Ég sat á bekknum í almenningsgarðinum rétt hjá húsinu mínu. Þar sem ég var megnið af deginum. Alltaf þegar skólinn var búinn fór ég þangað til að forðast fjölskylduna mína. Ég lærði las eða sat og hugsaði bara þar. Ég átti mömmu og pabba eins og flestir síðan átti ég þrjá bræður og eina systur. Ég vann í kjötverksmiðju rétt hjá húsinu okkar og vann oftast á kvöldin og fram á nætur. Mamma tók alltaf 50% af launum mínum til að kaupa einhvað fínt fyrir systkinin mín. Hún var búin að kaupa þrjár ferðatölvur systir mín fékk ein og bræður mínir tvær. Hún keypti líka playstation 3 fyrir systur mína. Pabbi vann á lögfræðistofu og fékk 500 þúsund krónur þegar skattur hefði verið dreginn frá á mánuði og mamma mín vann ekki. Þannig að ég hélt uppi fjölskyldunni. Báðir bræður mínir voru eldri og fengu meira í laun en ég en mamma tók ekkert af þeim og systir mín var yngri en ég hún vann ekki því hún var bara 8 ára.

Ég forðaðist alltaf heimilið eins mikið og ég gat vegna þess þegar ég kom heim var ég laminn. Ég svaf upp á háalofti. Það var alltaf ískalt þar og ég var bara með eitt rúm, einn kodda og eitt teppi þar uppi. Þegar gestir komu gerðu foreldrar mínir alltaf gestaherbergið sem er hliðin á systir minnar herbergi eins og ég svæfi alltaf þar.

Mér gekk illa í skóla ég var alltaf við það að falla vegna þess að ég gat ekki haldið einbeitingu vegna þess að mamma lamdi mig einu sinni með pönnu í hausinn og ég skaddaðist lítilega á heila. Ég hafði samt alltaf nægan tíma til að læra þrátt fyrir að ég vann 8 tíma á dag og ég var í skóla. Vinnustímar mínir voru aðra vikuna 8 um kvöldið-2 um nóttina síðan átti ég aftur að mæta klukkan 5 um nóttina og vera til 7 um morguninn síðan hina 9 um kvöldið-3 um nóttina þannig skiptist þetta á vikum. Síðan vann ég alla laugardaga því það var aldrei opið á sunnudögum. Ég vann alltaf á laugardögum 8 um morgunin- 9 um kvöldið. Fjölskyldan fóru alltaf í ferðalag um hverja helgi fóru snemm á föstudögum og komu seint á sunnudeginum. Þannig að ég var alltaf einn heima um helgina.

Það var ein stelpa í bekknum sem hét Linda og ég hafði verið hrifin af henni frá því að ég sá hana fyrst. Hún átti kærasta sem hét Gunnar og þau voru lang vinsælust í bekknum. Ég átti enga vini ég var alltaf einn og ég var lagður í einelti í skólanum. En ég átti leyndarmál sem enginn vissi það var hvernig fjölskyldan mín var.

Ég sat oft tímunum saman á bekknum í almennigsgarðinum hugsandi um Lindu. Einn dag gerðist eitt óvænt þegar ég kom í skólan það var á vörum allra í skólanum meira segja hjá kennurunum líka að Linda og Gunnar voru hætt saman. Það fór sælutilfinnig um líkaman minn þegar ég heyrði þetta.

Viku seinna fór ég til námsraðgjafann og sagði hann að það ætti að byrja í bekknum mínum að tveir og tveir mundu vinna saman og hjálpast til með allt í skólanum. Ráðgjafinn sagði mér að ég ætti að bíða rólegur því sem ég mundi vvinna með væri á leiðinni á því andartaki kom Linda inn um dyrnar og ég hafði aldrei á æfi minni orðið svona glaður áður. Linda virtist ekki alltof glöð með þetta en sætti sig við það og settist niður. Það þýddi að ég mundi vera með Lindu allan skóladaginn og eftir skóla til að læra með.

Vilji þið framhald?
"An eye for an eye makes the whole world blind." - Ghandi