Á norðurpólnum, þessum kalda og fjarlæga stað, var feitur alskeggjaður kall. Einsog flestir hafa ef til giskað á er ég að tala um sjálfan jólasveininn. Hann var í óða önn að undirbúa jólaferðina, ferðin sem hann fer á hverju ári með gjafir til barna.
En þetta ár var mjög sérstakt á seyði, það var 3000. starfsár hans sem jólasveinn og í því tilefni var honum gefinn vélsleði með vélhreindýrum sem flaug. Og svo kom stóri dagurinn. Sveinki lagði snemma af stað en það hefði hann ekki átt að gera því nýji sleðinn fór miklu hraðar en hann átti von á og kom hann svo snemma á flesta staði að börnin voru ekki farin að sofa.
Þar lágu Danir í því, því þegar að hann kom á vélardraslinu sínu fóru börnin að skæla og trúðu ekki lengur á töfra jólanna og þegar að börn trúðu ekki á töfra jólanna var engin not fyrir jólasveininn lengur. Hann snéri því heim til að fá hjálp álfanna, það er að segja þeirra sem eftir voru því Sveinki drakk stundum, já börnin mín Sveinki á nefnilega við áfengisvandamá að stríða og þegar að hann drakk og þá barði hann álfanna og flestir voru flúnir af norðurpólnum.
Hjá álfunum fékk hann það ráð að biðjast afsökunar afsökunnar í sjónvarpi. Hann fór þess vegna til CNN sjónvarpstöðvarinnar og bað um að komast í sjónvarp en enginn trúði því að hann væri jólasveininn. Seinna komu öryggisverðir sjónvarpstöðvarinnar til að fjarlægja einhvern brjálæðing sem sagðist vera jólasveininn. Sveinki var í fangelsi í 2 mánuði en þessir mánuðir höfðu þau áhrif á hann að jólasveinn friðar og kærleikar var horfinn og tilfinningalaust, harðneskulegt hálfgert vélmenni. Svo næsta ár þegar átti að fara í jólaferðina var jólasveininn svo blindfullur að hann gat ekki farið í ferðina.
Hvað áttu þeir álfar sem eftir voru (fimm) að gera?

Fylgist spennt með framhaldinu (Töfrar jólanna).