Bardaginn Mikli Ég labba niður grasið í átt að götunni minni. Ég er fúll og þreyttur, þetta var lengsti skóladagur í heimi.
Fyrst vaknaði ég með því að mamma vakti mig klukkan sjö og sagði að ég ætti ‘'að vakna litli kall’', ÉG ER EKKERT LÍTILL! Ég hata þegar hún kallar mig lítinn.
Svo þegar ég átti að fá morgunmat, gaf hún mér haframjöl! Ég vil ekki fá neina haframjöl! Það er ógeðslegur matur!
Ég geng upp tröppurnar að húsinu mínu, kem að hurðinni og sting lyklinum í skránna, sný, og geng inn. Ég hendi af mér þunganum sem fólk vill kalla skólatösku, ég sé bara ekki tilganginn með þessum helvítis skóla.
Ég geng inní eldhús og leita þar eftir einhverju girnilegu. Svo sé ég hann, þarna er einn girnilegur pakki af gráðosti. Ég næ mér í skeið og geng inn í sjónvarpsherbergi.

Þegar þar er komið hlamma ég mér í sófann og þreifa eftir fjarstýringunni, ég finn hana ekki. ´djöfulsins fjarstýring..´ Ég stend upp og byrja að leita af henni, eftir 1 mínútu af erfiðum leitum fann ég hana undir dótinu hans litla bróður míns.
Ég kveiki á sjónvarpinu og… Já! Vörutorg var að byrja. Ég opna gráðostapakkan minn og dýfi skeiðinni ofan í, svo tek ég hana úr og set upp í mig. Mmmm þetta er svo gott. Ég horfi á Vörutorg í svona hálftíma, þá heyri ég hljóð sem kemur frá stofunni. Ég slekk á hljóðinu og hrópa hvort að það sé einhver þarna. Ekkert svar. Ég kveiki á hljóðinu aftur og horfi ennþá.
Svo fæ ég þessa skrýtnu tilfinningu í magann, eins og, einhver, eða eitthvað, sé að horfa á mig. Ég stend upp og geng hægt fram.
Tilfinningin í magann berst frá maganum aðeins neðar og smá í fótanna. Mér líður dálítið illa. Eftir að ég er búinn að labba í smástund heyri ég hljóð, svona eins og urr, það kemur svona næstum því bakvið mig. Ég veit hvað þetta er.
Ég hleyp inn í annað herbergi og ég heyri að þetta urr eltir mig alla leið. Þá sný ég mér við og sest hratt niður.
Þá kemur það hægt, hægt og rólega. Ég verð smá skelkaður. En ég er ekkert hræddur, ég er orðinn stór strákur, mamma sagði það.
Svo stekkur það á mig allt í einu og allt að gerast. Bardaginum stendur yfir einhverja mínútur og þá er það búið, ég vann.
Ég hreinsa til eftir mig og geng að vaskinum. Skrúfa fyrir vatnið og fæ mér sápu í hendurnar og þríf ógeðið af mér.
Svo geng ég fram aftur og segji afslappaður ‘'aaah, gott að kúka’'


Kveðja
Baldvin
baldvinthormods@gmail.com