“Svo falleg, svo fullkomin, svo örugg, svo hamingjusöm” Sögðu tveir strákar um leið og þeir horfðu slefandi á eftir Diljá þegar hún labbaði skælbrosandi framhjá þeim og í áttina að þungbrýndum kærastanum sínum. “Hún er með svo flott…” “…augu” Annar strákurinn kláraði setninguna fyrir hinn og þeir kinkuðu dáleiddir kolli á sama tíma. “Það er oft meira bak við brosið, ef þið horfið vel á hana þá sjáið þið að ekkert af þessu er raunverulegt” sagði svartklæddur strákur sem stóð við hliðina á þeim um leið og hann labbaði í burtu. Strákarnir fussuðu og hristu hausinn þegar skrítni strákurinn var horfinn, að eitthverjum skildi detta þvílík vitleysa í hug!

Diljá labbaði hratt í burtu frá öllum krökkunum sem sátu við borðið hennar. Hún leit niður um leið og hún labbaði í áttina að klósettinu, hún vildi ekki að neinn myndi sjá tár hennar. Gervibrosið sem hafði verið fast á henni síðasta korterinn hvarf um leið og hún sneri baki í krakkana sem hún þóttist kunna vel við. Hún læsti að sér inná klósetti og byrjaði að róta æst í töskunni sinni. Diljá fann loksins það sem hún var að leita að. Hún dró upp stóra sprautu og horfði gráðug á glampann sem speglaðist í glæru efninu um leið og hún hóf sprautuna inní hendina á sér og fann adrealínið sprautast innum æðarnar og flæða um hana alla. Diljá lét augun aftur og hallaði sér að veggnum og lá þarna í smástund. Þegar hún gat staðið upp rölti hún fram en sá samt eitthvað ennþá í móðu. Hún skvetti smá vatni framan í sig, leit í spegilinn, festi gervibrosið á sig og lagaði á sér hárið. Diljá dró ermina á peysunni sinni niður eftir mörnum handleggnum og gekk hún fram í áttina að fólkinu sem áttu að heita vinir hennar.
Eftir skóla labbaði hún með svokölluðum vinkonum hennar. Hún stoppaði fyrir utan húsið hjá kærastanum og kláraði sígarettuna og fór svo inn. –Hæ elskan ég er komin- kallaði Diljá um leið og hún opnaði hurðina. –Díses kanntu ekki að banka kona?- hreytti Gústi í hana. Hún steig inn og lokaði hurðinni –fyrirgef- byrjaði hún á. –Skiptir ekki máli!- sagði Gústi fúll um leið og hann labbaði fram hjá henni með handklæði um sig miðjan og strunsaði inní herbergið sitt. Diljá labbaði á eftir honum. –Hvað eigum við svo að gera í dag elskan- Sagði hún þegar hún var búin að setja á sig gerfibrosið og stóð útá gólfi og vissi ekki hvað hún átti að gera af sér. Gústi leit hvasst á hana um leið og hann var búinn að klæða sig í buxur. –Varstu að reykja?- sagði hann reiður og labbaði ógnandi að henni. –nei ég var bara með stelpunum eg sver það!- hálfvældi Diljá um leið og hann hóf hendina á loft til að berja hana.
–Eins gott fyrir þig- sagði hann og sló hana utan undir. Hún kipptist til og eitthvernveginn fór ermin á peysunni hennar upp. Gústi sneri baki í hana um leið og hann leitaði að bol. Hann sneri sér við og sá kærustuna sína liggjandi á gólfinu með ekka. –Æi fyrirgefðu elskan mín, þú veist að ég meinnti ekkert með þessu-. Gústi strauk henni um rauðann vangann og niður hendina. Svo leit hann á marna hendina og sá för eftir sprautuna. –Varstu að sprauta þig aftur helvítið þitt?!- hreytti hann í hana um leið og hann reif ermina á peysunni hennar upp. –Nei ég sver þetta var slys, þetta er ekkert sprautufa..- Hún komst ekki lengra því að hann Hafði sparkað svo fast í magann á henni að hún missti andann. Gústi labbaði í burtu frá henni, náði sér í jakka, kom svo alveg upp að henni og horfði í augun á henni. – Djöfull ertu ógeðsleg, þú ættir að sjá sjálfa þig, láttu þér þetta að kenningu verða- Svo kýldi hann kærustuna sína og labbaði út. Og skildi Diljá sína eftir í sínu eigin blóði.

Diljá opnaði augun. Hún vissi ekki hvað klukkan var, hvaða dagur og hvar hún væri. Hún reyndi að lyfta höndunum en þær voru of þungar og aumar til að hún gæti lyft þeim. Hún reyndi að standa upp, hún gaf frá sér stunu og féll aftur fyrir sig.
Diljá tók upp bolinn og leit á magann á sér sem var fjólu-blá-bleikur. Hún fékk allt í einu sterka löngun. Hún vissi ekki í hvað
en hún vissi að hún átti það. -Hvar er helvítis bakpokinn? - Löngunin var svo sterk að hún náði að standa á fætur. Hún hélt um magann á sér og gerði tilraun til að komast fram. Diljá sá bakpokann liggjandi á gólfinu hjá útidyrahurðinni og stökk þangað með dýrslegann glampa í augunum. Hún gramsaði í smástund en dró svo upp ástina sína einu; fallega glæra sprautu. Hún sá gráðug augu endurspeglast í glerinu og flýtti sér að stinga nálinni inní sig áður en augun yrðu á undan. Fann fyrir bestu tilfinningu í heimi streyma um æðarnar. –Allt í lagi, nú verður allt í lagi, ekkert vont.- muldraði Diljá um leið og hún féll í kunnulegann dvala.
Þegar hún gat staðið upp fór hún út og labbaði þangað sem hún hélt að Gústi væri. Nú var allt í lagi, henni leið vel og hún ætlaði að láta allt vera gott. Hún hafði reitt hann til reiði, þess vegna var hann vondur við hana. Það var allt í lagi. Hún átti það skilið.
Diljá labbaði hratt heim til Gylfa sem var besti vinur Gústa. Þegar hú opnaði hurðina labbaði hún í fangið á Gylfa -ó fyrirgefðu er Gústi hé..- Gylfi svaraði henni áður en hún gat klárað –Bíddú bara hérna, hann kemur eftir smá-. Diljá settist á gólfið upp við vegginn og beið eftir sínum heittelskaða í þögninni. Hún vissi ekki hvað það liðu margar mínútur þangað til hún heyrði fliss og fótatak. Svo opnaðist hurðin fyrir aftan hana og Gústi labbaði út leiðandi stelpu sem hann hvíslaði eitthverju til hennar og hún flissaði stöðugt.
–Gústi?- Diljá stóð upp og labbaði að honum. –Farðu bara ég kem- Sagði Gústi við stelpuna og hún trítlaði í burtu. –Hvað villt þú?- spurði Gústi Diljá frekjulega. – Fyrirgefðu, nú er allt í lagi? Verður ekki allt í lagi? Eg hef þig og þú hefur mig. Ég gerði allt í lagi. Ekkert vont- sagði Diljá hratt á meðan hún reyndi að komast nálægt Gústa til að getað faðmað hann. Gústi ýtti henni í burtu og fitjaði upp á nefið um leið. –Á hverju ertu stelpa!? Þú ert ógeðsleg, láttu mig vera, skríddu bara aftur í holuna þar sem þú komst frá og dópaðu þig hóran þín. Þú ættir að sjá þig. Farðu burt frá mér, ég vil ekki sjá þig! Þetta er búið- Gústi labbaði í burtu í áttina að flissandi stelpunni.
Diljá stóð sem frosin á gólfinu,
-búið..?- Það var eins og þögnin gleypti orðin. Þögnin hélt áfram að þegja eins og ekkert hafði í skorist. Diljá fann tárin laumast niður kinnarnar. Þegar hún labbaði af stað voru merki um málningu löngu þurkuð úr andlitinu á henni. Hún labbaði út. Það var myrkur og kalt. Hún labbaði að lítilli tjörn, það var byrjað að snjóa og litlar snjóflygsur festust í svörtu hárinu á Diljá. Hún settist hjá tjörninni og leit í vatnið og sá spegilmynd sína. Hún þekkti sig varla. Það var rétt hjá Gústa; hún var ekki mjög sæt. Hún var með risastórt glóðurauga á vinsta auganu, bólgna kinn, þykka bauga og tárin voru enn á sínum stað. Það var bara eitt sem gat lagað þetta.
Diljá rótaði enn einu sinni í bakpokanum sínum í leit að huggun. Hún dró upp sína stæðstu og síðustu sprautu. Í henni var aðeins meira en öllum hinum. En það var allt í lagi, þá yrði allt ennþá betra. Diljá dró upp ermina og stakk sprautunni inní sig. Diljá átti von á að finna bestu tilfinninguna sem var henni kunnuleg. En þessi var vond. Þessi var köld og lét hana kippast til. Diljá grúfði sig niður og lét myrkrið gæta sín í kuldanum og beið eftir að kippirnir hættu. Loksins hættu kippirnir, á sama tíma og tárin, hjartslátturinn og andardrátturinn.

Nokkrum dögum síðar í kirkjugarðinum mátti finna hvítann legstein sem ritað var á

Diljá Rós Sigurðardóttir1990-2007, elskuleg dóttir, systir og barnabarn. Lést úr óbærilega erfiðri skólagöngu í skóla lífsins.


Við legsteininn láu hvítar og rauðar rósir. Bak við legsteininn voru stór tré. Þar mátti sjá tvo stráka, en hvorugur vissi af hinum. Annar var grátandi og hinn svartklæddur. Sá grátandi gekk að legsteininum og grúfði sig við hann. – Afhverju þurftiru að hlusta á mig! Þú veist að ég meinnti ekkert með þessu elskan mín. Ég sakna þín svo mikið!- Gústi saug uppí nefið –Djöfullinn!- öskraði hann og barði með hnefanum í legsteininn svo rautt blóðið litaði hann og hvíta fönnina í kringum hann. Svo labbaði hann í burtu.
Sá svartklæddi labbaði þá að legsteininum og kraup við hann. –Ég vissi að ekkert af þessu var raunverulegt, öll þessi gervibros, ég sá í gegnum þig og ég skildi þig. En þú sást mig ekki. Elsku litla systir mín-. Sá svartklæddi labbaði í burtu og ef þú horfðir á eftir honum sástu engin spor í hvítum snjónum. Og ef þú horfðir vel gastu jafnvel séð hann gufa upp í hvítann himininn, eða hvað?

Blóðslóðin frá hvíta steininum náði alla leið til næsta legsteins við hliðina á Diljá sem var ekki langt frá. Og ef þú þurkaðir hvíta fönnina af svörtum steininum mátti sjá stafina

Andri Páll Sigurðarson 1987-2006. elskulegur sonur, bróðir og barnabarn. Lést í bílslysi. Við munum aldrei gleyma þér.

-Ingalóa