Ég og Þófnir. Aðeins við tveir. Hér og nú. Lokabardaginn. Hann virtist ekki áhyggjufullur, þvert á móti, hann brosti sínu breiðasta. Ég sá að hann var búinn að draga sverðið sitt. Ég hló næstum því þegar ég sá sverðið. Þetta var fallegt svart hald, skreytt með útskornum dreka, minnst þrjúhundruð ára gamalt. En sverðið sjálft var bara smá stubbur, varla tíu sentímetrar, rétt nóg til að veita rispu. Ég bjóst til árásar, nú skildi hann fá að kenna á því. Allt í einu hjó hann til mín með ristastóru svörtu sverði. Ég horfði á hann og tók ekki eftir því að við vorum komnir til Drymls. Þetta yrði gröf annars okkar.

Ég rauk að honum og sveiflaði sverðinu harkalega, hann setti sverðið fyrir sig og neistar flugu við hvert högg. Ég á erfitt með að halda einbeitingunni og sverðið mitt þynntist óðum. Ég hélt samt áfram. Ég ætlaði ekki að gefast upp, ekki eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. En þetta leit ekki vel út fyrir mig, hann var alltof sterkur. Ég fann allt í einu sting í hendinni, svo var eins og að einhver hefði rifið í sundur á mér bringuna. Ég leit á Þófni og sá sverðið hans liggja inn í bringuna á mér. Var ég búinn að tapa?

Ég hneig niður, sverðið enn í bringunni og Þófnir horfði á mig. Hann virtist sorgmæddur, hann rykkti sverðið úr bringunni og blóðið byrjaði að flæða í einhverju magni, sásaukinn dofnaði. Ég leit upp og sá sólina rísa, og fann tárin ryðja sér úr augunum. Ég horfði á Þófni. Hann var líka með tárin í augunum, og horfði á sólina rísa. Nú var tími sannleikans. Ég horfði á hann og spurði með kökk í hálsinum: “Hver ertu? Þú ert ekki Þófnir.” Hann horfði undrandi á mig. Hann ætlaði að segja eitthvað en hætti við. Svo sagði hann:“Auðvitað er ég ekki Þófnir, því,” hann hikaði aðeins, og leit á mig en ég var ekki að hlusta. Ég var dáinn. Það síðasta sem ég sá var fagri dalurinn minn, fulkomnaður í sólskininu. Áður en maðurinn fór gróf hann mig fyrir utan kastalann. Seinna var reist minnismerki, til minningar um þennan dag. Og á því mun standa: HÉR DÓ SÍÐASTI SONUR MYRKURSINS; HRONAN ÞÓFNIR BENRINS.

THE END
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing