brostið hjarta Jæja ég byrja á því að lýsa mér, ég er horuð, 14 ára stelpa með dökksvart matt hár, sem ég næ aldrei til að haldast niðri. Augun á mér eru svo grá og ljót. Ég er alltof lítil fyrir minn smekk.
En nóg um það núna ætla ég að segja ykkur sögu um mistök sem kostuðu mig hamingju í lífinu…

Ég gekk inní nýja skólann sem var svo stór og mikilfenglegur að ég efaðist að ég myndi nokkurn tíman rata í honum. Ég hafði tekið strætó í skólann en ég hafði tekið vitlausann strætó þannig ég lenti lengst í burtu frá skólanum þannig ég þurfti að bíða eftir næsta strætó sem kæmi. ég hleyp eins og ég get en rata greinilega ekki því ég enda í barnadeildinni og veit ekki hvert ég á að fara úr henni.
15 mínútum seinna gekk ég inní náttúrufræði tíma með krökkum sem ég þekkti ekki. Ég veit ekki hvar ég á setjast, þar sem ég þekki ekki neinn þarna en á endanum settist ég við hliðina á þybbini stelpu með ljóst hár og blá augu. Þegar ég sest brosir hún til mín, og mér líkaði strax við hana.
ég komst af því að þybbna stelpan hét Rakel og er með óvinsælu í bekknum, mér þótti það leitt, því ég veit nákvæmlega hvernig henni líður, því ég hafði lent í einelti öll mín ár í miðdeildinni þar til ég flutti á Ísafjörð. En nún bý ég hérna og vona að allt verði í lagi.
Ég var búin að vera 2 vikur í skólanum.
Ég geng inní Stærðfræði tíma og sest við hlið Rakelar eins og vanalega. Kennarinn stendur upp og tilkynnir bekknum að það sé nýr strákur að fara að byrja í bekknum. Hún opnar dyrnar og býður honum inn.
Þetta var venjulegur strákur nema bara mér fannst eitthvað óvenjulegt við skæru grænu augun hanns, glansandi ljósa hárið hans og sæta feimnislega svipinn.
Það var enginn vafi á því að ég varð ástfanginn af honum við fyrstu sýn. Ég fattaði ekki þessa tilfiningu fyrst því ég hafði aldrei fundið hana áður. Þetta er ekki eins og venjulegt skot eða neitt þannig, þar sem maður fær fiðring í magann eða eitthvað þannig.
Nei þetta var eitthvað miklu meira. Maginn tók nokkur stökk og eins með hjartað. Ég fann hvernig það breiddist hiti og hlýja útum allann líkamann, en séstaklega í kinnarnar.
Ég var í nokkurs konar vímu,nema bara ástarvímu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, ég bara sat og starði.
Kennarinn kynnti hann sem Óla og sagði að hann væri að koma í okkar bekk.
ég var bara að taka eftir því núna að það var bara eitt laust sæti í stofunni og það var vinstra megin við mig, en Rakel sat hægra megin. Ég varð vandræðalegt þegar að hann settist hjá okkur en sagði ekki neitt.
Hann talaði voða lítið, enda greinilega feiminn. Það var eitthvað sérstakt við hann sem ég fann að var ekki í öllum strákum, enda var ég þeirri kenningu að allir strákar væru skíthælar.
Næstu daga reyndi ég að tala við hann en það kom frekar aumingjalega út, því ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Einu sinni hafði verið búin að semja heilt samtal í huganum og labbaði til hans og sagði ‘'hæ’' en síðan hrjáði minnisleysið mig og ég gerði mig af fífli með því að segja ekki neitt heldur standa þarna eins og illa gerður hlutur.
En svona gekk þetta áfram fram að jólafríi og ég hitti hann ekkert í 2 vikur. Ég saknaði hans stöðugt og vissi ekki hvað ég átti að gera.
En síðan leið tíminn og skólinn var að byrja aftur, og ég áttaði mig á því að í fyrsta skipti á ævinni hlakkaði mig til að fara í skólann. Mér fannst þetta skrítið enda hafði ég aldrei saknað skólans. En núna hljóp ég í skólann til að missa ekki af einni einustu stund sem ég gæti varið í það að horfa á fegurð óla.
Næstu vikur náði ég tökum á röddinni og byrjaði að tala við hann. Við vorum orðin vinir.
Árið leið og enn var ég yfir mig ástfangin af honum. Mánuði fyrir skólaslitin þá kom mamma á tal við mig.
Hún sagði mér að setjast niðu. Ég gerði það en var með hnút í maganum því mamma var rosalega alvarleg á svip. Hún sagði mér síðan að við værum að flytja. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera en ég stóð bara upp og gekk inní herbergið mitt.
Næstu tvær vikur yrti ég varla á mömmu og fór bara inní herbergi þegar hún reyndi að tala við mig.
En seinna áttaði ég mig á því að það stoðaði ekkert að vera reið við mömmu og ég sættist við hana. Síðan komu skólaslitin og ég var orðin pínu spennt en líka leið vegna þess að ég vissi að ég myndi flytja strax eftir skólaslit og vissi ekki hvernig ég ætti að spyrja Óla um símanúmerið hans og msn. Ég var nefnilega búin að vera of feimin til að spyrja um það.
Ég gerði tilraunir en ekkert gekk ég endaði einhvernveginn alltaf eins og fífl.
Skólanum var slitið.
Ég fór heim.
Ég flutti í burtu frá óla.
Seinna á ævinni fann ég aldrei neinn eins góðann og Óla. Ég fann ekki neinn sem jafnaðist á við hann. Ég hitti aldrei Óla aftur og ég dó einsömul því ég fann aldrei þann rétta.

Lærið af þessu, ef þið finnið fyrir sömu tilfinningum og ég í garð einhvers stráks þá notið tækifærið og spyrjið hann um msn áður en það er of seint!!


————–


Vona að ykkur líki þessi saga, var að nýta ímyndunaraflið til hins ýtrasta haha:D en endilega kommenta en ég kæri mig ekki um skítakomment.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.