Sólin skein hátt á lofti, kastalinn stóð stoltur og faðmaði, líkt og dalurinn allur, að sér sólinni eins og löngu týndan ástvin og lofaði öllu lífi með litunum sem dalurinn og sólin bræddu saman og veggir kastalans líktist gullislegnir, og ég sá flesta félaga mína hníga niður og gráta af gleði. “Okkur tókts það!” heyrði ég hrópað oftar einu sinni, þegar við hófum gönguna í átt að kastalanum. Sólin skein ekki eins mikið á kastalann og mátti nú sjá að þetta voru einfaldir steinveggir sem héldust saman af leðju og mér fannst ótrúlegt að márarnir hans Þófnis hefðu ekki getað brotið þetta niður. En sú hugsun vék strax frá þegar við sáum loks markaðstorgið. Torgið, sem var var um það bil 300 metrar í þvermáli, var stútfullt af sölumönnum með vagna fullt af góðgætum, fjöleikamönnum sem blésu eldi eða átu sverð, trúðar sem skemmtu fólki með góðlátlegu gríni og fullt, fullt af fólki sem var allt spariklætt og skemmti sér eins og það hafi aldrei átt erfitt, eins og þetta væri bara venjulegur dagur, og fyrir miðju torgi var lítið svið og þar stóð enginn annar en Þorgrímur Þófnisbani og Kerjúlfur seiðkarl og sögðu frá bardögum sínum við Þófnir, en það var einmitt hann, Þófnir, sem stal gyðju sólarinnar og myrkvaði þannig jörðina. En nú var kominn tími til að fagna þar sem Þófnir var dáinn eða svo héldum við…..

Endir fyrsta hluta.

Endilega gefið mér ábendingar eða gagnrýni. Allt sem ekki er búið að skýra hér skýrist í næsta hluta.
"Eastman! He came from the east to do battle with the amazing