frá aðgerðum, hvað er að og allt sem að fylgir því. Því fyrirgefið mér þeir sem lent hafa í því að hafa verið tilkynnt um slys ættingja, vinar eða kunningja.