Gárarnir eru hræddir við mig. Ég veit ekki hvers vegna, eða kannski veit ég það. Mér er alveg sama, það eina sem kemst að er Þófnir. Drepa Þófnir. Mig logsvíður í ennið af tilhugsuninni en ég finn ekki sásaukann. Mér er sama. Klefinn mun ekki halda aftur af mér og ekki heldur þessir aumkunarverðu gárar. Klefinn er alveg myrkur og hljóður. Smá glampi er á miðju gólfinu. Ég þreifi á örinu á enninu, það virðist svo kalt en samt svo heitt.

Allt í einu heyri ég þrusk. Það stendur maður fyrir utan klefann. Ekki hærri en ég aðeins eldri, ljóshærður með mjóslegið andlit, fölur en með stingandi blá augu. Hann hélt á lykli í annari hendi en í hinni sást glitta í sverð, virtist ryðgað, eitthvað virtist skrifað á blaðið. Þetta var Geysill. Ég heyrði einhver hljóð fyrir ofan en þau skiptu engu máli. Mér var sama. Ég fann sviðann í enninu aukast og færast niður í hendina. Maðurinn opnaði klefann og gaf til kynna að ég ætti að elta hann. Við fórum upp og eftir smá göngu vorum við komnir í stóran sal. Hann var skreyttur gullskildum. Og yst í salnum voru nokkrir staurar, á þeim voru fest höfuð gyðjanna og fyrir framan stóð enginn annar en Þófnir.

Þarna stóð hann. Hann hélt á sverði, líklega ætlað mér því hans eigið sverð var slíðrað. Geysill færði sig frá þegar Þófnir gekk að mér með sverðið, það hvarflaði að mér að hrifsa sverðið og stinga hann á hol. Þeim hafði greinilega dottið það sama í hug því í sama mund og Geysill dró sverð sitt, fleygði Þófnir mínu í átt að mér, ég rétt náði að forðast högg frá Geysil. Ég greip þéttingsfast um sverðið og reyndi að verjast árásum Geysils eftir bestu getu, en hann var betri. Sviðinn í enninu var allur farinn í hægri hendina sem, undann höggþunga Geysils, sleppti sverðinu. Nú var öllu lokið, allt undir náð Geysils komið. Ég hneig niður á kné og lokaði augunum, sviðinn í hendinni líktist meira bruna, og ég fann illsku þefinn af sverði Geysils.

Ég heyrði hann lyfta sverðinu og búa sig undir lokasveifluna. Mér létti, ég þurfti ekki að þola þetta lengur. Ekkert myrkur, bara heimur sælu og ánægju. Sviðinn í hendinni hætti. Geysill beið ekki lengur heldur hjó að mér með öllu sínu afli. Hendin á mér tók allt í einu viðbragð en í stað þess að finna kalt stál renna í gegnum hana, heyrðist skelfingaróp sem gat aðeins komið frá Geysil. Ég opnaði augun í hræðslu. Fyrir framan mig lá sverð Geysils í tveim hlutum. Hvernig gat þetta gerst? Áður en ég hafði lokið þeirri hugsun tók ég eftir hlutnum sem stóð upp úr hendinni minni. Það líktist sverði en virtist ekki úr málmi. Það ljómaði eins og tunglsgeislar Allt í einu tók ég eftir hvítum straumi sem lá frá hendinni upp að ennni. Ég þreifaði á enninu. Örið var horfið!?

En ég undraðist ekki lengi. Geysill stóð fyrir framan mig og virtist nær dauður af hræðslu. Ég lagði sverð mitt að hálsi hans. Nú var komið að endalokum hans. Ég lokaði augunum og hjó. Hljóðið sem fylgdi sendi kalt vatn niður bakið á mér. Eins og einhver hefði rifið hausinn af honum. Ég þorði ekki að opna augun en ég varð, ég varð því enn var Þófnir eftir. Nú myndi ég hefna allra og alls…

áttundi og seinasti hlutinn coming soon :)
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing