Hérna er ein lítil smásaga eftir mig, endilega gagnrýnið, fyrsta sagan mín.


Á milli svefns og vöku

Guðjón var að koma heim úr bíói. Hann hafði farið á Hringadróttinssögu maraþon. Allar myndirnar sýndar í einu. Einar 15 klukkustundir.
Guðjón hafði vakað núna í tæpa tvo sólarhringa, stanslaust. Hann var farinn að verða eins og síðustu helgi. Hann var svefndrukkinn.
Seinustu helgi hafði hann fengið sér nokkra bjóra, drukkið í fyrsta skipti. Honum hafði aldrei liðið jafn illa næsta morgunn. Ætli hann myndi fá timburmenn í fyrramálið líka.
Guðjón gekk Álfabakkann, þaðan sem hann var að koma. Eftir nokkra leit fann hann loksins bílinn sinn, settist upp í hann og keyrði af stað. Bíllinn lét ekki alveg að stjórn og Guðjón skildi ekki afhverju, svo leit hann á handbremsuna og aflæsti henni svo. Bíllinn rúllaði þá áfram og inn á Miklubraut. Nokkur umferð var, enda klukkan aðeins half tólf á laugardagskvöldi.
Svefndrunginn var að hellast yfir Guðjón
“Aðeins nokkra kílómetra í viðbót” sagði hann við sjálfan sig, “nokkra kílómetra, svo er ég kominn heim”.
Hann var farinn að hugsa um rúmið sitt, kærustuna sína sem var komin fjóra mánuði á leið. Allt í einu var hann með barninu sínu út í bakgarðinum, en hann var ekki standandi. Hann var sitjandi. Í hjólastól. Barnið hans kallaði hann vitlausan að labba ekki heim, þessa nokkra kílómetra
Guðjón opnaði augun. Blindandi ljós. Ærandi hávaði.
Allt svart.



*


- Sæll aftur.
- Sæl og blessuð.
- Hann er semsagt vaknaður, þessi asni?
- Ekki vaknaður, hjartsláttur er stöðugur, að öllum líkindum er hann kominn úr lífshættu.

Guðjón þekkti rödd konu sinnar. Hjördís var semsagt komin að bílnum. Hvernig gat hún vitað hvar hann hafði lent í árekstri? Og afhverju var bíllinn orðinn svona mjúkur? Þægilegur. Sennilega var það loftpúðinn.
Mikið var þægilegt bara að liggja hérna. Engar áhyggjur. Engar skyldur.
Hann heyrði stöðugt píp, hljómur sem ekki var hægt að útiloka. Stöðugt. Og þó. Var hann að ímynda sér það eða var það óstöðugt. Fór sífellt hraðar.