Ég vakna upp eftir erfiða helgi. Ég teygi mig eftir öskrandi vekjaraklukkunni og lem fast á hana og hávaðinn deyr út. Klukkan sýnir 7:45. ég stend upp og geng að klósettinu og er að furða mig á því hvers vegna gólfið sé svona kalt því ég er með upphitað golf. Ég lyfti upp klósettsetunni og létti af mér vatni gærdagsins. Mér er litið í spegilinn og sé að ég lít ömurlega út eftir mikla party helgi. Sturtan hitnar um leið og ég kveiki á henni og ég hoppa undir bununa. Þegar skíturinn rennur niður niðurfallið blandaðri sápu, tek ég handklæðið og þurrka mér vel. Ég geng inn í svefniherbergið , handklæðinu einu klæða. Fataskápurinn er fullur af fötum sem ég nota sjaldan. Jakkaföt eru það eina sem ég klæðist þó það sé gamaldags því nú er í tísku að ganga í joggingöllum. Kuldinn úti leikur við berar hendurnar og lætur mig fá gæsahúð sem hverfur þegar ég ræsi bílinn og miðstöðin fer í gang. Bíllinn sem ég á er Ferrari árgerð 2003 og þó að hann sé talinn drusla í dag þá gagnast hann mér mjög vel. Mér er hugsað um hörmungarnar sem áttu sér stað í Bandaríkjunum fyrir tæpum 10 árum er ég ók út úr heimreiðinni á Sörlaskjóli 40. Á lögreglustöðinni bíður mín stór og glæsileg skrifstofa sem ég vinn á. Hverjum gat dottið í hug að ég yrði rannsóknarlögreglumaður? Lítið gerðist í vinnunni í dag fyrir utan að Davíð Oddsson, fyrrum þingmaður, var staðinn að verki við stórfellt fíkniefnasmygli og þetta mun taka mig mánuði að rannsaka málið. Klukkan 18:30 er hringt í mig, þetta var Hjálmar og var að spyrja mig hvort ég væri ekki til í að fara djamma og kíkja til Sigrúnar( sem ég er kollfallinn fyrir). Ég ákvað að slá til og fara í kvöld á djammið. Við lögðum af stað um kl 23 og leið okkar lá á Gaukinn en það ætlaði Sálin að taka saman aftur þetta eina kvöld. Um klukkan 23:45 komu þeir og ég hélt að húsið ætlaði að springa af fögnuði. Þeir byrjuðu á smellinum “Sódóma” og héldu svo áfram með skothellta dagskrá. Tíminn flaug áfram og um klukkan 2 ákváðum við að fara til Sigrúnar. Stórt einbýlishús blasti fyrir framan okkur, garðurinn vel snyrtur,falleg og sjaldgæf tré iðuðu í næturgolunni. Lagið í dyrabjöllunni fær mig til raula með. Sigrún kemur til dyra, fallegri en nokkru sinni fyrr og ég átti erfitt með að horfa ekki á hana. Tónlistin sem ómaði var í rólegri kantinum og inni á stofuborðinu sá ég rauðvín, kampavín í klaka og nokkrar tegundir af ostum. Eftir svolitla stund ákvað Hjálmar að drífa sig, hann ætlaði að hitta gamla bekkjarsystur sína og vissi að ég vildi fá næði með Sigrúni. Eftir mikinn hlátur og mikla drykkju varð Sigrún mjög döpur. Ég gerðist hin mikla hetja, tók hana í faðm minn ,líkt og móðir myndi gera við barn sitt, og spurði hvað væri að. Hún sagði með tárin í kverkunum að það var fyrir ári að foreldrar hennar fórust í hræðilegu slysi. Mér leið eins og hálfvita því ég gleymdi að í dag var eitt ár liðið. Etir að hún róaðist þá sagði ég að ég þyrfti að fara. Þá gerðist það sem mig hafði dreymt um, hún bauð mér að vera hjá sér um nóttina en ég vildi alls ekki klúðra því sem við áttum fyrir með því að sofa saman og sagði því: ,,Ég held að það ætti að bíða betri tíma”, kyssti hana og fór. Ég sofnaði ekki neitt þessa nótt og gat ekki gleymt kvöldinu. Gerði ég vitleysu með því að segja nei?
Friðrik(