Ég kynni fyrir ykkur Jónas. Hann er maðurinn sem þið mynduð ekki muna eftir á bekkjarmóti. Hann er sá sem var ósýnilegur í menntaskóla. Hann var ekki vinsæll og átti ekki marga vini. Hann var feiminn svo að honum gekk ekki í samskiptum við hitt kynið. Jónas fór í gegnum allt lífið sitt sem farþegi, hann lifði aldrey lífinu og hérna er dagur í lífi Jónasar….
Jónas vaknar á 33 afmælisdeginum sínum, hann stígur úr king-sized rúminu sínu og í gömlu góðu inni skóna sína sem hann fékk í fermingargjöf sem passa enn þá á hann. Hann labbar inn á bað og fer í sturtu, hann tekur sinn tíma og hreinsar sig mjög vel. Meðan hann stendur fyrir framan spegilinn að tannbursta sig hugsar hann með sér “jæja þá er komið að því…nú læt ég af því verða”. Hann fær sér steikt egg og beikon eins og vanalega og rennir yfir fyrirsagninar í fréttablaðinu. “Maður skotinn til bana í Breiðholtinu”, “Stríðið í Írak nær hámarki”, “Ekið á 12 ára stelpu í gærkvöldi”. Jónas andvarpar og mublar út úr sér “Annar dagur í paradís”.

Hann lýtur á klukkuna og sér að hún er að fara að slá 7:30 svo hann þarf að fara að labba af stað til þess að ná strætóinum í vinnuna. Á leiðinni í strætóin heilsar hann hundinum sem hann hefur þurft að labba framhjá síðastliðin 10 ár og eins og í hvert einasta skipti þá urrar hundurinn á Jónas og reynir að glefsa í hann en nær ekki í hann.

Hann rétt nær strætóinum sem er alveg troðfullur enda er þetta fyrsti skóladagur í grunnskólum borgarinnar. Hann finnur eitt laust sæti og hlammar sér niður, hann lýtur út um gluggan og virðir fyrir sér borgina sem er óvenjulega drungaleg þennan dag og segir “hann virðist ætla að rigna í dag” við strákinn sem situr við hliðin á sér. Drengurinn starir á Jónas og greinilega ekki sáttur við truflunina á þeim djúpu hugsunum sem hann var í og snýr sér frá honum og lokar augunum.
Jónas kippir sér ekkert upp við þetta enda er hann líka vanur því að fólk hunsi sig. Á næstu stoppistöð kemur heldri kona inn í strætóin og þar sem unglingarnir virðast ekkert ætla að standa upp fyrir henni þá stendur Jónas upp fyrir henni og býður henni sætið sem hún þiggur með þökkum.

Eftir um 25 mínútna akstur er hann kominn á leiðarenda, hann stígur út úr strætóinum og stígur beint í poll. “Ég vissi það, hann er byrjaður að rigna” hugsar Jónas með sér og er núna gegn votur á annari löppini. Hann fer inn og labbar í básinn sinn sem er einn af 50 básum fyrirtækisins, á meðan labbar fær hann ekki heilsu frá einni manneskju.

Hann klárar vinnudaginn sinn seint um kvöldið eins og svo oft áður, “vinnudagurinn var jafn tíðindalítill í dag eins og alla hina dagana” hugsar hann með sér. Hann býr sig undir að fara og stendur upp úr básnum sínum, hann sér að Anna er enn þá að vinna. Jónasi hefur alltaf verið hrifin af Önnu sem hefur verið sú eina sem hefur eitthvað talað við hann á þessum 10 árum sem hann hefur unnið í fyrirtækinu. Hann spáir í það hvort hann eigi ekki bara að labba að henni og spurja hana hvort hún vilji skreppa eitthvað og borða með sér “ég hef hvort sem er engu að tapa, ég hlýt nú að geta boðið henni loksins út núna þar sem þessi dagur er svo sérstakur” segir hann við sjálfan sig. Hann ákveður að hann ætli að gera það, loksins ætlar hann sér það. Hann byrjar að labba í átt til hennar og hún tekur eftir honum og brosir en í þann mund sem hann nálgast hana þá hringir síminn hjá henni. Jónas bregður svo að hann snýr bara við fer rakleiðis út. Hann þorir ekki að fara til baka svo hann ákveður bara að fara heim og segir við sjálfan sig “hún hefði hvort sem er hafnað mér”.

Jónas kemur heim 1 og hálfum tíma seinna eftir að hafa labbað heim í helli rigningu, hann labbar inn til sín og leggst upp í rúm í blautu fötunum. Hann klárar töfluglasið sem var á náttborðinu eins og hann var búinn að plana. Jónas er farinn að sofa og mun ekki vakna aftur….