Ég sit einn við múrinn og bíð örvæntingarfullur eftir sólarupprás. Það var stutt þar til sólin kæmi upp, rétt tæp klukkustund, en márarnir virtust ekki ætla að flýja og ég sá næstum glottið á rifnu andliti Geysils og hryllti við þeirri tilhugsun að heyra öskrin í honum. Hann situr á einhyrningi, kallaður Æsir, sem logar í vítiseldi og sverð hans, Deyðir, baðað í blóði djöfla og er sagt að ekkert geti varnað höggi frá því og hefur engin lifað af bardaga við hann, nema Þorgrímur Þófnisbani og slapp hann ekki vel úr því vígi. Sagt er að enginn geti drepið Geysil, nema Þófnir og hann ætti örugglega erfitt með það.

Áður en Þófnir lífgaði hann við, áður en ég og flestir í kastalanum fæddust, var Geysill prins yfir gömlu konungsríki, kallað Nagropis. Hann leit út ósköp sakleysislegur, ljóshærður og bláeygður, með fölt og mjóslegið andlit, og leit svipað út enn þann dag í dag. En hann var grimmur, grimmari en skrattinn sjálfur, og klókari líka og hikaði ekki við að svíkja aðra. Hann lét myrða fólk fyrir minnstu ástæðu, og átti margan óvin. Einn dag í miðju áhlaupi á kastala hans er sagt að öskur, svo hræðilegt og yfirþyrmandi, hafi komið úr herbergi Geysils og samstundis hafi allir hermenn hans fallið. Þegar loks var komið inn í herbegi hans, lá hann á gólfinu í blóði sínu og búið að rífa úr hann hjartað. En þetta eru bara munnmælasögur, sem hafa verið ýktar og skreyttar með hverri kynslóð og ég veit ekki hvort nokkuð af því sé satt.

Sólin er ekki komin enn. Ég sit upp við vegginn, skjálfandi af hræðslu en sé að flestir eru búnir að setja sig í bardagaham. Þorgrímur er á fullu að gefa skipanir en ég sé hvergi Kerjúlf, en hann kemur loks í ljós með tvær skikkjuklæddar mannverur á eftir sér, önnur er lítil og svipaði til konu en hin var stærri og sást glitta í sverð undir skikkjunni. Hlyti að vera hermaður eða kannski lífvörður. Allt í einu kallar Kerjúlfur til mín með trega í röddinni: “Þú! Á veggnum! Komdu hingað og eigðu við mig orð!” Ég rétt kemst á fætur, enn skjálfandi með hugan við márana, og hleyp til Kerjúlfs.

Ég elti hann og skikkjuklæddu verurnar inn í herbergi þar sem tveir bakpokar lágu á gólfinu, og virtust fullir af mat. Skikkjuklæddu verurnar litu á mig og sú stærri sagði, með karlalegum róm: “Á þessi að fylgja okkur? Mér sýnist hann heldur veiklulegur!” Ég móðgaðist aðeins, og móðgaðist enn frekar af því svari Kerjúlfs: “Ég myndi láta þig hafa annan ef ég gæti, en hann er sá eini sem við megum missa.” Hin skikkjuklædda veran leit á mig og virtist líka vera að meta mig en ég starði á Kerjúlf og kom loks upp orði: “Hvað á ég að gera?” Kerjúlfur útskýrði að þau skikkjuklæddu þyrftu að komast úr kastalanum en þyrftu fylgd að Elb Grango, musteri sólgyðjunnar, og virtist viss á því að Geysill myndi ná undir sig kastalanum. Ég varð fegin að þurfa ekki að berjast hér því ég vildi geta séð dalinn minn aftur.

Við vorum lögð af stað. Kerjúlfur hafði látið mig hafa sverð og annan bakpokann en skikkjuklæddi maðurinn bar hinn. Hann og konan löbbuðu á eftir mér, hann var með hönd á sverði, ávallt tilbúinn. Við vorum komin út úr göngum sem lágu að baki kastalans, sem bráðum yrði aðsetur Geysils og mára hans. Ég heyrði að þau tvö að baki mér voru að tala saman, heyrði ekki mikið bara eitt og eitt orð en samhengið sem myndaðist var óskemmtilegt. Þófnir, lifandi, sterkari márar, engin sól. Þetta heyrði ég og byrjaði að skjálfa aftur. Ég hafði aldrei séð Þófnir, en hann drap föður minn. Það var mér sagt þegar ég var yngri. Það sem styrkti mig í þeirri trú var að móðir mín grét í hvert skipti sem hún heyrði nafnið. Þófnir. Ég hata það. Ég hafði bara þekkt föður minn í fimm ár og svo dó hann. Ég fann svima og svita spretta fram. Núna voru bara nokkrar mínútur þar til sólin kæmi upp og ég vonaði að hún gerði það…
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing