''jæja ég er nýflutt á þennann ömurlega stað, sem kallast víst Akureyri, ekki vildi ég flytja hingað, en neinei, þá þurftu endilega foreldrar mínir að skilja og flytja eitthvað lengst í burtu frá hvort öðru.''


''Ég byrjaði í skólanum í dag, vá hvað þetta er ömurlegur skóli, gamli skólinn minn var miklu betri með miklu vinalegri krökkum. og tímarnir voru líka hundleiðinlegir.''

''þvílíka fegurð hef ég aldrei séð í einni persónu, þarna sat hann og brosti með augunum, á meðan ég gerði mig að fífli og starði rosalega lengi, eins og asni, þar til hann spurði loksins ‘'ert þú í hóp fimm?’' ég trúi ekki að hann hafi talað við mig!!''

''vá hvað hann er æðislegur, ég er búin að vera að gramsa um hann og er búin að komast að ýmsu, eins og að hann heiti Bjarni og aðvið eigum alveg nákvæmlega sömu áhugamálin. vá hvað ég elska þennann strák!''

''Ohhhh, jólafrí, ég veit ekki hvort ég geti beðið hálfann mánuð eftir að geta séð hann aftur, ég er hrædd um að gleyma fegurð hanns, fallega brosinu hanns, sætu augunum hanns og hvernig hann hlær þegar ég segi eitthvað fyndið. ó ég veit ekki hvort ég geti beðið í tvær vikur til að sjá hann!''

''Voðalega er þessi bær eitthvað fallegur, ég bara dýrka hann. Hverjum hefði getað dottið í hug að svona bær gæti borið svo mikla fegurð?''

''Ég var ein eftir skóla að leika mér á vellinum. Hinn bekkurinn átti eftir einn tíma. Ég var að bíða eftir vinkonu minni. Hann kom og spurði hvort ég nennti í asna. Ég var svo hissa að ég gleymdi næstum því að svara, þannig það kom út eins og ég væri eitthvað sljó.''

''Ég ætlaði bara að vera með í stinger í þetta eina skipti, því hann var þarna í röðinni, þannig ég ætlaði bara að fara í röðina, en nei ég mátti það ekki því ég var ljót. Ég var með tárin í augunum en þá kom hann og bjargaði öllu. Hann sagði þessum vondu strákum að láta mig í friði, síðan bauð hann mér að vera fyrir framan hann svo þeir gerðu mig ekki úr strax. Ég rétt svo kom út aumu jái og gleymdi alveg að þakka fyrir björgunina. Vá hvað ég elska akureyri!''

'' Jæja núna fer alveg að koma sumarfrí, og ég er leið, því ég á ekki eftir að sjá hann í tvo mánuði, en ég verð þá bara einhvern veginn að veiða uppúr honum símanúmerið hanns og msnið hanns, en ég hef verið búin að slá því á frest mjög lengi.''

''Skólaferðalagið sem allir voru búnir að bíða eftir var að koma upp. við pökkuðum og fórum á þingvelli í vettvangsferð eiginlega, í sambandi við náttúrfræðina, þannig við vorum ekkert alveg laus við heimaverkefni. 8. bekkingar verða bara í ferðinni!''

''Nýkomin heim úr ferðalaginu og veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, hvort sem er þá er ég alveg yfir mig komin af sorg.
eitt kvöldið þegar ég var að spila við hann og hóp af krökkum þá hringdi mamma í mig sagði að pabbi og hún væru að taka saman aftur, ég varð svo glöð að ég rauk upp úr stólnum þegar mamma og ég vorum búnar að tala. en þá gerði ég hræðileg mistök, ég kyssti hann, á munninn. Eftir á starði hann á mig eins og ég væri eitthver sem hann hefði verið nýbúinn að kynnast, ég hljóp upp í svefnálmu stelpnanna.''

''Allt komið í fastar skorður og kossinn gleymdur, þótt þetta hafi verið fyrsti kossinn okkar beggja. En ég er nokkuð viss um að hann hugsar ennþá um hann. en við erum ekki saman eða neitt, bara vinir eins og áður, þótt við séum fálátari við hvort annað núna.''

''Ég veit ekki hvað gerðist þennann dag. Ég man bara ekki hvað ég gerði. Ég var bara með honum, hann var að kenna mér körfubolta þegar mamma hringdi. ég svaraði. þegar ég heirði það sem hún sagði skellti ég á. Ég trúði þessu ekki, ég varð svo leið að ég byrjaði að tárast. Þegar Bjarni sá að eitthvað var að reyndi hann að spyrja hvað amaði að mér. ég svaraði ekki, ég bara hljóp í burt, ég veit ekki hvert, en ég hljóp. tárin láku niður kinnarnar. akkúrat þegar eitthvað var farið að gerast á milli mín og Bjarna þá þurftum við að flytja aftur. ég þoldi þetta líf ekki, ég þoli það ekki!!''

'' Ég stari útum bílrúðuna og hugsa um hann. ætli hann hugsi einhverntímann um mig? ég veit það ekki, en núna fjarlægist ég hann svo mikið að ég tárast í hvert skipti sem ég hugsa um hann. ég var að flytja frá þessum fallega stað!''

þrem árum síðar

''Ég var fyrir utan menntaskólann í kópavogi og var nýbúin með síðasta tímann í þessari viku, vá hvað ég elska helgarfrí! en núna vildi ég gera eitthvað skemmtilegt, þannig ég fór á grunnskóla lóðina og sá að það hafði einhver gleymt körfubolta úti, þannig ég tók hann upp og byrjaði að æfa mig að skjóta. ég hafði ekki spila körfubolta í þrjú ár, þannig ég var orðin pínu riðguð. Allt í einu heirði ég rödd fyrir aftan mig segja ‘'er þetta ekki hún Fjóla?’' Ég kannaðist strax við þessa rödd, ég sneri mér snöggt við og tók eftir brosinu, fallegu augunum og silkimjúka hárinu. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var eins og draumur að rætast, ég brosti. kom varla upp svari, voðalega er ég mikið fífl að geta ekki svarað, en loksins kom upp já en það virkaði eins og ég væri sljó. en ég brosti''

Draumar geta ræst!
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.