-Ég ligg oft í rúminu og spyr „hvar ertu?”, en fæ engin svör. Ég byrja stundum að öskra en þá koma gæslumennirnir og óla mig niður og sprauta mig. Ég hef verið á Kleppi núna í mánuð, en samt finnst mér það hafa það verið mörg ár.
Ég man þegar að ég sá hana fyrst í einhverri árshátíð hjá fyrirtækinu, hún varst með þessa gullfallegu ljósu lokka festan í hnút ofan á hausnum á sér, ég man það vel því mér fannst hún frekar skrítin, í þessum flegna ljósblá kjól og vel meikuð, í svörtum háhælaskóm. Ég var bara í einhverjum ljótum smoking með vínrautt bindi. Ég tók strax eftir neistanum á milli mín og hennar og mér sýndist hún taka eftir honum líka. Hún sast á borðinu hægrameginn við matarborðið en ég var bara útí horni, ég með mitt ljóta svarta hár og bara forljótur. „Hvað er ég að pæla” spurði ég sjálfan mig. Hana langar ekkert í svona ljótann mann einsog mig eða var þetta bara litli strákurinn í mér að reyna að brjótast út í þessum líkama eða var feimnin að yfirbuga mig. „Ég er fullvaxna maður og þarf ekki að hlusta á þetta þvaður í sjálfum mér” hugsaði ég með mér.
Mig skorti kjarkinn til að fara til hennar, svo byrjaði tónlistin. Mörg pör fóru útá mitt gólfið og byrjuðu að dansa. Ég taldi í mig kjark og fór yfir til hennar og spurðu hvort að hún vildi dansa. G man ekki hvað gerðist eftir það því að líkaminn tók völdin. Það sem ég man var að við dönsuðum alla árshátíðina og ég fylgdi henni heim, þá fyrst fór ég að hugsa, spá í hvað væri að ske. Ég var á leiðinni heim til hennar.
Við stoppuðum fyrir framan húsið hennar, hún horfði í augun á mér. Ég hélt að þessi koss myndi aldrei taka enda, mér fannst við takast á loft og fljúga með fuglunum fyrir ofan skýin. Ég lofaði að hringja og gekk heim.
Ég hringdi strax daginn eftir í hana, guð hvað hún hafði fallega rödd. Við ákváðum stefnumót um kvöldið á sport kaffi. Ég kom tímanlega, um þremur tímum á undan henni. Ég hafði fengið mér nokkra snafsa á meðan að ég beið eftir henni og þegar að hún loks kom var ég orðinn vel drukkinn. Hún fann áfengislyktina útúr mér og sá breytta framkomu en lét það ekki á sig fá og stakk uppá göngutúr. Ég samþykkti það og við gengum lengi og loks fórum við heim til hennar, inní íbúðina. Áfengið var ekki runnið úr mér og ég réðst strax á hana, byrjaði að kyssa á henni hálsinn en hún ýtti mér í burtu og sagði að ég væri drukkinn. En af einhverjum ástæðum vildi ég ekki hætti og gerði aðra atlögu. Hún var orðin hrædd og var byrjuð að öskra en ég vildi ekki hætta, ég hélt bara áfram og áfram. Hún var byrjuð að gráta og lemja mig en ég fann ekki fyrir því. Ég fór inná baðið til að æla og þegar eð ég kom fram var hún með símtólið í skjálfandi hendinni. Ég hélt hún væri að hringja í vinkonur sínar til að monta sig af samförunum . En svo kom lögreglan til að ná í mig, ég reyndi að flýja því að ég hafði ekki gert neitt rangt nema að drekka brennivín sé ólöglegt. Einn lögreglumannanna náðu taki á mér og hentu mér á gólfið og handjárnuðu mig.
Ég sat inni í 3 mánuði fyrir nauðgun. Nauðgun, hvað meina þeir með nauðgun. Ég fór heim til hennar eftir daginn sem mér var sleppt. Hún var ekki heima svo ég beið hennar fyrir utan. Svo sá ég hana koma með innkaupapoka. Hún missti innkaupapokana þegar að hún sá mig og byrjaði að hlaupa í brtu, og náttúrulega elti hana. Hún gat ekki hlaupið hratt í þessu langa pilsi og ég náði henni mjög fljótt. Þá tók hún upp spreybrúsa sem stóð á „piparsprey”. Ég hörfaði. Hún hélt brúsanum uppi á meðan að hún hringdi á lögregluna, en hljóp ég í burtu? Nei, það gerði ég ekki. Ég vildi vera hjá henni. Lögreglan kom og tók mig niður á stöð og síðan í gæsluvarðhald. Mér var sagt að ég mætti ekki koma nálægt henni, ég varð að vera í minnsta kosti 500m fjarlægð frá henni. Ég fór aftur heim til hennar. En hún var flutt ég reyndi að finna hana en án árangurs. Ég var að missa vitið ég saknaði hennar, ég varð að hitta hana en fann hana ekki. Ég byrjaði að standa niðri á Hlemmi og spurja fólk hvort að það væri hún, þangað til að lögreglan tók mig og fór með mig á þennan stað. Þessi staður er ekki fyrir mig, þessi staður er fyrir brjálað fólk. „Ég er ekki brjálaður” endurtek ég aftur og aftur hærra og hærra þangað til að ég öskra það. En rödd hennar vill ekki þagna í höfðinu á mér svo ég reyni að rífa það úr hausnum eða skall það burt en ég græði bara ör á andlitið og blóð útum alla veggi og gólf. Ég er í einangrun. „Hleypið mér út, ég er ekki brjálaður”.