Ég skrifaði þessa sögu einhverntíman fyrr á þessu ári eftir að hafa gengið með hugmyndina lengi í hausnum. Ég ætlaði mér fyrst að gera þetta að stuttmyndahandriti, en ákvað að skrifa þetta frekar í söguformi og bíða eða fá einhvern til að breyta þessu í handrit fyrir mig því ég hef enga reynslu af því. Málefnalegar umræður og vinsamlegar ábendingar vel þegnar.


Það heyrðist hávært öskur. Þögn í andartak. Bankað á viðarlokið. Svo annað öskur, jafnvel meira skerandi en það fyrra, og háværara.
Hann vaknar og opnar augun. Lítur í kring um sig. “Draumurinn aftur…” hugsar hann. Honum fannst eins og það væri kallað á hann frá
gröfinni, en það bara gæti varla verið. Kannski að hann væri að verða geðveikur.

Hann leit á klukkuna. Korter yfir 12. Þar sem það var allt dimmt áttaði hann sig á því að það var nótt. Vitandi að hann myndi ekki ná
að sofna aftur á næstunni og ákvað því að klæða sig og fara út. Það var ekki ákveðið hvert skyldi halda, svo að fæturnir réðu för.
Þegar hann leit upp var hann kominn fyrir utan Celtic Cross. Hann ákvað að fara inn þar sem hann var hvort sem er kominn þangað.
Hann labbaði að barnum og pantaði sér bjór. Tók hann með sér inn í líkkistuherbergið og settist niður. Hugurinn reikaði að draumunum
og hann velti þeim fyrir sér á alla mögulega vegu. Seinasti draumurinn hafði verið skýrari en þeir fyrri. Í þetta skiptið sá hann legsteininn.
Hann hafði séð nafnið og kannast við það, en ekki komið því fyrir sig. Hann velti því fyrir sér í einhverja stund en komst ekki að neinni
niðurstöðu og rölti því fram og náði sér í 2 bjóra í viðbót svo hann þyrfti ekki að fara fram strax aftur.
Hann fór aftur inn í herbergi og settist niður. Hann var mjög feginn því að það var lítið að gera og það var enginn annar í
líkkistuherberginu. Það þýddi að hann gat verið einn með hugsunum sínum. Kannski aðeins of einn…

Eftir svo mörg bjórglös að hann hafði ekki tölu á ákvað hann að fara. Hann varð að komast að þessu, og ákvað því að rölta aftur heim
í vesturbæinn. Hann ætlaði heim að finna sér verkfæri sem væri nothæft til að grafa með.

Þegar heim var komið rótaði hann í öllum skápum í leit að einhverju nothæfu. Loksins þegar hann kom í geymsluna fann hann skóflu.
Hann greip hana í flýti og hraðaði sér aftur út. Hann ætlaði að komast að því hvers vegna hann fengi ekki frið. Hann gekk í átt
að kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þegar komið var í garðinn leitaði hann eins og óður væri þar til hann fann legsteininn. Unnur Gunnarsdóttir
stóð á honum. Hún hafði dáið fyrir hálfri öld, en hann velti því ekkert fyrir sér. Hann var strax byrjaður að grafa.
Hann gróf eins hratt og þreytan og alkahólið leyfði. Hann fann sting fyrir brjóstinu en leiddi það hjá sér. Hann varð að komast
til botns í þessu.

Hann heyrði dynk og fann skófluna rekast í eitthvað hart. Loksins. Hann var kominn að kistunni. Stingurinn var orðinn sárari en hann beygði
sig samt fram og reyndi að opna kistuna. Lokið var þungt, en hreyfðist þó. Eftir svolítið erfiði tókst honum að ná lokinu af.
Enginn hefði verið viðbúinn þeirri sjón sem tók við. Þarna lá hún. Hún leit út fyrir að vera sofandi. Það var ekki á henni að sjá að hún hefði verið
dáin í fimmtíu ár. Í raun leit hún út fyrir að vera sofandi, fyrir utan þessi köldu og stingandi augu sem störðu á hann.
Stingandi verkurinn magnaðist og hann greip fyrir hjartað. Fæturnir gáfu sig og hann hrundi niður á hnén. Sjónin varð óskýr. Allt var í móðu
og varð dekkra. Hann fann að lífið var að fjara út. Hann féll niður. Verkurinn horfinn og sjónin líka. Takið á hjartanu losnaði.
Allur kraftur var horfinn úr líkama hans. “Þetta er búið”, hugsaði hann, rétt áður en lífskrafturinn hvarf. Hann lá hreyfingarlaus
við hliðina á því sem hafði truflað svefn hans svo lengi. Nú myndi svefn hans aldrei vera rofinn aftur. Tómleikinn var tekinn við.