Einu sinni voru tveir mjög góðir vinir. Músin tumi sem var 11 ára og kötturinn herppur sem var 12 ára. Tumi var grár, bústinn og með bleikt inn í erynum, Hreppur var svartur, með skærgræn augu og afskaplega gáfaður.
Eitt sinn voru þeir félagar í sinni daglegu kvöldgöngu. Þeir voru óvenju seint á ferð þegar Tumi spyr Hrepp:“Hvar erum við eiginlega minn kæri vinur?
Þá seigir Hreppur:”Ég veit það eiginlega ekki en við gætum verið villtir“.
Hvað heldur þú? spyr Hreppur. Þeir ganga lengra og lengra inn í þokuna sem var farin að vera þéttari og þéttari. Allt í einu heyra þeir raddir fyrir aftan sig sem nálgast æ meira. Þá helypur Hreppur af stað og kallar til Tuma sem hrasar. ”fljótur Tumi,Flýttu þér“. Þeir heyra hvað raddirnar nálgast enn meira og verða mjög hræddir. Raddirnar ná Tuma og hlaupa með hann burt og þá sýnist Hreppi að raddirnar séu frá vampírum.
Hreppur hleypur um skóginn og reynir að finna Tuma en þá kemur hann að skuggalegur og draugalegu húsi. Hann er orðin mjög þreyttur og kaldur. Hreppur seigir þá við sjálfan sig: Ætti ég að þora að fara inn í húsið,hvíla mig þar og safna kröftum til að geta leitað Tuma á morgun?”
Um nóttina vaknar Hreppur við öskur og hann heyrir að það er Tumi sem öskrar eins og brjálaðingur. Hreppur áræðir að fara í könnunarleiðangur um húsið til að finna Tuma. Hann labbar um húsið og heyrið þá í vampírum út um allt. Hann hleypur á harðarspretti inn í eitt herbergið. Þar sér hann Tuma sem er bundin við stól. Hreppur hleypur til hans og reynir að losa hann. Þegar honum tekst að losa hann eru þeir umkringdir af vampírum sem eru mjög skuggalegar. Hreppur nær þá að grípa Tuma vin sinn og stökkva með hann út um gluggann.
Vampírurnar stökkva á eftir þeim út um gluggann og elta þá.
Af því að Hreppur er svo gáfaður þá mann hann allt í einu eftir því að þeir eru með skuggalega grímubúninga í töskunni síðan á hrekkjavökunni. Þeir klæða sig í búningana og vampírurnar koma nær þeim en þá öskra þeir af öllum sálarkröftum að vampírunum, þær verða skíthræddar og hlaupa langt,langt í burtu. Þá afklæðast þeir búningunum og hlaupa og hlaupa alveg þar til þeir rata heim. Kvöldið eftir stingur Hreppur upp á hvort þeir geti ekki farið í kvöldgöngu í öðrum skógi. Tuma lýst nú ekki meira er svo á það en samþykkir að fara. Þeir ganga í þessum nýja skógi, þegar þeir eru búnir að ganga í tum tvo klukkutíma þá heyra þeir kunnulegar raddir. Þeir sjá þá að þetta eru vampírurnar og byrja að hlaupa og hlaupa. Þeir eru svo óheppnir að detta báðir um koll. Vampírunrar ná þeim báðum og fljúga með þá inn í annað skuggalegt hús. Þær fara með þá vinina í eitt herbergi og binda þá.
Eftir þrjá daga eru vampírurnar láta félagana borða svo mikið að þeir eru orðnir feitir. Vampírurnar taka þá og henda þeim inn í búr og fara að hita risa grillið. Þegar þær eru búnar að því taka þær Tuma og ætla að henda honum inn í risa grillið. En af því að hreppur er svo gáfaður þá nær hann að grípa í Tuma og henda vampírunum í risa grillið.
Nú þegar vampírurnar eru dauðar þá hlaupa þeir félagar eins hratt og fæturnir geta borið þá heim á leið.
Þegar heim er komið hellir Hreppur upp á kaffi og þeir byrja að spjalla um ferðina. “Ég þakka þér kæri vinur fyrir að bjarga lífi mínu”, seigir Tumi. “það var ekkert að þakka” segir Hreppur.
Morguninn eftir fara þeir á bæjarblaðið og seigja blaðamönnunum alla sólarsöguna og eftir það verða þeir ægilega frægir og þá sérstaklega fyrir að hafa sigrast á vampírunum.


Smásaga sem ég samdi þegar ég var 10 ára;D
I g0t c00k13$