Ég samhryggist þér. Vinalegt bros bregður fyrir á andliti gamallar konu, hef aldrei séð hana.
Hvað er hún að ganga upp að mér og segjast samhryggjast? Hvað veit hún um það sem ég þarf að þola? Hvað veit hún um sorg ?
Ég geifla mig framan í þessa annars vinarlegu konu sem á þessu augnabliki var að ráðast inn á mitt svæði. Tárin læðast fram í augnkrókana.
Ég þarf út ! Þarf að komast út. Hitinn farinn að þrengja að mér, loftlaust, á erfitt með að anda.
Sé í dyrnar, hleyp að þeim, skeyti engu um fólk sem kallar að mér. Vill ekki tala við það. Vill ekki hugsa um þau. Hræsnarar! Haldandi veislu, hlæjandi og skemmtandi sér á þessu augnabliki.
Hvernig geta þau það? Mamma nýdáin og þau halda veislu! Tárin ryðjast fram. Ég sé tröppur þarna rétt hjá. sest í þær og leyfi tárunum að renna niður vanga mína. Ég lýt upp og sé að pabbi er á leiðinni til mín, hann sest hliðina á mér og tekur utan um mig. Segir ekkert, þarf þess ekki.
Ég veit hvað hann ætlar að segja, finn það. Það líður nokkur stund, hann andvarpar og strýkur tár af vanga mínum. Ég lýt á hann og sé hvar lítið tár læðist niður kinn hans. Ég hjúfra mig upp að honum. Líney ! …. hann stoppar, veit ekki hvað á að segja. Elsku Líney mín, ég veit að þetta er sárt fyrir þig, þú ert ekki ein sem finnur fyrir sorg. Elsku litla stelpan mín viltu ekki koma inn ?
ég lýt á hann með drepandi augnaráði. NEI! þið eruð helvítis hræsnarar. Hvernig getið þið haldið veislu vitandi það að mamma er dáin? hvernig getið þið það? Ég brotna niður á þessari stundu.
Pabbi tekur utan um mig, en elskan mín við erum að halda veislu til að minnast móður þinnar.
Móðir þín var góð kona og hún á það skilið að það verði minnst hennar á góðan hátt. Skilur þú það ekki ? Hann kreistir mig, ég finn fyrir mjúkum faðmi hans. Ég vil vera í faðmi hans til eilífðar, vera litla pabbastelpan, en ég ríf mig lausa og ýti honum frá mér, tekst að stynja á milli ekkasoganna að ég hati hann og vilji ekki sjá hann. Hann horfir á mig, það er sorg í augum hans, sorg í hjarta hans. Tárin renna niður kinnarnar, hann strýkur hendi sinni yfir höfuðið veit ekki hvað hann á að segja, gera. Litla dóttir hans, segist hata hann, vill ekki sjá hann, Gengur burt, lýtur ekki til baka, of sárt.
Nú græt ég. Hvað hef ég gert ? Horfi á eftir honum. Langar að öskra á hann, pabbi ég meinti þetta ekki ég elska þig, hlaupa í fang hans. En ég er stjörf. Get ekki hreyft mig, get ekki sagt neitt.
Tíminn líður. Gestirnir fara að tínast í burtu. Búin að sitja hérna i klukkustund, ískalt. Enda desember. Byrjað að snjóa.
Amma kemur út til mín. Tekur í hönd mína, faðmar mig og leiðir mig inn. Pabbi situr við eldhúsborðið, stjarfur, starir út í loftið.
ég get þetta ekki lengur, hleyp til hans, í fang hans. Hann faðmar mig fast að sér. Ég græt.
Hvísla í eyra hans. Ég elska þig pabbi, ég elska þig. Kreisti hann að mér, sit í fangi hans er ég dett út af. Sofna. Hann stendur upp og leggur mig varlega í stofusófann. Nær í hlýtt teppi og breiðir yfir mig. Sest síðan í stól þarna á móti og horfir á mig. Litlu dóttir sína, sem er samt svo fullorðin. Hvað hún er lík móðir sinni. Falleg, gullfalleg. Rifjar upp stundir sínar með þeim tveim. Hvað þær voru alltaf yndislegar. Brosir með sér.
Lýtur á klukkuna. Tíminn floginn, korter í þrjú. Gengur að mér, strýkur yfir höfuð mér, kyssir mig á kinn. Ég elska þig Líney mín, þetta verður erfitt hjá þér, þið voruð svo nánar, en þú jafnar þig með tímanum, þú bjargast. Þú ert svo sterk, ég bið fyrir þér.
Ég umla eitthvað úr svefni. Hann brosir, von skýn úr augum hans er hann gengur í burtu og hvíslar góða nótt.